Morgunblaðið - 10.04.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.04.2012, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Komdu í nákvæma greiningu hjá faglærðum heyrnarfræðingi ATH! Myndin sýnir tækin í raunstærð Þetta var frábær sunnudag-ur. Sex tónleikar á einumdegi, frá kl. 14 til 10:30og eins og maður væri á djasshátíð erlendis. Það sem var helst að: dagskráin var alltof þétt – ekkert næði til að pústa og fá sér léttan snæðing þó alltaf væri hægt að næla sér í bjór. Það mætti skipuleggja slíka maraþon- tónleika í samvinnu við veitingahús Hörpunnar. Þó ber að þakka Pétri Grétarssyni og félögum hans hjá Jazzhátíð Reykjavíkur fyrir æsi- legan djassdag, en þetta var dálít- ið mikið í beit. Kannski er ég bara farinn að slaka á – treysti mér ekki lengur í 32 tónleika á þremur sólahringum eins og hér áður á Norðursjávardjasshátíðinni þegar hún var haldin í Den Haag. Stórsveit Reykjavíkur Það var Stórsveitin sem reið á vaðið – annar í afmæli – og lék blöndu af íslenskum og erlendum verkum sem samin hafa verið fyrir hana. Hvorki gamlt verk eftir Óla Gauk né nýtt eftir Stefán S. vöktu mikla forvitni frekar en verk Lars Jansonar og Daniels Norgårds en „Wings“ eftir Veigar Margeirsson rifjaði upp gamlan kunningsskap við tónlist hans og vakti spurn- ingu: „Hvers vegna er þessa helsta kvikmyndatónskálds Íslands í Hollywood aldrei getið í umfjöllun um filmur vestra?“ Er það sama ástæðan og að Þór Breiðfjörð, söngleikjastjarnan góða, var gleymdur og grafinn þar til hann „sló í gegn á Íslandi“ í Vesaling- unum – hafði þó meira að segja sungið inn á frábæran poppdisk Stefáns S. í fyrra, „Von“? Er ís- lensk menningarblaðamennska enn orðin tóm? Þarf enn ættingja og vini til að segja blaðamönnum hvað er að gerast utan landstein- anna? Það verk sem hreif mig mest á tónleikum Stórsveitarinnar var „Tvísöngur“ eftir finnska djass- meistarann Erro Kovistoinen. Verkið er byggt á íslenskum þjóð- lögum og kannski hefur finnski uppruninn sterkari skírskotun til íslenskra þjóðlaga en sá skandin- avíski – ég tala ekki um þann am- eríska. ,,Ó mín flaska fríða“ var mörkuð þunglyndi þúsundvatna- landsins meðan léttara yfirbragð ríkti í ,,Stóðum tvö í túni“. Gunnar Hrafnsson sló svo NHØP bassalín- ur þannig að „Krummi svaf í klettagjá“ var réttgetið framhald. Fínir Stórsveitartónleikar og efnilegir ungir sólóistar í hópnum – þeir mættu kannski huga betur að þögnunum eins og Ólafur Jóns- son gerði í sóló sínu í verki Nol- gårds. Þjóðlegt og alþjóðlegt Í annarri syrpu djasshátíðar var boðið upp á ólík atriði. „Raddir þjóðar“ er verk sem Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson tók- ust á við fyrir ártug, blanda spuna og þjóðlegra radda, og var gefið út á diski. Spennandi verk og skemmtilegt. Nú hafa þeir stytt þetta og fágað og flutt víða um Norðurlönd. Þessi útgáfa er dálítið bragðdaufari fyrir okkur íslenska, en bót í máli að eiga diskinn með öllu sínu fimbulfambi blásturs, slagverks, alþýðuradda og hvað sem nafnið hefur. Vonandi er diskurinn enn fáan- legur. ADHD er einhver yndislegasta djasshljómsveit sem við eigum. Of- virknin er stundum ráðandi á tón- leikum sveitarinnar, en í sífellu tempruð af Óskari Guðjónssyni saxista á plötuupptökum. Ómar bróðir hans líður um í óstöðvandi laglínuflæði sínu, og í Hörpunni fengum við að heyra tvö ný lög eftir Ómar: „London nú“ og „Vor“. Davíð Þór var fjarri góðu gamni en í skarðið hljóp Tómas Jónsson. Það er ansi gaman að fylgjast með hversu Óskar nálgast Lester Young í andanum er árin líða. Hann lyftir jafnvel saxinum eins; en fyrst og fremst eru þeir báðir skilgetin afkvæmi hins svala í djass – allt frá Bix Bederbecks til Miles Davis. Svo er það trommustrákurinn: Magnús Trygvason Eliassen. Þetta ótrúlega dæmi um ryþma- tröll sem þarf næstum ekkert á tækni að halda, sem hann þó hef- ur, tónlistin er á valdi hans í tilfinninganæmri hlustun jafnt í þögn sem tóni. Sammi lauk þessum kafla djasshátíðar með Stórsveit sinni. Ryþmískar hamfarir þegar best lét og mikið er gaman að hlusta á svona frumstætt band. Það minnir í mörgu á Count Basie bandið fyr- ir 1940 þegar því var ómögulegt að leika flóknar útsetningar en tryllti svo að sauð upp úr í þeim einföldu „head-útsetningum“. Ég held að Sammi og félagar geti blásið flest – en góðir drengir – höldum fast við vúdú andans. Kvöld tríóanna Sebsatina Studnitzky er stórkost- legur snillingur. Hann lék með Sammabandinu og þegar hann tók trompetsóló fór kliður um salinn. Þetta var „erlends“. Tríóið var makalaust. Allir þýskir og hljóm- sveitastjórinn af pólskum uppruna. Hann hafði jafnt trompetinn og slaghörpuna á valdi sínu. Fínn djassbassaleikari, Paul Kleber af norrænu kynslóðinni og tromm- arinn Tommy Baldu svo makalaus að ég hélt hann þrautþjálfaðan í djassinum. Hann kom þá úr popp- geiranum, en 4/4 eru ekki lengur nein sönnun djasshæfninnar og annan eins burstaleik hef ég ekki heyrt lengi. Hann þekkti meira að segja stíl Alex Riels, svo vel heima var hann í trommuleik. En Alex var enginn aukvisi í rokkinu held- ur eins og hann sýndi með Savage Rose. Sunna Gunnlaugsdóttir lauk þessu djassmaraþoni með tríói sínu: Þorgrími Jónssyni á bassa og Scott McLemor á trommur. Hún fór á kostum á Faziolinn, sem Danielo Perez hreifst sem mest af. Toggi er í sífelldri sókn og Scott alltaf jafn melódískur. Flest lögin voru af nýju plötunni þeirra sem fengið hefur frábæra dóma erlend- is. Engan skal undra þá dóma sem heyrði tríóið í Hörpunni og von- andi verður fjallað um þessa skífu „Long Pair Bond“ á síðum þessa blaðs, eins og ýmsar fleiri, sem farið hafa fyrir ofan garð og neðan hérlendis, þó erlend blöð hafi um þær fjallað. Djassorgía lyginni líkust Stórsveitin Það verk sem hreif gagnrýnanda mest á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur var „Tvísöngur“ eftir finnska djassmeistarann Erro Kovistoinen en verkið er byggt á íslenskum þjóðlögum. Silfurberg í Hörpunni Stórsveit Reykjavíkur: Raddir þjóðar; ADHD; Stórsveit Samma; tríó Sebast- ian Studnitzky: tríó Sunnu Gunn- laugsdóttur bbbbn Sex djasssveitir í Hörpunni 1. apríl 2012. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST ADHD „Ofvirknin er stundum ráðandi á tónleikum sveitarinnar, en í sífellu tempruð af Óskari Guðjónssyni saxista á plötuupptökum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.