Morgunblaðið - 10.04.2012, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 10.04.2012, Qupperneq 37
EGILSHÖLL 16 7 ÁLFABAKKA 10 12 12 12 12 12 VIP VIP L 12 12 12 L 7 12 12 12 L AKUREYRI TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 3D WRATH OF THE TITANS KL. 8 - 10:10 3D FRIENDS WITH KIDS PÁSKATILBOÐ 450 KR KL. 6 2D JOHN CARTER KL. 8 - 10:10 2D 12 16 SELFOSS WRATH OF THE TITANS KL. 5:50 - 8 - 10:10 SVARTUR Á LEIK KL. 6 - 8 - 10:10 L 12 12 12 12 KEFLAVÍK AMERICAN PIE : REUNION KL. 8 2D WRATH OF THE TITANS KL. 10:20 3D LORAX KL. 6 3D FRIENDS WITH KIDS KL. 5:50 - 8 2D SVARTUR Á LEIK KL. 10 2D Missið ekki af þessari stórbrotnu tímamótamynd nú í 3-D á stóra tjaldinu! - séð og heyr/kvikmyndir.is DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR! KOMIN Í BÍÓ BRIDESMAIDS eru æðisleg í þessari frábæru gamanmynd FRIENDS WITH AMERICAN PIE KL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D AMERICAN PIE VIP KL. 3:40 - 8 - 10:20 2D WRATH OF THE TITANS 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 3D WRATH OF THE TITANS KL. 3:20 - 10:40 2D WRATH OF THE TITANS VIP KL. 5:50 2D GONE KL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D FRIENDS WITH KIDS KL. 8 - 10:20 2D JOHN CARTER KL. 5:20 - 8 2D HUGO MEÐ TEXTA KL. 5:30 2D L L L 16 12 12 KRINGLUNNI WRATH OF THE TITANS 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 3D GONE KL. 8 - 10:10 2D THE LORAX- 3D M/ÍSL.TALI KL. 4 - 6 3D THE LORAX M/ÍSL.TALI KL. 4 - 6 2D THE LORAX M/ENSKU.TALI KL. 8 2D PROJECT X KL. 10 2D TITANIC ÓTEXTUÐ KL. 5 - 8 3D WRATH OF TITANS KL. 5:40 - 8 - 10:20 3D GONE KL. 10:20 2D PROJECT X KL. 5:50 - 9 - 11 2D JOHN CARTER KL. 5:10 2D FRIENDS WITH KIDS KL. 8 2D Amanda Seyfried úr MAMMA MIA er mætt í einum besta þriller þessa árs. MÖGNUÐ SPENNUMYND Fjöldamorðingi gengur laus og hefur klófest systur hennar en það trúir henni engin! Kristen Wiig, John Hamm, Maya Rudolph og Chris O´Dwod úr Cable knit chic. Peysa, 3995,– Fylgstu með okkur á Facebook-Lindex Iceland. MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 Pete Doherty trúði NME fyrir því á dögunum að hann væri með tólf lög klár fyrir nýja sólóplötu. Doherty, sem býr í París, er að vinna að plöt- unni með upptökustjóranum, Adem Hilmi. Doherty sagðist skulda út- gáfufyrirtækinu EMI plötu og Hilmi væri nú með harða diskinn hans og væri að vinsa út lög til út- gáfu. Lög sem nefnd hafa verið sem mögulegir kandidatar á plötuna eru „Gambling Man“ og „Cell Ceil- ing Blues“. Síðasta sólóplata Do- hertys, Grace/Wastelands (2009), var í upptökuumsjá Stephens Streets, sem er þekktastur fyrir vinnu sína með Smiths og Blur. Doherty hefur eins og flestir kannast við verið mikið í fréttum undanfarið fyrir flest annað en tón- list. Eiturlyf og annað skaðræði hefur markað feril þessa hæfi- leikapilts sem varð frægur sem einn af meðlimum The Libertines í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar. Libertines komu saman á nýjan leik fyrir stuttu og af þessari frétt að dæma og myndskeiði sem fylgdi með, en það var tekið upp í París, virðist Doherty vera í sæmi- legum málum nú um stundir. Doherty klár í slaginn Bækur bandaríska rithöf-undarins og teiknaransDr. Seuss ættu flestir aðþekkja sem unna góðum barnabókum en þeirra þekktastar eru eflaust Kötturinn með höttinn og Þegar Trölli stal jólunum. Barnabók hans, The Lorax, kom út árið 1971 og nú er sú saga komin á hvíta tjald- ið í teiknimyndarformi og virðast höfundar hafa fylgt teikningum Dr. Seuss að hluta til, með ágætri út- komu en þó hefði mátt ganga lengra í þeim efnum. Dr. Seuss var nefni- lega bráðskemmtilegur teiknari. The Lorax segir af 12 ára dreng, Tedda, sem býr í smábæ einum sem girtur er af með háum stálveggjum. Engar plöntur eða tré er að finna í þessum bæ, einungis rafmagnstré og verða bæjarbúar að kaupa súrefni af illa innrættum kaupsýslumanni til að lifa af. Þeir una þó sáttir við sitt, eru þeirrar trúar að náttúruleg tré séu skítug og til mikillar óþurftar. Þó eru ekki allir á því. Teddi er hrifinn af ungri stúlku sem á sér þann draum heitastan að sjá raunverulegt tré. Amma Tedda segir honum frá dularfullum manni, Einsaranum, sem býr utan borgarmúranna og veit hvar tré er að finna. Teddi heldur út fyrir múrana í leyfisleysi og finnur Einsarann sem segir honum söguna af því þegar hann var ungur maður og fann mikinn skóg, töfrum lík- astan, með trjám sem líktust einna helst litskrúðugum biðukollum. Hann hjó eitt trjánna niður og óf úr „hárum“ þess flík eina forvitnilega. Verndari trjánna og dýranna í skóg- inum, furðuvera að nafni Lorax, kom þá af himnum ofan og lét Einsarann lofa sér því að fella ekki fleiri tré. Einsarinn sveik það loforð, græðgin varð honum að falli þegar allir vildu eignast þessa furðuflík og að lokum hafði hann fellt hvert einasta tré skógarins. Ekki er þó öll von úti því Einsarinn hefur í fórum sínum trjáfræ sem hann færir Tedda. Teddi reynir að sá því í bænum með hinn illgjarna súrefnissala og skó- sveina hans á hælunum. The Lorax er litskrúðug og ærsla- full teiknimynd, svo mjög að á köfl- um keyrir um þverbak og jaðraði við flog hjá rýni, slíkur var hamagang- urinn og litskrúðið. Hoppandi og syngjandi bangsar og fiskar í skær- litum skógi eru dálítið mikið af því góða. En boðskapurinn er góðra gjalda verður, þ.e. að við mennirnir göngum ekki á náttúruna í gróða- skyni með tilheyrandi mengun og út- rýmingu lífvera (sem við reyndar gerum og virðumst ekkert ætla að hætta því). En skyldi sá boðskapur komast til skila í öllum hamagang- inum? Þar er efinn og að mati und- irritaðs hefði mátt hægja aðeins á svo yngstu áhorfendur gætu notið sögunnar betur. Fimm ára sonur rýnis var þó sátt- ur og til fyrirmyndar þegar hann bað um lakkrís en hætti við og sagði: „Nei, annars, ég þarf hann ekki.“ Allt er jú gott í hófi. Regla sem teiknimyndagerðarmenn mættu fylgja oftar. Fallegur boðskapur en fullmikill hamagangur Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Dr. Seuss’ The Lorax bbbnn Leikstjórar: Chris Renaud, Cinco Paul, Ken Daurio og Kyle Balda. Bandaríkin, 2012. 94 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Náttúruvernd Hinn rauðguli Lorax með Einsaranum og dýrum skógarins. Litadýrðin og fjörið er mikið og boð- skapurinn fallegur í myndinni en hætt er við því að hann fari fyrir ofan garð og neðan sökum útúrdúra og ofhlæðis. Will Oldham og Dav- id Byrne leggja til lög á plötu með tón- list við myndina This Must Be the Place, þar sem Sean Penn fer með hlutverk gotarokksstjörnu sem má muna sinn fífil fegurri. Kalla þeir sig Pieces of Shit. Jónsi og Alex, Iggy Pop og fleiri eiga líka lög á plötunni. Myndin heitir eftir sam- nefndu lagi Talking Heads og er það á plötunni í nokkrum útgáfum. Oldham, Byrne, Penn Angurværð Það er eitthvað sorglegt, og fallegt, við hann Sean Penn á þessari mynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.