Morgunblaðið - 10.04.2012, Side 40
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 101. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Veðurfréttamaður vekur athygli
2. Lík Houston illa farið
3. Hera lifir á leiklistinni í London
4. Lýst eftir stúlku
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Dagana 11. apríl - 20. apríl verður
haldin Indversk kvikmyndahátíð í Bíó
Paradís. Myndir sem verða sýndar
eru Dhoom 2 eftir Sanjy Gadhvi,
Hálsmenið eftir A.L. Vijay, Stóri
dagurinn eftir Maneesh Sharma, Tal-
aðu eftir Shoaib Mansoor og Vél-
menni eftir S. Shankar.
Indversk kvikmynda-
hátíð hefst á morgun
Síðasta ár hélt
ÓkeiBæ mynda-
sögukeppni fyrir
tímarit sem var
gefið á Ókeypis
myndasögudag-
inn. Bestu sög-
urnar voru birtar
ásamt efni frá
helstu mynda-
söguhöfundum landsins. Topp 5 sög-
urnar í ár birtast í Ókeipiss #2. Skila-
frestur er til 10. apríl, upplýsingar
eru á Fésbókarsetri ÓkeiPiss.
Skilafrestur fyrir
ÓkeiPiss 2012
Ólöf Arnalds og
Eldar í Edrúhöllinni
Á miðvikudag Hæg suðaustlæg átt, 5-10 m/s á vestanverðu land-
inu og slydda eða snjókoma og hiti kringum frostmark en hæg
austanátt austantil, úrkomulítið og vægt frost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-18 m/s, hvassast á Vest-
fjörðum. Heldur minni úrkoma en í gær. Hiti kringum frostmark, en
2 til 7 stig sunnanlands yfir daginn.
VEÐUR
Það vantaði ekkert upp á
spennuna í fyrsta leik KR og
Þórs úr Þorlákshöfn í und-
anúrslitum Iceland Express-
deildar karla í körfuknatt-
leik í gærkvöldi. Joshua
Brown skoraði þriggja stiga
körfu á síðustu sekúndu
leiksins og tryggði KR sigur,
82:79. Í kvöld hefst kapp-
hlaup Grindavíkur og
Stjörnunnar um sæti í úr-
slitum í hinni rimmu undan-
úrslitanna í Grindavík. »8
Sigurkarfan á
síðustu sekúndu
„Ef Íslendingar vilja eiga landslið á
heimsmælikvarða og lið sem á mögu-
leika á að ná árangri á Ólympíu-
leikunum þá verða menn að leggja
peninga í það. Það ger-
ist ekki af sjálfu sér,“
sagði Guðmundur
Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í
handknattleik
karla, eftir að ís-
lenska landsliðið
tryggði sér
keppnisrétt á Ól-
ympíuleikunum í
London í sumar í for-
keppni sem fram fór í
Varazdin í Króatíu um
helgina. Guðmundur
segist horfa í alla átt-
ir en ekki síst til rík-
isvaldsins og Íþrótta-
og ólympíusam-
bandsins. »4
Það verður að fjárfesta í
íslenska landsliðinu
„Alla kylfinga dreymir um að klæðast
þessum jakka. Núna er það ekki leng-
ur draumur hjá mér heldur stað-
reynd,“ sagði bandaríski kylfingurinn
Bubba Watson sem á sunnudags-
kvöldið vann Masters-mótið í golfi
eftir æsispennandi keppni og bráða-
bana við Louis Oosthuizen frá Suður-
Afríku. Watson klæddist græna jakk-
anum í fyrsta sinn. »3
„Ekki lengur draumur
heldur staðreynd“
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þrír klifurgarpar, þeir Ívar Finn-
bogason, Björgvin Hilmarsson og
Viðar Helgason, unnu það afrek
þriðjudaginn síðastliðinn, 3. apríl, að
klífa austurvegg Skarðatinds í Öræf-
um eftir nýrri leið. Þá klifu aðrir tveir
garpar, Styrmir Steingrímsson og
Freyr Ingi Björnsson, Hrútsfjalls-
tinda milli Skaftafellsjökuls og Svína-
fellsjökuls og einnig eftir nýrri og áð-
ur ófarinni leið, degi síðar. Félagarnir
þrír sem klifu Skarðatind eru allir
fjallaleiðsögumenn og þaulreyndir í
fjallaklifri. Björgvin Hilmarsson, einn
þremenninganna, segir fyrstu leiðina
upp austurvegginn hafa verið farna
1988 og tekist hafi að klífa þá leið í
fimmtu tilraun. Margir fjallaklifrarar
hafi rennt hýru auga til þeirrar leiðar
sem farin var fyrir viku en ávallt
þurft frá að hverfa vegna veðurs eða
slæmra aðstæðna. Fyrir viku hafi að-
stæður verið kjörnar og þeir fé-
lagarnir því gripið tækifærið og kom-
ist á toppinn.
Erfiðasti fossinn fimmta gráða
Björgvin segir daginn hafa byrjað
með um þriggja tíma göngu inn
Skaftafellsjökul og þegar að fjalls-
rótum kom hafi tekið við skriður og
snjóbrekkur en um 400 metra hækk-
un er frá jöklinum upp í fyrsta klifur.
Þá hafi þurft að tryggja vel með lín-
um enda tíu spannir af lóðréttu ís-
klifri og klettahryggjum framundan.
„Maður þarf að flýta sér svolítið því
þegar sólin kemur upp fer hún að
baka ísinn og þá fer hann að hrynja
niður, meiri hætta á að ísmolar og
steinar fari að falla. Því styttri tíma
sem það tekur að fara upp, þeim mun
betra,“ segir Björgvin. „Þetta er það
sem við köllum alvarlega leið,“ svarar
Björgvin, spurður að því hvort klifrið
sé ekki mikið hættuspil. „Það eru
settar gráður á fossana eftir því hvað
þeir eru brattir og erfiðir. Erfiðasti
fossinn þarna er það sem kallað er
fimmta gráða sem er með því stífara
sem hægt er að klifra. Svo fer það
náttúrlega eftir aðstæðum hversu
auðvelt er að koma inn ísskrúfum og
snjóhælum og slíku. Þarna var það
misgott en þetta er bara þannig leið
að það er ekki víst að aðstæður verði
neitt betri. Þetta er alltaf alvarlegt og
menn verða að hafa það í huga, ekki
hoppa í svona lagað nema hafa ágætis
reynslu að baki,“ segir Björgvin.
„Þegar maður er kominn upp þá tek-
ur við að klifra niður brattar snjó-
brekkur, síga fram af klettum og
ganga í kringum fjallið til að komast
niður á skriðjökulinn aftur og svo út
jökulinn. Þú lendir hærra en þegar
þú byrjaðir að klifra þannig að það er
ennþá lengra labb til baka,“ segir
Björgvin en gangan öll, þ.e. frá bíl að
bíl aftur, tók um 19 klst.
Frekari upplýsingar um klifrið má
finna á vef Íslenska Alpaklúbbsins,
isalp.is.
„Þetta er alltaf alvarlegt“
Mikilfenglegir
tindar klifnir eftir
nýjum leiðum
Ljósmynd/Björgvin Hilmarsson
Bratt Hér sjást Viðar (í svörtu) og Ívar nálgast megintryggingu í lok fyrstu spannar á leið sinni upp Skarðatind,
nýrri leið áður ófarinni. Ekki fyrir lofthrædda eða lítt reynda að stunda slíkt klifur, eins og sjá má.
Ljósmynd/Viðar Helgason
Stórfenglegt Ívar gengur síðasta spölinn upp á topp, í baksýn Skaftafells-
jökull lengst til vinstri og Kristínartindar fyrir miðju.
Tuttugasta kvöldið í tónleikaröð-
inni Kaffi, kökur & rokk & ról fer fram
í Edrúhöllinni, Efstaleiti 7, í kvöld. Í
þetta skipti koma Ólöf Arnalds og
Eldar fram.
Húsið verður
opnað kl.
20, það
er talið í
á slaginu
20.30 og tón-
leikum lýkur fyrir
22. Aðgangseyrir er
500 kr.