Morgunblaðið - 20.04.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.04.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 11. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. maí. Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. Heimili & hönnun SÉ RB LA Ð Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mikið var um dýrðir í Hörpu í gær þegar Verk- fræðingafélagið fagnaði 100 ára afmæli sínu. Á hátíðinni veitti félagið aldarviðurkenningu VFÍ. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum, til ein- staklinga sem hafa þótt skara fram úr á sínu sviði. Einstaklingar voru verðlaunaðir annars vegar fyrir störf sín innan fyrirtækja sem eru al- þjóðlega í fremstu röð og hins vegar fyrir störf í þágu sprotafyrirtækja sem hafa náð fótfestu á markaði. Þá verðlaunaði VFÍ einstaklinga sem þykja hafa plægt akurinn og sýnt sérstakt frum- kvæði og haft veruleg áhrif í greininni. 600 manns mættu á afmælishátíð Verkfræðingafélagsins í Hörpu í gær Morgunblaðið/Eggert Aldarviðurkenning VFÍ fyrir framúrskarandi störf Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heimilum sem skulduðu 15-20 millj- ónir króna vegna fasteigna fjölgaði verulega milli áranna 2010 og 2011 og fóru úr 11.770 í 13.964. Heimilum sem skulduðu 20-25 milljónir fjölgaði einn- ig mikið eða úr 8.738 í 11.260 heimili. Þetta má lesa úr svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, um fast- eignaskuldir heimilanna. Tekið er fram í svarinu að tölurnar fyrir árið 2011 komi frá lánastofnun- um og ekki sé búið að yfirfara upplýs- ingar sem fram komi í framtölum til ríkisskattstjóra fyrir árið 2012. Tölur fyrir árin 2007 til 2010 í svarinu hafa hins vegar verið yfirfarnar en þær benda til að skuldirnar hafi minnkað milli áranna 2009 og 2010. Þá er tekið fram að talsverður munur milli 2010 og 2011 geti stafað af tvítalningu vegna skuldbreytinga og uppgreiðslu lána, mismunur sem verði leiðréttur hjá ríkisskattstjóra áður en álagningin vegna síðasta árs liggur fyrir. Ber að taka með fyrirvara Það er því ekki hægt að slá því föstu að skuldirnar hafi aukist eins mikið og bráðabirgðatölur benda til. Ýmis skýr teikn virðast þó á lofti. Höfuðstóll óverðtryggðra lána hækkar þannig gríðarlega eða úr 41,55 milljörðum króna árið 2010 í 135,13 milljarða króna árið 2011. Árið 2009 voru óverðtryggðu lánin 4,46 milljarð- ar og ríflega þrjátíufölduðust því á árabilinu 2009 til 2011. Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar einnig milli ára og fór með verðbótum og vöxtum úr 664,24 milljörðum í árslok 2010 í 692,05 milljarða í lok árs 2011. Nemur aukningin í óverðtryggðu lánunum 94 milljörðum milli áranna 2010 og 2011 og í verðtryggðu lánunum 28 milljörð- um króna, eða samanlagt um 122 millj- örðum króna. Til að setja þá tölu í samhengi hafa verðbætur verðtryggðra fasteigna- lána hækkað úr 71,54 milljörðum 2007 í 214,80 milljarða eða um 143 milljarða. Skuldir heimila fara vaxandi  Sprenging í óverðtryggðum lánum  Höfuðstóll slíkra lána var 4,46 milljarðar 2009 en 30-faldaðist í 135 milljarða í árslok 2011  Höfuðstóll verð- og óverðtryggðra lána hækkar um 122 milljarða milli ára Sviptingar á lánamarkaði Verðtryggð lán Óverðtryggð lán Gengislán 2007 553,88 (71,54) 1,53 60,38 2008 638,81 (153,97) 1,79 154,93 2009 660,69 (189,66) 4,46 183,88 2010 664,24 (192,71) 41,55 152,46 2011 692,05 (214,80) 135,13 10,23 Lokastaða mismunandi lána í milljörðum króna, verðbætur í sviga Vonir standa til þess að Bill Ga- tes, stofnandi Microsoft, komi hingað til lands á næsta ári og keppi á alþjóðlegu bridsmóti, Reykjavík Bridge Festival, sem hefur verið haldið árlega hér á landi í rúm þrjátíu ár. Jafnan koma fjölmargir erlend- ir spilarar á mótið, síðast um 130 spilarar. Bridsáhugamenn og fleiri gætu því átt von á glaðningi á næsta ári en einnig stóð til að fá auðkýfinginn Warren Buffett til keppni. Gates og Buffet eru þekktir í bridsheiminum og spila mikið sjálfir. „Við höfum verið í sambandi við bæði Bill Gates og Warren Buffett um að koma á næsta ári. Buffett hefur reyndar gefið okk- ur afsvar en við vonumst til þess að Gates þekkist boðið. Við erum að herja á hann bæði í gegnum erlenda spilara tengda honum sem og í gegnum fyrirtæki hans,“ segir Jafet Ólafsson, forseti Bridgesambandsins. Þess má geta að nú stendur yfir Íslandsmótið í sveitakeppni Bridgesambandsins. Mótinu lýkur á sunnudaginn en í úrslitum etja tólf sveitir kappi. heimirs@mbl.is Bill Gates á leiðinni til Íslands í brids?  Bridsmenn reyna að fá hann hingað Jafet S. ÓlafssonBill Gates Allar björg- unarsveitir á höfuðborg- arsvæðinu voru kallaðar út seinnipartinn í gær eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um að göngu- maður væri í sjálfheldu í Esj- unni. Maðurinn, sem er 45 ára, gat ekki gefið nákvæma staðfest- ingu á því hvar hann væri þar sem hann er ekki kunnugur á þessum slóðum. Var því gripið til þess ráðs að senda mjög fjölmennt lið björgunarsveitarmanna á vett- vang, bæði göngumenn og menn á fjórhjólum. Göngumaðurinn var allan tím- ann í góðu símasambandi við Neyðarlínu og aðstæður til leitar voru mjög góðar. Leitin að manninum tók um tvo klukkutíma og fannst hann óslas- aður í klettabelti í Kistufelli. Það tók svo um eina og hálfa klukku- stund að koma honum til byggða. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg tóku hundrað björg- unarsveitarmenn þátt í leitinni. 100 björgunarsveit- armenn leituðu að manni í Esju í gær Maður lenti í sjálf- heldu í Esju í gær. Fjölmennt lið björgunarmanna úr Árnessýslu var í gær kallað út vegna svifdreka- manns sem lent hafði utan í klettabelti í Núpafjalli skammt frá Hveragerði. Þyrla Landhelg- isgæslunnar fór einnig á staðinn sökum þess hve svæðið var erfitt yf- irferðar. Svifdrekamaðurinn, sem var kona, var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á bráðamóttöku LSH í gærkvöldi var konan ökklabrotin, en líðan annars ágæt og eftir að meta hvað gert yrði vegna brotsins. Bata- líkur eru taldar góðar. ipg@mbl.is Brotlenti í Núpafjalli  Þyrla Gæslunnar sótti svifdrekamann Þyrla Gæslunnar sótti konu í gær. Lestu viðtal við Lilju Mósesdóttur um málið á mbl.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.