Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 mánudaginn 23. apríl, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Á sgrím urJónsson Á sgrím urJónsson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Nú er sjávarútvegsráðherra bú-inn að viðurkenna að ekki sé hægt að samþykkja fiskveiðistjórn- unarfrumvörp hans óbreytt.    Hann hefur loksjátað, þó að hann segist ekkert gefa fyrir skoðanir annarra á frumvörp- unum, að þau muni að óbreyttu ganga af sumum fyrirtækjum dauðum.    Staðan er að vísumun verri en svo að einungis „sum“ fyrirtæki færu illa út úr slíkri lagasetn- ingu. Landsbankinn hefur til dæmis upplýst að drjúgur meirihluti útgerð- arfyrirtækja sem eru í viðskiptum við hann og hafa verið metin muni fara á hausinn verði frumvörpin að lögum.    En Steingrímur J. vill þrátt fyrirþetta ekki hætta við. Hann vill setja „fráviksreglur“ fyrir þau fyr- irtæki sem að óbreyttu færu á haus- inn með nýju lagasetningunni.    Þessar „fráviksreglur“ eiga aðvísu ekki að gilda fyrir alla sem lenda í vandræðum, en Steingrímur og Jóhanna munu í gegnum þær fá enn frekari tækifæri til að auka af- skipti sín og völd í íslensku atvinnu- lífi.    Með þessu munu stjórnvöld getaákveðið hvaða fyrirtæki og hvaða byggðarlög munu lifa eða deyja.    Það verður skemmtilegt fyrir þásem reka fyrirtæki eða sveitar- félög að hittast á biðstofunni hjá Steingrími þar sem beðið verður eft- ir að fá tækifæri til að sannfæra hann um að um frávikstilvik sé að ræða. Steingrímur J. Sigfússon Fráviksreglurnar STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 19.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 2 skýjað Kirkjubæjarkl. 6 léttskýjað Vestmannaeyjar 4 heiðskírt Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 6 skúrir Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 5 heiðskírt Lúxemborg 10 léttskýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 10 skýjað London 10 skúrir París 12 léttskýjað Amsterdam 10 skúrir Hamborg 16 léttskýjað Berlín 17 heiðskírt Vín 14 skúrir Moskva 11 heiðskírt Algarve 17 skýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 13 skúrir Mallorca 18 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 3 léttskýjað Montreal 16 skýjað New York 16 heiðskírt Chicago 13 léttskýjað Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:36 21:18 ÍSAFJÖRÐUR 5:30 21:34 SIGLUFJÖRÐUR 5:13 21:17 DJÚPIVOGUR 5:03 20:50 Emil Guðmundsson, fyrrverandi hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, hef- ur í samvinnu við Flugfélag Íslands skipulagt ferðir fyrir eldri borgara til Grænlands undanfarin sumur og vill helst hvergi annars staðar vera. Ferðir Emils og FÍ á slóðir nor- rænna manna til forna í Eystri- byggð á Suður-Grænlandi hófust sumarið 2004 og hafa verið ein til fjórar ferðir árlega síðan. Í júlí verða tvær fjögurra daga ferðir og er uppselt í þá fyrri. „Við getum bara tekið 24 í hvora ferð því við ferðumst mest um á tveimur bátum og þeir taka sína 12 farþegana hvor,“ segir Emil. Á söguslóðir Í ferðinni er meðal annars siglt um Qooroq (Ísafjörð) milli nýfall- inna ísjaka, farið til Garða við Ein- arsfjörð þar sem áður var þing- staður og dómkirkja norrænna manna og skoðaðar mannvistar- minjar í Bröttuhlíð, þar sem Eirík- ur rauði bjó. „Við þræðum leiðir víkinganna,“ segir Emil. Emil fór fyrst til Grænlands 1973 og segist hafa fallið fyrir landinu við fyrstu sýn. „Ég hef farið þangað á nánast hverju sumri síðan,“ segir hann. „Grænland er stórkostlegt land og mér líður betur þar en að veltast í sólinni í sólarlöndum.“ Íslendingar ferðast mikið og Em- il segir að eldri borgarar hafi sýnt Grænlandsferðum mikinn áhuga, vilji kynnast næsta nágrannanum í vestri. „Grænland hefur oft orðið útundan en þegar fólk eldist vill það veita sér þá ánægju að fara þang- að,“ segir Emil. Þræðir leiðir víkinganna  Mikill áhugi á Grænlandsferðum undanfarin sumur Ljósmynd/Emil Guðmundsson Fararstjórar Hjónin Emil Guðmundsson og Sigurbjört Gústafsdóttir á Görðum (Ikaligu) við Einarsfjörð. Sigling Í ferðunum er siglt innan grænlenskra fjarða á tveimur hraðfara bátum sem taka 12 farþega hvor. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SYN, stóð í gærmorgun færeyskan línubát að meintum ólöglegum veiðum innan hrygningar- stoppssvæðis suður af Vest- mannaeyjum. Var skipstjóra gert að ljúka við að draga línuna og halda síðan til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem skýrslutaka fer fram. Staðinn að meintum ólöglegum veiðum Landhelgi Línubáturinn var tekinn við ólöglegar veiðar suður af Eyjum í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.