Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012
FRÉTTASKÝRING
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Hugmyndir að nýju skipulagi í Vatns-
mýrinni líta nú dagsins ljós, en Nor-
ræna húsið, Háskóli Íslands og
Reykjavíkurborg efndu til hug-
myndasamkeppni um framtíðar-
skipulag friðlandsins. Vinnings-
hugmyndin, undir yfirskriftinni
„Náttúran og norðurljós,“ var unnin
af landslagsarkitektunum Aðalheiði
Erlu Kristjánsdóttur, Áslaugu
Traustadóttur, Kristbjörgu Trausta-
dóttur og Þórhildi Þórhallsdóttur hjá
Landmótun sf. auk Eva Þorvalds-
dóttir sem er líffræðingur og garð-
yrkjufræðikandidat.
„Hugmyndin sem vann þykir vera
með framúrskarandi tillögu að teng-
ingu við Hljómskólagarðinn og tjörn-
ina með regnbogagöngum undir
Hringbraut þar sem breið tenging
gefur bæði mannfólki, fuglum og dýr-
um að ferðast frítt. Tillagan er líka
með norðurljósastíg sem myndar
menningaröxul með Hörpu í norður
og Háskólann og Norræna húsið í
suður,“ segir í tilkynningu.
Ljós, skuggi, mannlíf og gróður
„Hreyfing norðurljósanna sem lýsa
upp himinhvolfið er notuð sem
grunnstef í tillögunni þar sem flæði
ljóss og skugga, mannlífs og gróðurs
rennur saman í eina heild,“ segir í
greinargerð með tillögunni og einnig:
„Áhersla er lögð á lýsingu og upplifun
ljóss og vatns á svæðinu. Birkiskógur
umvefur friðlandið í Vatnsmýri og
skapar skjól fyrir mannlíf og fugla.
Lífæð tillögunnar er norður-
ljósastígurinn sem myndar bein
tengsl milli Norræna hússins og mið-
borgarinnar. Stígurinn er kenndur
við norðurljós, hið undursamlega
náttúrufyrirbæri sem einkennir
Norðurlönd,“ segir í greinargerð til-
lögunnar. Á stígnum yrði settur upp
menningarviti, einskonar fræðslu-
miðstöð um Vatnsmýrina. Menning-
arvitanum er ætlað að verða visku-
brunnur framtíðarinnar og hann
verður notaður til að miðla upplýs-
ingum um sögu Vatnsmýrarinnar, líf-
ríki hennar og endurheimt votlendis.
„Menningarvitinn vakir yfir þekk-
ingu mannsins á votlendi á hverjum
tíma og nýtir sér ávallt nýjustu miðl-
unartækni sem höfðar til almennings.
Úr menningarvitanum má upplifa
friðlandið og borgarumhverfið frá
nýju sjónarhorni,“ segir í greinar-
gerð.
Stígur á stólpum í friðlandinu
Um friðlandið mun liggja stígur úr
timbri sem verður opinn vegfar-
endum stærstan hluta ársins, en lok-
aður á varptíma. Hann mun standa á
stólpum og fólk mun komast í návígi
við fuglana, geta fylgst með atferli
þeirra og skyggnst eftir hornsílum.
Votlendisjurtir verði sýnilegri og
hægt verður að virða form og liti
þeirra fyrir sér á öllum árstímum.
Samhliða þessum stígum og teng-
ingu við Tjörnina verða settar upp
bryggjur þar sem fólk getur notið
fuglalífs og náttúrunnar.
Einnig verður komið upp aðstöðu
fyrir útileikhús, tónleikahald, úti-
kennslu og leiksvæði fyrir börn. Í
jaðri friðlandsins verður einnig tals-
vert af trjágróðri, aðallega birki og
víðitegundum.
Fer til skipulagsráðs bráðlega
Björn Axelsson, umhverfisstjóri
Reykjavíkurborgar, segir að verð-
launahugmyndin verði kynnt í skipu-
lagsráði borgarinnar á næstu vikum.
„Þetta gæti orðið fóður inn í heildar-
skipulag háskólasvæðisins,“ segir
Björn og segir að friðlandið sjálft sé
grænt svæði á skipulagi og þar þurfi
ekki breytingar á aðalskipulagi en
þær þurfi vegna undirganganna.
„Það er svolítið inn í tímann sem
þetta getur orðið að veruleika,“ segir
Björn og bætir við: „Það er nátt-
úrlega stórkostlegt að fá þessa teng-
ingu á milli Norræna hússins, há-
skólasvæðisins, Vatnsmýrar og
Hljómskálagarðsins undir Hring-
braut, sem er lykilatriði í tillögunni.“
Framkvæmdir eru þegar hafnar
inni í friðlandinu. „Við vorum að klára
að loka friðlandinu af með síki allan
hringinn, og eins lækkuðum við þann
hluta sem er næst Háskólanum,“
sagði Þórólfur Jónsson, garðyrkju-
stjóri Reykjavíkur. Hann segir það
hafa verið gert til að fá landið blaut-
ara og betra fyrir fugla en einnig til
að losna við þistil sem grasseraði á
svæðinu. Aðrar framkvæmdir á
svæðinu eru ekki ráðgerðar á árinu.
Hringbraut Meginþemað í vinningstillögu samkeppninnar um hugmyndir að nýju skipulagi í Vatnsmýri er tenging á milli mýrarinnar og Hljómskálagarðsins með göngum undir Hringbraut.
Nýtt skipulag í Vatnsmýrinni
Nýjar hugmyndir að skipulagi Vatnsmýrarinnar ganga út á göngustíg undir Hringbraut og teng-
ingu við Hljómskálagarðinn Menningarviti, aukið mannlíf og náttúruskoðun einnig meginþemað
Vatnsmýrin Svæðið í heild verður svona samkvæmt vinningstillögunni.
„Við höfum verið óánægð með
hversu svæðið var ófrágengið,“ segir
Katrín Ragnars, arkitekt hjá Nor-
ræna húsinu, en umbætur á um-
hverfi Vatnsmýrarinnar hafa verið í
undirbúningi síðustu þrjú árin. „Við
hugsum svæðið í kring sem umgjörð
fyrir Norræna húsið, Öskju og frið-
landið,“ segir Katrín og segir svæðið
aldrei hafa verið klárað. Þess vegna
var ákveðið að efna til hugmynda-
samkeppninnar alls staðar á Norð-
urlöndunum og bárust alls 14 til-
lögur í keppnina, þar af sex frá
Íslandi. Dómnefnd skipuðu fimm
manns, þar af danskur landslags-
arkitekt, Stig Lennart Andersson,
prófessor við Kaupmannahafnar-
háskóla.
„Þessi hugmynd um norðurljós er
sú að vera með eitthvað sem bylgjaði
sig alla leið niður í miðbæ. Gera
svona ljóslínu og svo út frá því spil-
aðist þetta,“ segir Áslaug Trausta-
dóttir, ein af höfundum vinnings-
tillögunnar. „Svo kom þessi
hugmynd að gera undirgöng undir
Hringbraut. Við vildum fá und-
irgöng sem væru flott á daginn og
nóttunni. Á daginn ert þú með vatnið
við hliðina á þér þannig að þau virka
eins og náttúran fari í gegn, en á
nóttunni er þetta ljós.“ Ástæða fyrir
undirgöngum í stað göngubrúar hafi
verið sú að þær vildu ekki skemma
sjónlínuna á milli Vatnsmýrarsvæð-
isins og miðborgarinnar. Áslaug seg-
ir menningarvitanum ætlað að
tengja Háskólann inn á svæðið, auka
fræðslu, opna það og gera þægi-
legra. Hún segir þær mikið hafa
spáð í hvernig þetta ætti að vera en
það hafi endað í byggingu sem þess-
ari. Ein af forsendum samkeppn-
innar var að koma með hugmyndir
að kynningu og miðlun upplýsinga
um svæðið. Hún segir staðinn eiga
að draga út þekkinguna úr háskól-
anum um þætti eins og vatnalíffræði
mýrarinnar og menningarvitinn eigi
að vera margmiðlunarmiðstöð með
nýjustu upplýsingum. „Þarna væri
jafnvel hægt að hafa skjá þar sem þú
horfir á eitt hreiðrið eða ofan í vatn-
ið og sérð lífið þar. Svo er birkiskóg-
urinn sem okkur fannst tengja þetta
saman við Hljómskálagarðinn og
gefa Háskólanum sinn háskólagarð.
Þar vantar algjörlega notalegan
garð. Við vildum íslenskan birki-
skóg. Hann er opinn og virkar þægi-
legur, líka á kvöldin.“
Notalegt umhverfi
að degi sem nóttu
Katrín
Ragnars
Áslaug
Traustadóttir
Ný sending
Fallegir bolir
fyrir konur á öllum aldri
Margir litir og gerðir
Stærðir S-XXXL
Einnig eigum við alltaf
vinsælu velúrgallana
Stærðir S-XXXL
Verið velkomin
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170