Morgunblaðið - 20.04.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.04.2012, Qupperneq 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta oglektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands með meiru, er60 ára í dag. „Dagurinn fer í Útsvarið,“ segir hann en sem kunnugt er hefur Vilhjálmur farið fyrir liði Garðabæjar í spurn- ingakeppni ríkissjónvarpsins undanfarin ár. „Þetta er fimmta árið, 19. þátturinn af 132 í Útsvarinu,“ heldur hann áfram um undan- úrslitaþáttinn í kvöld, þar sem lið Garðabæjar mætir liði Fljótsdals- héraðs. Lið Garðabæjar hefur staðið sig vel í Útsvari. Vilhjálmur segir að undirbúningurinn taki tíma, en hann hafi líka sérstaklega gaman af því að fletta bókum og afla sér víðtæks fróðleiks í innlendri og er- lendri sögu, hagsögu og stjórnmálum. „Ég geri ekki margt upp- byggilegt á meðan,“ segir hann varðandi keppnina en bætir við að hann eyði töluvert miklum tíma í einmenningsíþróttir, sé því ekki háður öðrum og geti hugsað um það sem hann fáist við hverju sinni meðan hann hjóli, hlaupi hálfmaraþon eða spili golf klukkan sex á morgnana. „Ég hef alveg nóg að gera og er betur á mig kominn sex- tugur en kynslóðin á undan.“ Vilhjálmur er mikill keppnismaður og segir að samvinnan í liði Garðabæjar sé góð. „Ef maður er í þessu verður maður að vera í þessu af alvöru,“ segir hann og leynir því ekki að stefnan sé að fara alla leið. „En svo er þetta orðið nóg hjá mér.“ steinthor@mbl.is Vilhjálmur Bjarnason 60 ára Morgunblaðið/ÞÖK Í faðmi fjölskyldunnar Vilhjálmur og Auður María Aðalsteinsdóttir ásamt tvíburadætrunum Huldu Guðnýju og Kristínu Mörthu. Vill alla leið með liðið í Útsvarinu S igurður ólst upp í Dalbæ í Hrunamannahreppi, lauk stúdentsprófi frá ML 1982 og prófi í dýralækn- ingum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskól- anum í Kaupmannahöfn 1989. Bóndi og dýralæknir Sigurður stundaði bústörf með námi 1970-84, starfaði hjá MS í Reykjavík 1982-83, var bóndi í Dalbæ 1987-94, dýralæknir í uppsveitum Ár- nessýslu 1990-95, settur héraðs- dýralæknir í Hreppa- og Laugarás- umdæmi 1992-94 og í Vestur- Barðastr.umdæmi, dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands ehf. 1996-2009, oddviti Hrunamannahr. 2002-2009 og er alþm. Framsókn- arflokks í Suðurkjördæmi frá 2009. Félagsstörf hrannast upp Sigurður sat í varastjórn UMFH, sat í sóknarnefnd Hrepphólakirkju 1993-97, í sveitarstjórn Hrunamanna- Sigurður Ingi Jóhannsson 50 ára Tveir vinir Sigurður með Molda í stóðinu heima. Sigurður heldur nú tuttugu hross og er hestamaður af guðs náð. Dýralæknir frá Dalbæ Nýgift Sigurður Ingi og Ingibjörg Elsa, með svaramönnum, Ingjaldi Ás- valdssyni og Páli Jóhannssyni, börnum sínum, tengdasyni og barnabarni. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Aníta K. Árna- dóttir, Birna B. Bjarnadóttir, Sigdís S. Guð- jónsdóttir og Katrín E. Krist- jánsdóttir héldu tombólu á Álfta- nesi og söfnuðu 8.401 kr. sem þær færðu Rauða krossinum á Álftanesi. Hlutavelta Danmörk Alexander Örn fæddist 7. janúar kl. 8.14. Hann vó 4.115 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Ás- dís Alda Runólfsdóttir og Anton Örn Pálsson. Nýir borgarar Danmörk Tinna Hauksdóttir og Bjarni Geir Pétursson eignuðust son 19. mars. Hann vó 3.720 g og var 54 cm langur. Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is LÁTTU OKKUR SJÁ UMHEIMILISÞVOTTINN! LÍTIL VÉL 7 KG. 1.790 KR. STÓR VÉL 15 KG. 3.290 KR. Efnalaug - Þvottahús SVANHVÍT EFNALAUG - NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.