Morgunblaðið - 20.04.2012, Page 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt það geti verið erfitt að horfast í
augu við eigin mistök skaltu ekki gleyma að
af þeim lærir maður mest. Gefðu þér tíma
fyrir ástvini þína einhvern part dagsins.
20. apríl - 20. maí
Naut Reyndu ekki að berjast til forystu í
ákveðnu máli því hún er ekki þitt hlutskipti að
svo stöddu. Nýir vendir sópa best. Notaðu
krafta þína til þess að laða að nýjan vin.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ykkur hefur unnist vel og nú er svo
komið að þið getið tekið til úrlausnar verkefni
sem lengi hefur legið í láginni. Samræður
taka að líkindum nokkuð á.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það eina sem maður á að muna þeg-
ar maður er djúpt sokkinn í eitthvert verkefni,
er að reyna að halda áhyggjunum í skefjum.
Allir verða að gefa eitthvað eftir til þess að
samkomulag náist.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er kominn tími til að hitta gömlu fé-
lagana, endurnýja kynnin og rifja upp góðar
minningar. Leggðu allt kapp á að finna far-
sæla lausn svo þú getir sofið rólegur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef samband á að haldast þurfa báðir
aðilar að leggja sig fram um að hlúa að því.
Passaðu vel upp á budduna og vertu viss um
að þú sért með allar upplýsingar á hreinu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér líður meiriháttar vel! Það er eitt og
annað að gerast í kringum þig sem þú kannt
litla skýringu á. Farðu út á meðal fólks.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér er það óvænt ánægja hvað
þú uppskerð fljótt árangur erfiðis þíns.
Reyndu að halda stillingu þinni því annars er
hætt við að þú farir yfir strikið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Auðvitað hefur þú fullan rétt til
þinna skoðana. Vertu hvergi smeykur því
áætlanir þínar ganga í augun á yfirboð-
urunum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þökk sé netinu getur maður átt
sýndarvini, raunverulega vini og vini sem eru
hvort tveggja. Gættu þess að ganga ekki of
langt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það þýðir ekkert að berja höfðinu
við steininn og ætla að breyta hlutum sem
eru löngu liðin tíð. Heimilið er staðurinn þar
sem málin eiga að leysast.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Áhugi þinn á málefnum tengdum
heilsu og vinnu eykst jafnt og þétt næstu 4-6
vikur. Viðurkenndu hvað þú virkilega vilt og
fólkið sem getur veitt þér það birtist.
Um Símon Dalaskáld:Ég rakst á Rímur af Ingólfi
Arnarsyni landnámsmanni eftir
Símon Dalaskáld, útg. 1912. Fyrir
framan rímurnar eru þessar stök-
ur eftir Sigríði, dóttur Jóns Jóns-
sonar hreppstjóra og dannebrogs-
manns á Hafsteinsstöðum í
Skagafirði:
Þín hafa Símon lipur ljóð
oft lundu gladda hölda og fljóða.
Þér aldrei gleymir Íslands þjóð
né óðinum þínum, skáldið góða.
Bergmála æ þín hróðrar hljóð
í himingnæfandi klettaborgum.
Þó einmana sértu á ellislóð
er andi þinn frjáls og laus af sorgum.
Símon kallast síðan á við Sigríði
í mansöng 3. rímu:
Skáldmær kjörð ein Skagafjörð nú
prýðir
um sem glaðast hljómar hrós
Hafsteinsstaða blómarós.
Snoppufríðar snótir víða syðra
víst eru bágar vits um far
vanta gáfur norðlenskar.
Rímurnar eru ekki tilþrifamiklar
en lipurlega kveðnar og á léttu
máli, þar bregður fyrir skemmti-
legum myndum:
Frúrnar sínum fagna eiginmönnum.
Helga að Leifi hlúa fer,
Hallveg Ingólf vafði að sér.
Skáldið er syðra þegar hann
kveður rímurnar og saknar Skaga-
fjarðar. Þeim fylgir mikið kvæði
um Þjórsá og fjórar vísur, sem
hann kallar Hallgerðarþúfu. Hér
koma þrjár þeirra:
Laugarnes á grasi grær
grænt hjá þarastorðum,
Engey brosir ekki fjær
eign Hallgerðar forðum.
Hallgerðar- er þúfa þar
þakin blómum frjóum.
Leiði gömlu Langbrókar
Laugarness í móum.
Ætti bráðan brims við reit
brags í neyð ákvarða
hennar á leiði sveina sveit
setji heiðursvarða.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hallgerðar-
er þúfa þar
G
re
tt
ir
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
S
m
á
fó
lk
ÉG ÆTLA EKKI AÐ VERA
Í INNISKÓNUM MÍNUM Í DAG
ÉG ÆTLA AÐ VERA Í
SKÓM MEÐ REIMUM!
ENGAR
HETJUDÁÐIR
JÓN!
ÆI, ÉG
VAR AÐ MUNA
SVOLÍTIÐ...
VIÐ ÁTTUM AÐ LESA „GÚLLIVER
Í PUTALANDI” Í FRÍINU OG
SKRIFA RITGERÐ UM HANA.
ERT ÞÚ BYRJUÐ Á HENNI?
BYRJUÐ? ÉG ER BÚIN AÐ
SKRIFA RITGERÐINA.
KLÁRAÐI HANA STRAX SVO
ÉG GÆTI NOTIÐ FRÍSINS
ÉG ÞOLI EKKI FÓLK
EINS OG ÞIG!
HRÓLFUR, ÞÚ ERT
MEÐ VIRKILEGA
SLÆMAN HÓSTA
ÞÚ ÆTTIR AÐ
TAKA EITTHVAÐ VIÐ
ÞESSUM HÓSTA
*HÓST!*
JÁ, ÉG ÆTLA
AÐ FARA OG FÁ
MÉR EITTHVAÐ
VIÐ HÓSTANUM
GJÖRÐU
SVO VEL
RUNÓLFUR, GETURÐU
OPNAÐ FYRIR MIG
DÓSINA, ÞAR SEM ÞÚ ERT
SVO HUGULSAMUR
SJÁLF-
SAGT
RUNÓLFUR? SAMA HVERSU
HUGULSAMUR ÉG
ER, ÞÁ NEITAR HÚN
AÐ OPNA SIG
Manni nokkrum var hótað kæru ádögunum hætti hann ekki að
setja poka með hundaskít í rusla-
tunnu við hús viðkomandi. Víkverji
skilur vel afstöðu húseigandans en
telur þrengt að hundaeigendum í
þessu efni í Reykjavík.
x x x
Víkverji viðrar reglulega hund ogviðurkennir að hafa sett hunda-
skítspoka í ruslatunnur á leiðinni,
þegar ekki hefur verið um annað að
ræða. Biðst hér með forláts á því.Við
göngustíga borgarinnar og á opnum
leiksvæðum eru gjarnan lítil rusla-
ílát. Hins vegar fer lítið fyrir slíkum
ílátum í íbúðahverfum og þá vandast
málið. Á að láta skítinn liggja, taka
hann upp í poka og setja í næstu
tunnu eða fara með hann heim?
x x x
Að mati Víkverja er frumskilyrðiað þrífa upp skítinn eftir hund-
inn en núverandi borgaryfirvöld
hafa gert hundaeigendum erfitt fyrir
með því að tæma öskutunnur í mesta
lagi á tveggja vikna fresti. Það segir
sig sjálft að lífrænn úrgangur, sem
er tvær vikur eða lengur í ösku-
tunnu, lyktar verr með hverjum deg-
inum. Því skilur Víkverji vel íbúða-
eigendur sem finnst nóg að eiga við
lykt af eigin úrgangi svo ekki bætist
við skítur frá gestum og gangandi.
x x x
Reykjavíkurborg getur leyst vand-ann með því að fjölga ruslaílát-
um fyrir almenning í íbúðahverfum.
Ljóst er að hundum í borginni hefur
fjölgað mikið, borgin tekur ákveðið
árgjald af hverjum hundi og ekki er
til of mikils mælst að komið sé til
móts við þarfirnar með fyrr-
greindum hætti.
Í öðru lagi þarf borgin að hreinsa
þessa dalla oftar en nú er gert. Þeir
þurfa líka að vera þannig gerðir að
ekki sé hægt að slá botninn úr þeim,
því alltaf eru einhverjir sem finna
hjá sér hvöt til þess að eyðileggja
rusladalla.
Verði ekkert að gert er hætta á að
hundaskítur verði skilinn eftir á
gangstéttum í enn ríkari mæli en nú
er gert og er ástandið á stundum þó
langt því frá að vera í lagi. Skíturinn
er hjá borginni. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og
sjá góða daga, haldi tungu sinni frá
vondu og vörum sínum frá að mæla
svik. (1Pt. 3, 10.)