Morgunblaðið - 20.04.2012, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012
Tökum á móti hópum,
stórum sem smáum.
Sími 567 2020 · skidaskali.is
Við erum nær
en þú heldur
· Brúðkaup
· Fermingar
· Árshátíðir
· Afmæli
· Ættarmót
· Útskriftir
· Erfidrykkjur
Aðeins 15 mín frá Rauðavatni
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tökum er svo til lokið á næstu kvik-
mynd leikstjórans Marteins Þórs-
sonar, XL, sem jafnframt skrifaði
handrit hennar ásamt Guðmundi
Óskarssyni, höfundi skáldsögunnar
Bankster sem þeir Marteinn eru að
vinna kvikmyndahandrit upp úr.
XL segir í stuttu máli af drykk-
felldum þingmanni sem forsætisráð-
herra skikkar í meðferð. Spaugileg
hugmynd en er þetta gamanmynd?
„Já, hún er fyndin þótt hún sé um
alvarlegt efni. Þetta er dramatísk
gamanmynd,“ segir Marteinn.
Með hlutverk þingmannsins fer
Ólafur Darri Ólafsson en hann fór
með aðalhlutverkið í síðustu kvik-
mynd Marteins, Roklandi. „Mér
gengur illa að losna við hann,“ segir
Marteinn og hlær. Með önnur
helstu hlutverk í myndinni fara
Elma Lísa Gunnarsdóttir, María
Birta Bjarnadóttir, Tanja Björk
Ómarsdóttir, Hafdís Helga Helga-
dóttir, Þorsteinn Bachmann, Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir og Nanna
Kristín Magnúsdóttir. Af öðrum
leikurum má nefna Stefán Jónsson,
Helga Björnsson, Rúnar Guð-
brandsson, myndlistarmanninn
Snorra Ásmundsson og Moniku
Ewu Orlowsku en nokkrir þing-
menn reyna einnig fyrir sér í leik-
listinni, þeir Róbert Marshall, Þrá-
inn Bertelsson, Guðmundur
Steingrímsson og Árni Johnsen.
Á í ástarsambandi við
vinkonu dóttur sinnar
„Þetta fjallar um drykkfelldan al-
þingismann sem skandalíserar á
listaopnun og í framhaldi af því er
hann skikkaður í meðferð af for-
sætisráðherra. En áður en það ger-
ist ætlar hann að halda eitt gott
partí, eitt gott skrall, býður í það
vinum sínum og velgerðarmönnum
og það fer svolítið úr böndunum. Í
gegnum þetta partí kynnumst við
fjölskyldu hans og vinum og hvaða
áhrif þau hafa á líf hans. Miðjan í
þessu er ástarsamband sem hann á
í við unga konu sem María Birta
leikur og er vinkona dóttur hans.
Hann er í svolítið miklu veseni með
sín kvennamál,“ segir Marteinn og
hlær. „Hann er fluttur að heiman
og konan vill skilja við hann, hann
er með allt niðrum sig.“
– Þetta er s.s. ófarakvikmynd?
„Já, hún er svolítið svoleiðis. Hún
er sögð í brotakenndri frásögn, eins
og Memento og Fear and Loathing
in Las Vegas, svona „Hangover
with an attitude“,“ segir Marteinn
til frekari skýringar. Frásögnin sé
ekki línuleg heldur sé flakkað fram
og til baka í tíma. „Hún fer svolítið
inn í hugarheim þess sem er undir
miklum áhrifum. Þeir sem dottið
hafa vel í það vita hvernig það getur
verið, nánast draumkenndur veru-
leiki sem maður lendir í. Óminni og
allt það.“
Þjóð í rugli
– Þessi titill, XL, þetta er varla
vísun í fatastærð?
„Þetta er náttúrlega vísun í hann,
hann heitir Leifur. Kjósið Leif,
X-L, og allt sem hann gerir er nátt-
úrlega „extra large“, hann er mikill
öfgamaður. Hann elskar mat, vín og
konur, allt sem gott er.“
– Í hvaða stjórnmálaflokki er
Leifur?
„Við vitum það ekki alveg, það á
nú ekki að skipta máli. Þetta er
þverpólitískt eða ætti náttúrlega að
vera þannig, sama úr hvaða flokki
menn koma. Þetta á ekki að beinast
að einhverjum sérstökum flokki,
svona almennt er þetta kannski
ástand, ástand þjóðar. Hann Leifur
er fulltrúi fyrir þjóð í rugli.“
XL verður frumsýnd í október í
Sambíóunum sem sjá um dreifingu
hennar. Af öðrum sem að kvik-
myndinni koma má nefna að Berg-
steinn Björgúlfsson sér um kvik-
myndatöku og Anna Þorvaldsdóttir
semur tónlistina. Anna hlaut tvenn
verðlaun á Íslensku tónlistar-
verðlaununum í ár, í flokki sígildr-
ar- og samtímatónlistar; sem tón-
höfundur ársins og fyrir plötuna
Rhízoma sem valin var hljómplata
ársins. Framleiðendur eru, auk
Marteins, Ólafur Darri Ólafsson,
Ragnheiður Erlingsdóttir og Guð-
mundur Óskarsson.
Þingmaður með allt niðrum sig
Þingmaðurinn Leifur gerir allt „extra large“ í væntanlegri kvikmynd Marteins Þórssonar, XL
Dramatísk gamanmynd sem segir með brotakenndum hætti af miklum óförum og drykkjuskap
Morgunblaðið/Frikki
Gamandrama Marteinn Þórsson á m.a. að baki kvikmyndina Rokland.
Fyllirí Þingmaðurinn Leifur (Ólafur Darri Ólafsson) ákveður að halda gott skrall áður en hann fer í meðferð og þá
fer allt úr böndunum. Stilla úr kvikmyndinni XL sem verður frumsýnd í október í Sambíóunum.
Vefsíða framleiðslufyrirtækis
Marteins, Tenderlee Motion Pict-
ures Company: tenderlee.com
» „Þetta er náttúrlegavísun í hann, hann
heitir Leifur. Kjósið
Leif, X-L, og allt sem
hann gerir er náttúrlega
„extra large“, hann er
mikill öfgamaður. Hann
elskar mat, vín og kon-
ur, allt sem gott er.“
The Cabin in the Woods
Fimm vinir fara saman í frí og
dvelja í kofa úti í skógi. Fljótlega
eiga undarlegir atburðir sér stað
og þeir komast að því að kofinn er
ekki allur þar sem hann er séður.
Leikstjóri er Drew Goddard og með
helstu hlutverk fara Richard Jenk-
ins, Bradley Whitford og Chris
Hemsworth.
Rotten Tomatoes: 92%
The Woman in the Fifth
Bandarískur rithöfundur flytur til
Parísar til að geta verið nær dóttur
sinni. Hann á í fjárhagskröggum og
kunningi hans útvegar honum starf
við öryggisgæslu. Meðfram því
starfi reynir rithöfundurinn að
skrifa skáldsögu og njóta samvista
við dóttur sína. Þá kynnist hann
dularfullri ekkju sem virðist viðrið-
in nokkur morð. Leikstjóri er Pa-
wel Pawlikowski og með helstu
hlutverk fara Ethan Hawke, Krist-
in Scott Thomas og Joanna Kulig.
Rotten Tomatoes: 84%
Bíófrumsýningar
Dularfullur kofi og ekkja
Hrollvekjandi Stilla úr kvikmyndinni The Cabin in the Woods.