Morgunblaðið - 26.04.2012, Side 1

Morgunblaðið - 26.04.2012, Side 1
Hann horfi þar til mála sem þýð- ingarmikið sé að hafa „þokkalega breiða samstöðu um“. Fiskurinn og virkjanirnar Af stórum málum sem bíða af- greiðslu þingsins má nefna sjávar- útvegsfrumvörpin og rammaáætlun. Skúli Helgason, þingmaður Sam- fylkingar, segir að sætta þurfi ólík sjónarmið þegar sjávarútvegsfrum- vörpin eru annars vegar. Þar þurfi að halda mjög vel á málum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á næstu vikum hyggjast stjórnarlið- ar freista þess að afgreiða mörg flók- in og viðamikil mál sem heyra undir lykilmál í ríkisstjórnarsamstarfinu. Stjórnarflokkarnir geta ekki gengið út frá því sem vísu að meiri- hluti sé fyrir öllum málum og kveðst Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, horfa til stuðnings Hreyfingarinnar og þingmanna úr öðrum flokkum. komi „hrá“ fyrir þingið og hætta sé á mistökum við lagasetningu. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, efast um að stjórnin hafi þingmeirihluta þegar sjávarútvegsfrumvörpin og ramma- áætlunin eru annars vegar. Hótun Hreyfingarinnar um vantraust sýni að ríkisstjórnin standi höllum fæti og treysti á stuðning eða hlutleysi þing- manna úr stjórnarandstöðunni. Brothættur meirihluti  Þingmaður VG horfir til stuðnings stjórnarandstöðuþingmanna við lykilmál  Ljúka á stórum málum í maí  Stjórnarandstaðan varar við flumbrugangi MStjórnarliða bíða »14-15 Í kjölfar skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis var þingmanna- nefnd meðal annars falið að gefa þinginu tillögur um bætta starfs- hætti á Alþingi, meðal annars við framlagningu stjórnarfrumvarpa. Lakari vinnubrögð á þingi Atli Gíslason, formaður nefndar- innar, segir þá staðreynd að lykilmál séu að koma seint fram á vorþinginu til vitnis um að ástandið hafi versnað ef eitthvað er í þessu efni. Frumvörp F I M M T U D A G U R 2 6. A P R Í L 2 0 1 2  Stofnað 1913  97. tölublað  100. árgangur  LÉK Á ÁRINU MEÐ ÖLLUM LANDSLIÐUM FINNUR.IS KOMIÐ AÐ SVARI VIÐ BRÉFI HELGU Í BORGARLEIKHÚSINU Fjölskyldustríð sem slær við sápuóperum OKKAR ÍSLENSKI HAMLET 34VILL AFTUR ÚT ÍÞRÓTTIR Bernharður leikur á 14 karata gullflautu Eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Vest- mannaeyja, sem er í meiri- hlutaeigu rík- isins, nam 13,9% í árslok 2011 og er því komið undir það 16% lágmark sem Fjármálaeft- irlitið hefur sett sjóðnum. Ólafur El- ísson sparisjóðsstjóri segir að sjóð- urinn hafi þegar upplýst FME um stöðuna og verið sé í viðræðu- og upplýsingaferli við aðila vegna þeirr- ar stöðu sem upp er komin og hvaða leiðir séu færar til að styrkja eig- infjárhlutfall sjóðsins. Tap sjóðsins á síðasta ári nam um 166 milljónum – einkum vegna virðisrýrnunar eigna. Sparisjóðurinn hefur ennfremur átt í viðræðum við Seðlabankann og óskað eftir aðkomu bankans í ljósi þessa tjóns sem sjóðurinn hefur orð- ið fyrir í tengslum við gengis- lánadóma Hæstaréttar. »Viðskipti Undir kröf- um FME Séra Agnes M. Sigurðardóttir hefur verið kjörin biskup Íslands, fyrst kvenna. Atkvæði í síðari umferð biskupskosninga voru talin í gær. Á kjör- skrá voru 502 en 477 greiddu atkvæði. Agnes hlaut 307 atkvæði (64%) en séra Sigurður Árni Þórðarson 152 atkvæði (32%). Auðir og ógildir kjör- seðlar voru 18. Sigrinum var fagnað í safnaðarheimili Háteigskirkju í gær- kvöldi þar sem Agnes tók á móti stuðningsmönnum sínum og vinum. Á myndinni faðmar séra Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, hinn til- vonandi biskup. sem verður vígður á Jónsmessu í júní nk. »4 Séra Agnes biskup Íslands fyrst kvenna Morgunblaðið/Kristinn  Sigmund Jó- hannsson, upp- finningamaður og teiknari í Vestmanna- eyjum, hefur undanfarin fjög- ur ár unnið að hönnun slökkvi- búnaðar til notk- unar við erfiðar aðstæður eins og í jarðgöngum, skipum og stórum verksmiðjum og telur að framleiðsla geti hafist eftir nokkra mánuði. Kerfið byggist á röralögnum og róbótum. »12 Sigmund með nýj- ung í brunavörnum Sigmund Jóhannsson Alls bíða nú um 40 manns á Land- spítalanum eftir að komast inn á hjúkrunarheimili, þar af liggja um 14 manns á bráðadeildum spítalans. Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans, vill að reglum verði breytt þannig að sjúklingar þurfi að víkja af spítalanum geti þeir fengið pláss á hjúkrunarheimili. Nú geti þeir neitað að yfirgefa spítalann ef þeir fá ekki inni á því hjúkrunar- heimili sem þeir kjósa. Hildur segir dæmi um að sjúkling- ar hafi dvalið á bæklunarskurðdeild í marga mánuði af þessum sökum. Dvöl á bráðadeild geti kostað allt að 110.000 krónur á dag en daggjald á hjúkrunarheimili sé 23.000 krónur. Starfsmenn spítalans geti aðeins rætt við viðkomandi sjúklinga og góðfúslega óskað eftir að þeir setji sig á biðlista á fjórum hjúkrunar- heimilum og taki það pláss sem losni fyrst. Margir verði við þessu. „En aðrir eru ákveðnir í að fara á tiltek- inn stað. Það getur valdið erf- iðleikum,“ segir hún. Sumaráætlun spítalans liggur fyr- ir og er gert ráð fyrir að 20% af legu- rýmum spítalans verði lokað í fjórar vikur. Alls er um að ræða 136 rúm af 674. Þetta er svipað og í fyrra nema þá náðu lokanirnar yfir lengri tíma, að sögn Hildar. Vegna þess hversu spítalinn er nú í þröngri fjárhags- legri stöðu segir Hildur að hugs- anlega verði að loka enn fleiri rúm- um og er greinilegt að hún hefur töluverðar áhyggjur af því ástandi sem þá kann að skapast. „Þá er ég hrædd um að fleiri þurfi að liggja á göngunum,“ segir hún. »16 Bíða lengi á bráðadeildum  110.000 krónur dagurinn  Blikur á lofti um lokanir „Við þurfum að tryggja að fólki finnist að það hafi verið rétt gefið og það hafi verið komið fram af sanngirni gagnvart lán- þegum í þessu landi … Það verður þó ekki hægt að gera allt fyrir alla en forgangsmálið verð- ur að vera að aðstoða þá sem eru í miklum greiðsluvanda,“ segir Skúli Helgason, þingmað- ur Samfylkingarinnar, um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin und- irbýr í skuldamálunum og ætl- unin er að kynna í maílok. Geta ekki hjálpað öllum SKULDAVANDINN –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.