Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 4
VIÐTAL
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Séra Agnes M. Sigurðardóttir pró-
fastur hefur verið kjörin biskup Ís-
lands, fyrst kvenna. Fráfarandi
biskup, Karl Sigurbjörnsson, mun
vígja Agnesi í embætti 24. júní nk.
Hún tekur formlega við sem biskup
hinn 1. júlí. Karl biskup sendi frá sér
svohljóðandi tilkynningu í gær til
þjóðkirkjufólks:
„Góðu systkin.
Kirkjan fagnar nýkjörnum bisk-
upi Íslands og umvefur bænum sín-
um. Tökum nú höndum saman með
séra Agnesi Sigurðardóttur, þau öll
sem bera hag kirkju og kristni fyrir
brjósti, vorverkin bíða, uppskeran er
mikil! Með hlýjum hamingjuóskum
og björtum sumarkveðjum,
Karl Sigurbjörnsson.“
Erindi kirkjunnar aðalatriðið
„Mér er þakklæti efst í huga,“
sagði séra Agnes í samtali við Morg-
unblaðið. Hún kvaðst hafa búið sig
undir hvort tveggja, sigur og tap.
„Þetta var ótrúlegt ferli og gott að
finna mikinn stuðning og hvatn-
ingu,“ sagði Agnes um kosningabar-
áttuna. „Þetta var mjög mikil vinna
en hún var ekki erfið. Hún varð mér
til gleði, lærdóms og eflingar.“
Agnes sagði að sitt fyrsta verkefni
sem biskup yrði að hlusta á og tala
við fólkið sem starfar innan kirkj-
unnar. Hvað varðar áherslur í starfi
kvaðst Agnes hafa mestan áhuga á
að erindi kirkjunnar næði eyrum
fólks, enda væri það aðalatriðið.
„Kirkjan er ekki til nema vegna
trúarinnar og þess boðskapar sem
hún flytur. Ég stend í þeirri bjarg-
föstu trú að líf okkar verði farsælla
ef til treystum á Guð og Jesú Krist.
Erindi kirkjunnar er að koma Jesú
Kristi og boðskap hans á framfæri.“
Agnes sagði mjög gott og gefandi
starf vera unnið í söfnuðum landsins.
Það þyrfti að koma því betur á fram-
færi hvað kirkjan væri að gera.
Kirkjan væri ekki bara Laugavegur
31 (Biskupsstofa) heldur einnig
söfnuðirnir um allt land; fólkið sem
tilheyrir þeim og er annt um sókn-
arkirkjuna sína og leitar til hennar.
En telur hún þörf á að breyta skipu-
lagi þjóðkirkjunnar?
„Ég tel að skipulagið sé í grunn-
inn mjög gott. En lífið heldur áfram
og þess vegna verðum við að byggja
á þessum góða grunni með tilliti til
þróunar samfélagsins. Við þurfum
t.d. að nýta okkur tiltæka fjölmiðla,
við tölum ekki bara af prédik-
unarstóli eins og áður,“ sagði Agnes.
– Núverandi biskup Íslands hefur
minnst á neikvæða orðræðu og nei-
kvæða þætti í þjóðfélaginu eftir
hrun. Hvað segir þú um það?
„Ég tel að farsæld okkar felist í
því að vera jákvæð. Mér finnst bisk-
up hafa það hlutverk gagnvart þjóð-
inni að halda voninni á lofti. Segja
aftur og aftur að það sé von. Það að
hafa von gefur svo mikið fyrir fram-
tíðina og lífið.“
Kristnir þurfa að standa saman
– En hver er afstaða þín til ann-
arra trúfélaga og trúarbragða?
„Það er miklu meiri samvinna á
milli kristinna trúfélaga en var, mið-
að við það sem var,“ sagði Agnes.
„Kristnir menn þurfa að standa
saman, hvort sem þeir tilheyra þjóð-
kirkjunni eða öðrum kristnum söfn-
uðum. Hvað varðar önnur trúar-
brögð þurfum við að virða trú hvert
annars.“
– Málefni samkynhneigðra ber
gjarnan á góma þegar rætt er um
þjóðkirkjuna. Þarf hún að koma
meira til móts við óskir samkyn-
hneigðra?
„Kirkjan verður að taka á móti öll-
um af virðingu og kærleika. Það
skiptir ekki máli hvort fólk er sam-
kynhneigt eða ekki. Telji samkyn-
hneigðir að kirkjan hafi ekki staðið
sig gagnvart þeim þá vil ég heyra
þær raddir eins og aðrar.“
Agnes kvaðst hafa lýst því yfir að
hún vildi fylgja jafnréttisstefnu
þjóðkirkjunnar og stuðla að því að
fólk hefði jafnan rétt og möguleika
án tillits til kynferðis. „Ég mun hafa
þetta í huga þegar ég tekst á við
mál.“
– En fyrir hvað stendur M. í nafn-
inu þínu?
„Margrétardóttir. Þetta er frá því
ég var unglingur. Mér fannst ein-
kennilegt að vera ekki kennd við
báða foreldra mína og tók því upp
þetta millinafn.“
– Hvernig verður nýja bisk-
upsfjölskyldan?
„Ég á móður á lífi og þrjú systkini.
Svo á ég fyrrverandi eiginmann og
við eigum þrjú uppkomin börn, tvær
tengdadætur og eitt barnabarn.“
– Munt þú horfa með söknuði til
Bolungarvíkur?
„Já, það mun ég gera. Ég hef átt
þar gott líf í nærri 18 ár. Þar býr frá-
bært fólk sem hefur borið mig á
höndum sér alla tíð. Það verður mik-
ill söknuður að fara frá Bolung-
arvík,“ sagði Agnes M. Sigurð-
ardóttir að endingu.
„Það að hafa von gefur svo mikið“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðandi biskup Séra Agnes var á Dómkirkjuloftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. F.v.: Séra Hulda Hrönn M. Helga-
dóttir, séra Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup, og elsti sonur Agnesar, dr. Sigurður Hannesson.
Séra Agnes M. Sigurðardóttir var kjörin biskup Íslands Hún verður fyrsta konan sem gegnir
embættinu Biskupsvígsla verður á Jónsmessu, 24. júní, og tekur Agnes við embætti 1. júlí nk.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
Sjö félagar úr Félagi íslenskra stór-
meistara fara á morgun til Porto-
roz í Slóveníu undir forystu Frið-
riks Ólafssonar, sem árið 1958
tefldi þar á millisvæðamóti og lagði
að velli Bobby Fischer, en þeir
höfnuðu í 5. til 6. sæti á mótinu.
Skák Friðriks og Fischers var síðar
valin skák 20. aldarinnar af íslensk-
um skákmönnum. Hinir stórmeist-
ararnir eru Helgi Ólafsson, Mar-
geir Pétursson, Jón L. Árnason,
Jóhann Hjartarson, Helgi Áss Grét-
arsson og Þröstur Þórhallsson.
„Þetta er svona til að rifja upp
gamlar minningar um þetta mót.
Þetta er svona hálfgerð Mekkaferð.
Okkur fannst bara ágætt, af því að
við höfum haldið árlega fundi, að
hafa einn þarna,“ sagði Friðrik
Ólafsson um ferðina. „Þetta byggist
allt á mótinu í Portoroz. Það á að
rifja upp helstu atburðina í mótinu
og það sem þar skeði og heima-
menn ætla að fara ofan í söguna
með okkur. Þeir sem tefldu þarna
urðu síðar margir með þekktustu
skákmeisturum heims. Af þeim sex
sem unnu sér rétt í úrslitakeppnina
urðu þrír síðar heimsmeistarar.
Þetta er eitthvað sem gleymist ekki
í íslenskri skáksögu. Þetta var
fyrsta mótið þar sem ég sló í gegn,“
sagði Friðrik. Hann segir mótið
hafa verið mjög sterkt og að Fisc-
her hafi þarna stigið sín fyrstu spor
á alþjóðavettvangi, 15 ára gamall. Í
ferðinni stendur til að halda skák-
mót þar sem stórmeistararnir tefla
við skákmenn úr héraðinu.
ipg@mbl.is
Á skáksöguslóðir í Slóveníu
Sjö íslenskir stórmeistarar í „hálfgerða Mekkaferð“
Heimsækja bæinn þar sem Friðrik sigraði Fischer 1958
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Skákdagur Hér tefla Friðrik og
Nansý Davíðsdóttir á Bessastöðum.
„Þetta er kall tímans eftir konu,“
sagði séra Sigurður Árni Þórð-
arson um úrslit biskupskjörsins.
Hann var í framboði ásamt séra
Agnesi M. Sigurðardóttur í síðari
umferð kosninganna.
Sigurður taldi skýr kosn-
ingaúrslit einnig endurspegla að
hluta þátttöku kirkjunnar í upp-
gjöri hrunsins. Þá hafi kall tímans
eftir konu að einhverju leyti verið
uppgjör við kynferðisbrotamál
sem hafi verið kirkjunni bæði sár
og þungbær síðustu árin.
„Ég vil færa Agnesi og bisk-
upsstarfi hennar blessunaróskir,“
sagði Sigurður. Hann sagði suma
segja embættið vera erfiðasta
starf á Íslandi. „En ég hef sagt að
þessu starfi fylgi miklir mögu-
leikar. Ég tel mikilvægt að við-
urkenna í verki að kirkjan er að
starfi um allt land og hefur starfað
mjög vel. Hún er farvegur nýrra
möguleika. Það eru mikil tækifæri
til áherslubreytinga. Ég hef verið
málsvari breytinga og þess að
kirkjan nútímavæðist.“
Sigurður sagði að sem biskup
gæti Agnes verið í forystu fyrir nú-
tímavæðingu kirkjunnar og það
væri bæði hennar og allra annarra
að svara því kalli.
„Ég sit á kirkjuþingi og mun
vinna þar að auknu dreifræði, auk-
inni þátttöku leikmanna í kirkju-
legu starfi og áhrifum innan kirkj-
unnar. Ég tel að þess þurfi með,“
sagði Sigurður.
„Kall tímans eftir konu“
SÉRA SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON
„Ég vil færa Agnesi og biskupsstarfi
hennar blessunaróskir,“ sagði Sigurður.
Séra Agnes M. Sigurðardóttir
fæddist á Ísafirði 19. október
1954, dóttir Sigurðar Kristjáns-
sonar, sóknarprests á Ísafirði
og prófasts í Ísafjarð-
arprófastdæmi, og Margrétar
Hagalínsdóttur ljósmóður.
Agnes varð stúdent frá MÍ
1975 og lauk cand. theol-prófi
við Háskóla Íslands 1981. Hún
fór í framhaldsnám í prédik-
unarfræði í Uppsölum í Svíþjóð
1997. Hún lærði á píanó við Tón-
listarskóla Ísafjarðar og Tónlist-
arskóla Reykjavíkur og orgel við
Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Agnes var æskulýðsfulltrúi
þjóðkirkjunnar 1981-86, varð
sóknarprestur 1986 og hefur
verið prófastur frá 1999.
Agnes var gift Hannesi Bald-
urssyni tónlistarmanni og eiga
þau þrjú uppkomin börn, Sig-
urð, Margréti og Baldur.
Prestur og
prófastur
VERÐANDI BISKUP
Skannaðu kóðann
til að sjá viðtal við
Agnesi .
Stakar stangir á lausu á komandi veiðisumri
• 27/6 - 30/6
• 15/7 - 18/7
• 21/7 - 24/7
• 19/8 - 22/8
• 10/9 - 13/9
Hofsá í Vopnafirði
Veiðiklúbburinn Strengur ehf
Skipholti 35
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir Orri, orri@sela.is
Veiðileyfi á laxasvæðinu
Þriggja til sex daga leyfi