Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur
veitti forstjóra fyrirtækisins umboð
í gær til viðræðna við fulltrúa ís-
lenskra lífeyrissjóða um verkefn-
isfjármögnun Hverahlíðarvirkj-
unar. Í samþykkt stjórnar OR segir
að viðræðurnar snúist m.a. um að
stofnað verði sérstakt fyrirtæki
með þátttöku Orkuveitunnar um
byggingu orkuvers á Hverahlíð-
arsvæðinu og sölu þess fyrirtækis á
orku til Norðuráls að öðrum skil-
yrðum uppfylltum. „Í samnings-
forsendum skal m.a. tryggt að ekk-
ert framsal eigi sér stað á
eignarrétti að orkuauðlindum, sem
og að tryggt verði að eignarhald á
öllum mannvirkjum og rekstri
þeirra falli til Orkuveitunnar að
nánar skilgreindum tíma liðnum.
Samningar, ef til þess kemur, skulu
háðir fyrirvara um samþykki
stjórnar Orkuveitunnar og eigenda
Orkuveitunnar,“ segir í samþykkt
stjórnarinnar.
Samþykktin var harðlega gagn-
rýnd af fulltrúa VG í stjórninni, Sól-
eyju Tómasdóttur.
Rætt við líf-
eyrissjóði um
Hverahlíðina
Stjórn OR veitir
forstjóra umboð
Morgunblaðið/RAX
Virkjun Orkuveita Reykjavíkur
áformar virkjun í Hverahlíð.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Velferðarnefnd Alþingis hefur lagt
fram frumvarp til breytinga á lögum í
þeim tilgangi að skýra heimildir land-
læknis til þess að afla persónugrein-
anlegra upplýsinga við eftirlit með
gæðum heilbrigðisþjónustu. Tilefnið
er álit Persónuverndar sem komst að
þeirri niðurstöðu að lagastoð skorti til
þess að afhenda megi landlækni per-
sónugreinanlegar upplýsingar, m.a
frá lýtalæknum vegna PIP-brjóstap-
úðamálsins. Einnig álítur Persónu-
vernd að ekki sé nauðsynlegt að kalla
eftir upplýsingunum því þær varði
ekki líf og heilsu kvennanna.
„Meirihluti nefndarinnar var ósam-
mála hvoru tveggja, það eru velferð-
arráðuneytið og landlæknir líka. Við
leggjum áherslu á að landlæknir þarf
að hafa heimildir til að fá þær upplýs-
ingar og gögn sem hann telur sig
þurfa til að geta sinnt eftirlitsskyldu
sinni,“ segir Álfheiður Ingadóttir, for-
maður velferðarnefndar. „Við viljum
breyta lagaákvæðinu þannig að það
sé skýrt hvernig á að fara með upp-
lýsingarnar, að þær lifi bara á meðan
eftirlitið stendur yfir, eftir það sé
þeim eytt. Ef einhver telur að land-
læknir hafi ekki heimild til að kalla
eftir persónuupplýsingum getur verið
að við þurfum að herða lögin enn frek-
ar og setja skýra heimild um að hann
geti það. Við erum að skoða það,“ seg-
ir Álfheiður. Hún gerir ráð fyrir að
frumvarpið fari í umræðu á þingi í
næstu viku.
Velferðarnefnd hélt fund í gær þar
sem hún fékk fulltrúa frá Persónu-
vernd, landlækni og velferðarráðu-
neytinu til þess að fara yfir álit Per-
sónuverndar vegna fyrirspurnar
Læknafélagsins varðandi skyldur
lýtalækna til að afhenda landlækni
persónugreinanlegar upplýsingar.
„Mér finnst alvarlegt mál ef Persónu-
vernd ætlar að ákveða hvað teljast
nauðsynlegar upplýsingar og hvað
skiptir máli í eftirliti landlæknis. Enn
hafa yfirvöld ekki getað fengið upp-
lýsingar um hvaða konur fengu
PIP-brjóstapúða og hvernig hægt er
að ná í þær. Við teljum einsýnt að
þetta stefni heilsu kvennanna í hættu
og með því að veita landlækni upplýs-
ingarnar megi forðast frekara heilsu-
tjón,“ segir Álfheiður.
Landlæknir á að geta fengið persónuupplýsingar
Mauk PIP-brjóstapúði sem var fjar-
lægður úr konu á Landspítalanum.
Velferðarnefnd er ósammála úrskurði Persónuverndar og vill breyta lögunum
Mennta- og menningarmálaráð-
herra skipaði í byrjun árs 2010
nefnd til þriggja ára til að fylgja eft-
ir stefnu um notendaviðmót á ís-
lensku í skólum og hins vegar til að
gera áætlun um aðrar aðgerðir sem
tilgreindar eru í málstefnunni um ís-
lensku í tölvuheiminum.
Íslenska kom illa út í skýrslu um
stöðu tungunnar gagnvart nýrri
upplýsingatækni í 30 Evrópulöndum
eins og sagði frá í Morgunblaðinu í
gær. Þar kom fram að íslenskan
væri illa búin undir framfarir í upp-
lýsingatækni.
Í mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu fengust þær upplýs-
ingar að verið væri að vinna að til-
lögum til úrbóta í þessu máli, meðal
annars með skipun nefndarinnar. Þá
er sett það markmið í íslenskri mál-
stefnu að íslensk tunga verði nothæf
og notuð á öllum þeim sviðum innan
tölvu- og upplýsingatækninnar sem
varða daglegt líf alls almennings.
Til er stefna
um íslensku í
tölvuheiminum
Spennan er í hámarki því í kvöld kl. 20.05
fer fram úrslitaviðureign Skólahreysti MS.
Frítt inn á keppnina í Laugardalshöll og
bein útsending á RÚV til kl. 22.
Ekki missa af þessu!
Gangi ykkur vel krakkar
Kíkið á
Skólahrey
stisíðuna
á Faceboo
k
og skolah
reysti.is