Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Björgvin G. Sigurðsson þing-maður væntir þess að hreinar línur verði komnar í aðlögun að ESB fyrir næstu kosningar. Þetta er eðlilegt mat hjá Björgvini, enda hefur enginn nennt að segja hon- um að þetta standi ekki til.    Ingibjörg Sólrún ákvað á sínumtíma að Björgvin banka- málaráðherra henn- ar fengi ekkert að vita um að íslenskir bankar kynnu að vera í vanda.    Forstjóri Fjár-málaeftirlits- ins, sem heyrði undir Björgvin, sagðist aðeins einu sinni hafa hitt hann á árunum fyr- ir hrun. Það gæti þess vegna hafa verið óvart úti í búð. Um miðja síðustu öld var t.d. ekki rætt um veikindi fólks á heimilum svo börn heyrðu til.    Þegar Glitnir rak upp kvalaópinog haldinn var neyðarfundur var Björgvini bankamála ekki sagt frá honum og það fyrsta sem hann frétti var að Jón Ásgeir krafðist þess að hann kæmi til sín um miðja nótt og sæti þar undir skömmum rétt eins og ráðherrann væri einn af körlunum á köss- unum.    Þegar þingið logaði í vor, þarsem vitað var að ekki var lengur meirihluti fyrir ákæru á Geir, mætti Björgvin ekki til at- kvæðagreiðslu, sem var eðlilegt því enginn hafði sagt honum að það væri fundur, hvað þá annað.    Nú væri tilvalið að sjálf-umglaðir í Kastljósi fengju Björgvin í viðtal og spyrðu hann hvort hann mæti það svo að lands- dómur lyki senn störfum. Þetta er jú eitt af því sem þjóðin á rétt á að fá að vita. Björgvin G. Sigurðsson Björgvin telur STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 4 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 3 snjókoma Vestmannaeyjar 5 skýjað Nuuk -2 heiðskírt Þórshöfn 3 skýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 10 skúrir Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 11 heiðskírt Lúxemborg 7 skúrir Brussel 10 skúrir Dublin 6 skúrir Glasgow 7 alskýjað London 12 skýjað París 12 alskýjað Amsterdam 10 skýjað Hamborg 13 léttskýjað Berlín 15 heiðskírt Vín 19 léttskýjað Moskva 18 léttskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 18 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 22 heiðskírt Winnipeg 10 skýjað Montreal 7 skýjað New York 15 heiðskírt Chicago 16 alskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:15 21:37 ÍSAFJÖRÐUR 5:06 21:55 SIGLUFJÖRÐUR 4:49 21:39 DJÚPIVOGUR 4:41 21:10 Fjölbreytt dagskrá var í Mýrdals- hreppi í gær á Degi umhverfisins, 25. apríl, sem er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta nátt- úrufræðings Íslendinga. Í ár voru 250 ár liðin frá fæðingu Sveins, sem heimamenn nefna einn af merkustu sonum Víkur. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra heimsótti íbúa Mýrdals- hrepps í gær af þessu tilefni og af- hjúpaði m.a. minnisvarða um Svein sem sveitarfélagið hefur látið reisa á Guðlaugsblettinum svonefnda. Einnig var dagskrá í Leikskálum þar sem flutt voru erindi um líf og störf Sveins. Börn úr Víkurskóla tóku þátt í dagskránni, auk þess sem afrakstur þemaviku skólans var til sýnis. Mýrdalshreppur tók einnig þátt í málþingi á þriðjudag um ævi og störf Sveins sem haldið var í Öskju ásamt umhverfisráðuneytinu, Læknafélagi Íslands og Land- græðslu ríkisins. Minntust að 250 ár eru frá fæðingu Sveins Pálssonar Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhjúpar skilti í Vík í Mýrdal. Hádegisverðartilboð Tvíréttað í hádegi frá 1.890,- Fljót og góð þjónusta Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is Sævar Ingþórs- son, líffræðingur og doktorsnemi, var útnefndur „Ungur vís- indamaður árs- ins 2012 á Land- spítala“. Þetta var til- kynnt á uppskeruhátíð vísindastarfs á spítalanum, Vísindum á vordögum, sem hófust í gær. Sævar er fæddur árið 1981 og lauk BS-prófi í líffræði frá raunvís- indadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaraprófi í líf- og læknavís- indum frá læknadeild Háskóla Ís- lands 2008. Hann hóf doktorsnám í líf- og læknavísindum við lækna- deild HÍ 2009 og starfar á rann- sóknastofu í stofnfrumufræðum sem rekin er af Magnúsi Karli Magnússyni prófessor og Þórarni Guðjónssyni dósent. Samhliða rannsóknum sínum hef- ur Sævar leiðbeint íslenskum og er- lendum nemum sem koma á rann- sóknastofuna í styttri verkefni, ásamt kennslu í vefjafræði við læknadeild. Sævar hefur hlotið ýmsa rann- sóknarstyrki, m.a. frá Rannís, Há- skóla Íslands og Landspítalanum. Ungur vís- indamaður Landspítala Sævar Ingþórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.