Morgunblaðið - 26.04.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við verjum einum þriðja afárinu í Kenýa, einumþriðja í Skaftártungu ogeinum þriðja í Hafnar-
firði,“ segir Elín Þorgeirsdóttir en
hún og maður hennar, Borgar Þor-
steinsson, hafa undanfarin fimmtán
ár rekið ferðaþjónustufyrirtæki í
Kenýa undir nafninu Afríka ævin-
týraferðir. Þar fyrir utan reka þau
ferðaþjónustu í Hrífunesi í Skaft-
ártungu yfir íslenska sumartímann.
Og þau halda líka heimili í Hafnar-
firði. Elín segir þessa ævintýraþrá
eiga rætur sínar í því að áður en
hún og Borgar kynntust hafði hann
ferðast mikið um Afríku sem og um
Suður-Ameríku. „Hann var því
heillaður af ferðalögum þegar við
tókum saman og við lögðum saman
upp í okkar fyrstu ævintýraferð ár-
ið 1997, keyrðum á gömlum Land
Rover frá Danmörku, þar sem við
bjuggum þá, niður til Afríku. Með í
för var níu mánaða sonur okkar og
annar níu ára. Við bjuggum í kúlu-
tjöldum í fjóra mánuði í þessu fæð-
ingarorlofi. Þetta var frábær tími,“
segir Elín og bætir við að fleira fólk
hafi verið með í ferðinni og að þau
hafi keyrt í gegnum Austur-Evrópu
á leið sinni suður. „Fyrir vikið var
Evróputúrinn heilmikil upplifun og
þaðan fórum við svo til Sýrlands og
Jórdaníu. Það var mikið ævintýr að
fara í gegnum þessi lönd og við
enduðum ferðina í Kenýa. Við vor-
um svo heilluð af því að vera á
ferðalagi að við ákváðum að í stað
þess að vera alltaf að safna fyrir
nýrri ferð þá myndum við gera
þetta að lífsstíl, með börnunum
okkar. Þá stofnuðum við Afríku æv-
intýraferðir.“
Klæðskerasníða ferðir
Þau eru búin að fara í ótal
ferðalög síðan Land Rover-ferðinni
góðu lauk. „Við erum búin að fara
með þúsundir Íslendinga til Afríku.
Við förum mest með fólk um Aust-
ur-Afríku, til landanna í kringum
Viktoríuvatn, Úganda, Kenýa, Tan-
saníu og Rúanda. Við skipuleggjum
ferðirnar og erum leiðsögumenn
sjálf en við erum líka með innfædda
leiðsögumenn í fámennari ferð-
unum. Við klæðskerasníðum ferðir
fyrir ólíka hópa eftir þeirra óskum
og því eru ferðirnar fjölbreyttar,
safaríferðir til að skoða villta dýra-
lífið, gönguferðir á fjallið Kilimanj-
aró, ferðir á slóðir górilla, allskonar
þemaferðir og kennaraferðir. Eitt
sinn vorum við með sérstaka
kvennaferð en í henni voru tuttugu
konur á aldrinum 20-80 ára. Og þar
sem ég er félagsfræðingur skipu-
lagði ég ferð fyrir félag félags-
fræðinga þar sem við tókum upp
efni í Afríku til að nota í kennslu
fyrir framhaldsskólanema,“ segir
Elín og bætir við að hún og Borgar
skiptist á að fara í ferðirnar svo
annar aðilinn geti verið heima að
sinna fjölskyldunni. „Við eigum
þrjá drengi og þeir yngri eru á
skólaaldri og við höldum því heimili
yfir veturinn í Hafnarfirði. En við
vorum samt öll fjölskyldan úti í
Kenýa í desember og janúar síðast-
liðinn og héldum þar jólin. “
Geta talað svolítið svahílí
Þegar Elín er spurð að því
hvað sé svona heillandi við Afríku
svarar hún því að hún sé ósnortin.
„Þar er svo margt að sjá og upplifa.
Allt er svo frábrugðið því sem við
þekkjum hér heima á Íslandi.
Mannlífið heillar óskaplega mikið,
villta dýralífið, náttúrufegurðin og
umhverfið. Græni liturinn er ótrú-
Búa ýmist í Kenýa
eða í Skaftártungu
Þau ákváðu að gera ferðir á framandi slóðir að lífsstíl, í stað þess að vera alltaf að
safna fyrir nýrri ferð. Þau stofnuðu Afríka ævintýraferðir og hafa átt annað heim-
ili í Kenýa síðan. Á sumrin reka þau gistiþjónustu í Hrífunesi í Skaftártungu.
Afrísk fegurð Samburu-konur í Umoja, kvennaþorpi í Norður-Kenýa.
Fjölskyldan við hafið Elín lengst til vinstri, Máni, Borgar, Þorgeir og
Steinn ásamt vinunum Mikhail og Sthepanie í Kenýa um síðustu jól.
Franski hönnuðurinn Anna Michalak,
sem kallar sig Önnu Chocola, er
frönsk að uppruna en býr nú í bresku
borginni Brighton. Anna er listamað-
ur og lausapenni en hún hannar dálít-
ið gamaldags og fallega hatta í
frönskum stíl. Þá má sjá á vefsíðuni
annachocola.com sem Anna heldur
út og hefðu örugglega bæði Edith Pi-
af og Coco Chanel ánægðar látið sjá
sig með svona fínirí á höfðinu.
Hattarnir hennar Önnu er í ýmsum
litum og gerðum. Sumir væru til-
valdir í rigningarúða á miðju vori,
gráköflóttir eða rósóttir, en aðrir eru
sparilegri með slöri og dúllum og
henta frekar til að vera með í sumar-
brúðkaupi. Hægt er að kaupa hönnun
Önnu á eBay þannig að þau ykkar
sem líst vel á hönnun hennar geta
auðveldlega verslað við hana. Sann-
arlega skemmtilegir og öðruvísi fylgi-
hlutir í frönskum stíl.
Vefsíðan www.annachocola.com
AFP
Skraut Algeng sjón er að sjá fagurlega skreytt höfuð sem þessi í Bretlandi.
Hattar í frönskum stíl
Brim 2012, sýning nemenda á list-
námsbraut við Borgarholtsskóla,
verður opnuð í dag, fimmtudag 26.
apríl, klukkan 17. Þeir 25 nemendur
sem eiga verk á sýningunni hafa sér-
hæft sig í margmiðlun, nánar tiltekið
prent- og skjámiðlun. Verk þeirra eru
fjölbreytt, m.a. er að finna ljós-
myndaverk, skjáverk, vefsíður og þrí-
víddarverk.
Sýningin er haldin í Brimhúsinu á
Miðbakka við Geirsgötu og stendur
til 29. apríl, en opið er alla sýning-
ardagana frá kl. 14 til 18.
Endilega …
… skoðið listaverk á Brim
Fjölbreytt Verk nemendanna sem taka þátt í sýningunni eru af ýmsum toga.
VOR 2012
EIKJUVOGI 29, 104 RVK | Sími 694 7911 | OPIÐ: mán. - fim. 12–18, fös. 12–16
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Fjarðarkaup
Gildir 26. - 28. apr. verð nú áður mælie. verð
Svínakótelettur úr kjötborði .............................. 1.198 1.598 1.198 kr. kg
Nautagúllas úr kjötborði................................... 1.798 2.198 1.798 kr. kg
Lambainnralæri úr kjötborði ............................. 2.998 3.398 2.998 kr. kg
Hamborgarar, 4x80 g m/brauði ........................ 576 680 576 kr. pk.
Fjallalambs valið saltkjöt.................................. 1.698 2.098 1.698 kr. kg
Ísfugl frosinn kjúklingur .................................... 598 698 598 kr. kg
Hagkaup
Gildir 27. - 29. apr. verð nú áður mælie. verð
Holta ferskur kjúklingur heill ............................. 749 998 749 kr. kg
Holta úrb. skinnl.bringur magnp........................ 2.283 2.854 2.283 kr. kg
Holta kjúklingaleggir í texaskryddl. .................... 699 998 699 kr. kg
Hotla kjúklingaleggir Indland ............................ 699 998 699 kr. kg
Myllu tómatbrauð ............................................ 299 459 299 kr. stk.
Súkkulaðiterta ................................................. 999 1.499 999 kr. stk.
Helgartilboðin