Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 19

Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 23:30 Opið um helgar frá 18:00 - 23:30 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar ÞRÍR FRAKKAR Café & Restaurant Nýr soðinn rauðmagi í hádeginu www.tskoli.is Uppskerudagur Opið hús í Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, laugardaginn 28. apríl kl. 13:00 – 16:00. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það mjög miður að versl- unarfyrirtæki hafi í auknum mæli opið 1. maí, svo fjöldi starfsmanna fær ekki frí á þessum baráttudegi verkafólks. Stefán Einar Stefánsson, for- maður VR, gagnrýndi í opnu bréfi í Morgunblaðinu í gær þá ákvörðun Kringlunnar og Smáralindar að hafa opið 1. maí og fór hann þess á leit við forsvarmenn þeirra að endurskoða þessa ákvörðun. Það ætla þeir hins vegar ekki að gera. Ályktun frá miðstjórn ASÍ Miðstjórn ASÍ fjallaði um málið í gær og sendi frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega fyrirætl- unum verslanamiðstöðva og fleiri að hafa búðir opnar 1. maí baráttudegi verkalýðsins. „Dagurinn er frídagur verslunarfólks eins og alls annars launafólks á Íslandi og hefur svo ver- ið um áratugaskeið. Miðstjórnin harmar allar tilraunir til að breyta þessu og hvetur neytendur til að sniðganga verslanir sem hafa opið þennan dag,“ segir í ályktuninni. Færst hefur í vöxt að verslanir séu opnar 1. maí en Gylfi segir virð- ingarvert af stjórnendum Bónuss að hafa ætíð lokað á þessum degi. „Ég tek undir með Stefáni Ein- ari að þetta er vond leið hjá fyr- irtækjunum að leyfa ekki starfsfólk- inu að eiga þennan baráttudag fyrir sig,“ segir Gylfi og bendir á að við þær erfiðu aðstæður sem ríkja á vinnumarkaði felist í opnun versl- ananna undirliggjandi hótun, þó að hún sé ekki orðuð beinum hætti. Vegna aðstæðnanna hafi fólk ekki val heldur sé gert að mæta í vinnuna. Skilur sjónarmið VR Samtök verslunar og þjónustu skipta sér ekki af afgreiðslutímum verslana, að sögn Andrésar Magn- ússonar, framkvæmdastjóra SVÞ. Það sé Kringlunni og Smáralind al- gerleg í sjálfsvald sett að ákveða af- greiðslutímann. „Þróunin hefur ver- ið í þá átt að hafa lengur opið eftir því sem viðskiptavinirnir vilja. Næt- urafgreiðslan hefur verið nýjasta þróunin sem er til komin vegna þess að það er þörf er fyrir hana. En ég skil út af fyrir sig alveg sjónarmið VR,“ segir Andrés. Með skólafólk í vinnu Mjög er þó misjafnt eftir versl- unum hvar opið er 1. maí. Þannig hafa stjórnendur Bónuss haldið fast við þá venju að allar Bónusversl- anirnar eru lokaðar 1. maí og svo verður einnig að þessu sinni, skv. upplýsingum sem fengust hjá fyr- irtækinu. Hagkaupsverslanir hafa hins vegar verið opnar á þessum degi og opið verður bæði í Krónunni og Nóatúnsverslununum. Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krón- unnar, segir að verslanir Krónunnar hafi verið opnar 1. maí á und- anförnum árum og engin breyting verði á því nú. Afgreiðslutíminn verði eins og venjulega. Hann segir að starfsmönnum sé hins vegar frjálst að taka sér frí á þessum degi ef þeir kjósi svo. „Við erum ekki mik- ið með fastafólkið í vinnu heldur er meira um að skólafólk sinni þessu,“ segir Kristinn. Stefán Einar segist hafa skiln- ing á því að nauðsynlegt geti verið að halda ákveðinni grunnþjónustu gangandi á þessum degi. Þróunin hafi hins vegar verið í þá átt að margar verslanir eru opnar 1. maí. Á seinasta ári bar 1. maí upp á sunnu- degi og þá var lokað bæði í Smára- lind og Kringlunni. Það bendi til að þessar ákvarðanir séu byggðar á út- reikningum um hversu líklegt sé að fjöldi viðskiptavina komi í versl- unarmiðstöðvarnar. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir 1. maí vera lögbundinn frí- dag og þróunin á engan hátt frábrugðin því sem á sér stað á öðr- um lögbundnum frídögum. „Við höf- um séð t.d. að í kringum jól og páska hafa fyrirtæki sem tengjast þjónustu og verslun verið með opið. Við verð- um bara að átta okkur á því að það koma svo margir ferðamenn, og þó að ekki væri nema af þeirri ástæðu verður að hafa opið á helstu stöðum þar sem þeir vilja eiga viðskipti eða fá þjónustu. Þjóðfélagið er að breyt- ast og vegna fjölda ferðamanna sér- staklega gengur það ekkert lengur að loka helstu þjónustu- og versl- unarkjörnum,“ segir hann. ASÍ hvetur fólk til að sniðganga verslanir Morgunblaðið/Eggert Verslun Forystumenn launþegasamtaka gagnrýna að opið verður í versl- unarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind á baráttudegi verkafólks. Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar sögðu við mbl.is í gær að ekki verði hætt við að hafa opið 1. maí þrátt fyrir ósk- ir formanns VR í Morg- unblaðinu í gær. Versl- unarmiðstöðvarnar hafa verið opnar á þessum degi und- anfarin átta ár hið minnsta og eru jafnan mjög vel sóttar af viðskiptavinum 1. maí. Í fyrra var þó lokað þar sem 1. maí bar upp á sunnudegi. „Kringlan hefur ákveðið að hún verði opin fyrir við- skiptavinum þennan dag, en kaupmönnum er ekki skylt að hafa opið, þeim er það í sjálfs- vald sett,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Þetta er frídagur og fólk nýtir oft sitt frí til þess að gera eitthvað sem það hefur ekki tíma til að gera á öðrum dögum. Þannig að svarið er já, ég geri ráð fyrir að hér verði talsvert af fólki að versla,“ sagði hann. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, hafði svipaða sögu að segja. „Viðtökur viðskiptavina eru mjög góðar á þessum degi og gestafjöldi mun meiri en aðra daga,“ sagði Sturla. Halda sínu striki 1. maí KRINGLAN OG SMÁRALIND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.