Morgunblaðið - 26.04.2012, Side 21

Morgunblaðið - 26.04.2012, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Sólskálar -sælureitur innan seilingar Glæsilegir sólskálar lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Gluggar og garðhús Nánari upplýsingar á www.solskalar .is Viðhaldsfríir gluggar og hurðir AFP Elísabet II. Bretadrottning skoðar gulli prýddan drottningarbátinn Gloriana við Greenland Pier í Greenwich í austurhluta Lundúna í gær. Drottning og fjölskylda hennar munu ferðast á bátnum um Tempsá á 60 ára krýningarafmæli Elísabetar í júní og þá munu þúsund bátar taka þátt í kappsiglingu á ánni. Krýningarafmælið undirbúið Kristján Jónsson kjon@mbl.is Newt Gingrich, frambjóðandi í for- kosningum bandarískra repúblik- ana, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Hann ætlar að lýsa yfir stuðningi við að Mitt Romney sem forsetaefni repúblikana í nóvember. Mitt Rom- ney, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, sigraði með yfir- burðum í forkosningum í fimm aust- urríkjum, þ. á m. New York, á þriðjudag. Romney hefur í raun tryggt sér útnefninguna en hann hefur sigrað í forkosningum í 23 ríkj- um og tryggt sér atkvæði 724 kjör- manna af þeim 1.144 sem þarf til. Frjálshyggjumaðurinn Ron Paul, þingmaður frá Texas, mun vafalaust halda áfram baráttunni en útilokað er talið að honum muni takast að skáka Romney. Eftir sigurinn á þriðjudag var Romney sigurreifur, hét stuðnings- mönnum að „betri tíð“ væri nú hafin í Bandaríkjunum. „Undanfarin þrjú ár höfum við séð vonir og drauma hjaðna vegna falskra fyrirheita og veikrar forystu,“ sagði hann. Gingrich hættur við  Romney talinn hafa tryggt sé útnefningu repúblikana Kristján Jónsson kjon@mbl.is Anders Behring Breivik fullyrðir að geðlæknarnir hafi verið í tilfinninga- legu ójafnvægi þegar þeir skrifuðu fyrstu skýrsluna um andlegt heil- brigði hans en einnig segir hann þá hafa gengið erinda stjórnvalda þegar þeir úrskurðuðu hann geðsjúkan. Kom þetta fram í vitnaleiðslum í Ósló í gær þegar fjallað var um sak- hæfi norska fjöldamorðingjans. Breivik, sem berst hart fyrir því að vera ekki úrskurðaður geðsjúkur, sagði 80% skýrslunnar vera lygi. „Þegar ég las þetta hugsaði ég með mér að þetta fólk ætti heima á geð- veikrahæli og ætti að loka það sam- stundis inni,“ sagði hann. Of mikil athygli? Margir hafa gagnrýnt að Breivik skuli hafa fengið jafn langan tíma og raun ber vitni til að lýsa í réttarsaln- um hroðaverkum sínum og þoku- kenndum öfgum. Er spurt hvort ástæða sé til að ýfa þannig sár þeirra sem særðust eða misstu ættingja, hvort fjölmiðlar ættu frekar að taka sig saman um að þegja um manninn. Dálkahöfundurinn James Paterson í blaðinu Sydney Morning Herald segir á hinn bóginn að slík þöggun gæti haft öfug áhrif. „Viðbjóðslegar skoðanir þrífast í myrkrinu,“ segir Paterson. Í huga þeirra brengluðu manna sem styðji Breivik gæti slík ritskoðun gefið til kynna að skoðanir hans séu kraftmeiri og meira sann- færandi en reyndin sé. Húðskammar geðlæknana  Breivik segir þá hafa gengið erinda stjórnvalda Reuters Geðsjúkur?Anders Behring Breivik brosir í réttarsalnum í Ósló í gær. Fórnarlömb tjá sig » Fórnarlömb Breiviks sem komust af og vitni hafa sagt frá reynslu sinni. » Öryggisvörður sagðist hafa séð á eftirlitsmyndavél hvar Breivik lagði bíl sínum, hlöðn- um sprengiefni, við stjórnar- bygginguna í Ósló.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.