Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 28
Elskulegi afi Viktor minn er
dáinn, ég á eftir að sakna þín mik-
ið, elsku afi minn. Það var alltaf
svo gaman að koma til ykkar
ömmu og fá að gista. Þá sofnaði
ég alltaf í afaholu og svaf á milli
þín og ömmu. Alltaf eldaðir þú
svo góðan mat, bestu sykruðu
kartöflur í heimi. Þú varst lista-
kokkur og hafðir gaman af því að
dunda þér í eldhúsinu við mat-
argerðina.
Ég man þegar ég og pabbi fór-
um til Spánar með þér og ömmu
Júllu, það var skemmtileg ferð.
Þér fannst svo gaman að horfa á
Viktor Sigur-
björnsson
✝ Viktor Sig-urbjörnsson
fæddist að Kvistum
í Ölfusi 23. nóv-
ember 1956. Hann
varð bráðkvaddur
á Spáni 1. apríl
2012.
Útför Viktors fór
fram frá Hvera-
gerðiskirkju 14.
apríl 2012.
mig hoppa á tram-
pólíninu. Ég gleymi
aldrei hvað þú
brostir fallega til
mín á meðan ég
sýndi þér listir mín-
ar. Þér leið svo vel á
Spáni í hitanum og
varst farinn að finna
lykt og bragð aftur,
eftir að þú fórst að
vera meira þar. Mig
langaði svo að koma
að heimsækja þig til Spánar og
smakka pizzurnar þínar á Rizzo.
Þú varst alltaf svo duglegur að
vinna, sama hvað þú tókst þér
fyrir hendur. Þegar þú varst að
vinna í Borgarnesi stilltirðu
klukkuna þína fyrr svo þú myndir
mæta tímanlega.
Ég á eftir að sakna þess að sjá
þig ekki aftur, minningar um
góðan afa munu lifa í hjarta mínu.
Ég mun hugsa til þín og passa
ömmu Júllu.
Hvíldu í friði.
Þín afastelpa,
Júlíana.
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
✝ Edda Guð-mundsdóttir
fæddist á Bryggju í
Grundarfirði 21.
febrúar 1923. Hún
lést 17. apríl 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Guð-
mundsson, heildsali
frá Stykkishólmi, f.
8. október 1891, d.
10 janúar 1963, og
Magnþóra Þórisdóttir, hár-
greiðslukona, f. 13. júní 1891, d.
3. maí 1954. Uppeldisbróðir
hennar var Þórir Kjartansson,
lögfræðingur, f. 6. júní 1909, d.
13. júní 1974, kona hans var
Steinunn Sveinsdóttir, hús-
móðir, f. 1. febrúar 1911, d. 3.
desember 2002.
Lengst af var
heimili Eddu að
Laufásvegi 3 í
Reykjavík. Hún
vann við aðstoð-
arstörf í Fé-
lagsbókbandinu
1938-1975, hjá Gu-
tenberg 1975-1976
og í ritfangadeild
Kassagerðar
Reykjavíkur 1981-
1989. Edda var formaður
kvennadeildar Bókbind-
ararfélags Íslands 1967-1974 og
sat í stjórn Bókbindarafélagsins
þann tíma.
Útför Eddu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 26.
apríl 2012, kl. 11.
Sigríður Edda Guðmundsdótt-
ir eða Edda á Laufás eins og við í
fjölskyldunni nefndum hana
gjarnan er látin eftir erfið veik-
indi. Edda var kjördóttir lang-
ömmu okkar, Magnþóru Magnús-
dóttur, og eiginmanns hennar,
Guðmundar Guðmundssonar,
heildsala frá Stykkishólmi, en þau
bjuggu í hjarta bæjarins að Lauf-
ásvegi 3 sem var fallegt timbur-
hús með sérstökum garði sem
skartaði fágæta gosbrunn sem fá-
títt var í þá daga. Heimilið var
mjög gestkvæmt og oft glatt á
hjalla. Hún ólst upp við mikið ást-
ríki foreldranna og bróður síns,
Þóris Kjartanssonar, uns hann
kvæntist. Eftir að foreldrar henn-
ar dóu bjó Edda í áratugi á Lauf-
ásveginum og þaðan eigum við
margar góðar minningar. Edda
var á margan hátt sérstök kona.
Hún hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og var
óhrædd við að láta þær í ljós. Hún
var barngóð og hafði unun af
ungabörnum. Ávallt mundi hún
eftir afmælisdögum okkar og
aldrei gleymdi hún sængurgjöf
þegar nýr einstaklingur kom í
heiminn.
Það var henni mikið gleðiefni
þegar móðursystir okkar, Magn-
þóra, skírði frumburð sinn í höf-
uðið á henni og var Edda yngri
hennar sólargeisli alla tíð þó að
höfin skildu að en Edda yngri hef-
ur búið erlendis síðustu áratugi.
Þær héldu ávallt sérstöku sam-
bandi og voru hvor annarri ákaf-
lega góðar. Hún Edda yngri mat
það líka mikils hversu vel Edda
reyndist móður hennar þegar hún
þurfti hjálpar við á erfiðu tímabili
í lífi sínu en hún féll frá í blóma
lífsins frá ungum börnum og var
öllum harmdauði.
Edda hefur verið tíður gestur í
fjölskylduboðum alla tíð og eftir
að móðir okkar sem var mjög
ræktarsöm við Eddu veiktist al-
varlega hefur Edda iðulega verið
gestur á heimilum okkar systkina.
Edda starfaði við bókband í
árafjöld og var félagi í prentara-
félaginu. Þaðan átti hún góðar
vinkonur sem héldu saumaklúbb
um áraraðir. Síðustu árin hafa
verið Eddu erfið vegna veikinda
og síðustu misserin bjó hún á
dvalarheimili aldraðra við Dal-
braut þar sem hún hlaut einstaka
umönnun.
Við leiðarlok þökkum við Eddu
samfylgdina. Sigfríði vinkonu
hennar sem var hennar helsta
hjálparhella og sinnti henni fá-
dæma vel dag hvern síðasta ára-
tuginn færum við innilegt þakk-
læti.
Systkinin
Ingibjörg, Steinunn,
Margrét, Þórir og Tómas.
Edda missti föður sinn ung og
var tekin í fóstur og síðar ættleidd
af föðurbróður sínum og konu
hans, þeim Guðmundi Guðmunds-
syni heildsala og Magnþóru
Magnúsdóttur hárgreiðslukonu í
Reykjavík. Uppeldisbróðir henn-
ar var Magnús Þórir Kjartansson
lögfræðingur. Þótt hún væri skírð
Sigríður Edda, notaði hún alltaf
Eddunafnið. Edda giftist ekki og
var barnlaus. Hún starfaði við
bókband alla sína starfsævi.
Nú er komið að kveðjustund.
Edda frænka var kletturinn í lífi
mínu. Hjá henni átti ég og mitt
fólk alltaf öruggt skjól. Hún skaut
skjólshúsi yfir mömmu og okkur
systkinin þegar foreldrar okkar
skildu. Edda bjó lengi vel á upp-
eldisheimili sínu á Laufásvegi 3.
Þar átti ég mitt annað heimili.
Mamma mín lést þegar ég var 16
ára og má því segja að þar með
hafi Edda tekið við móðurhlut-
verkinu. Ég hef búið í Bandaríkj-
unum um árabil og hefur Edda
heimsótt okkur þangað í nokkur
skipti. Ég veit að það var henni
erfitt þar sem hún var svo flug-
hrædd, en hún kom samt. Mér er
það í fersku minni þegar hún kom
til okkar nýkomin úr erfiðum upp-
skurði. Ég ætlaði ekki að þekkja
hana á flugvellinum, svo mikið
höfðu veikindin markað hana.
Aldrei kvartaði hún þrátt fyrir
mikil veikindi til lengri tíma. Það
var engin ástæða að hennar mati
að búa til áhyggjur fyrir mig, bú-
setta svona langt frá í Bandaríkj-
unum frá 16 ára aldri.
Edda var ekki allra, en hún var
gull af manni og var mér og minni
fjölskyldu einstaklega góð. Hún
sendi mér súkkulaði og jólaskraut
og hún mundi alla afmælisdaga.
Krakkarnir mínir biðu alltaf
spennt eftir símtali á afmælisdag-
inn sinn frá Eddu frænku.
Edda var barngóð og vinamörg
og ræktaði vináttuna. Vinkonurn-
ar í saumaklúbbnum hittust
reglulega í áratugi. Henni var um-
hugað um fjölskylduna og var
dugleg að halda sambandi við
systkinabörnin og þeirra fólk.
Hún fylgdist vel með í þjóðfélags-
málum og var stolt af sínu fólki.
Það sýna ótal úrklippur hennar úr
dagblöðum sem hún hafði geymt.
Síðustu 2 árin bjó Edda á Dal-
braut 27 þar sem heilsu hennar
fór hrakandi. Það er mér ómet-
anlegt að hafa komið til landsins
ásamt börnunum mínum í febrúar
síðastliðnum. Edda var svo stolt á
89 ára afmælisdaginn sinn, 21.
febrúar, þar sem hún gat kynnt
fjölskylduna sína frá Ameríku
sem hún hafði svo oft talað um.
Ræktarsemi Eddu sýndi mér í
verki mikilvægi fjölskyldunnar og
vonandi tekst mér að halda merki
hennar á lofti í þeim efnum. Ég er
stolt af því að vera alnafna Eddu
minnar og vil þakka fyrir að hafa
fengið að eiga þig að svo lengi.
Guð geymi minningu þína,
elsku Edda mín.
Edda Guðmundsdóttir
Escarzaga og fjölskylda.
Edda
Guðmundsdóttir
✝
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
AGNARS TRYGGVASONAR
fyrrv. framkvæmdastjóra
Búvörudeildar SÍS.
Guðrún Helga Agnarsdóttir, Jón Kristjánsson,
Anna Agnarsdóttir,
Björn Agnarsson,
Sigríður Agnarsdóttir,
Tryggvi Agnarsson, Steingerður Þorgilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
bróður okkar, mágs, frænda og vinar,
EYJÓLFS PÉTURSSONAR
fyrrverandi bónda
á Nautaflötum í Ölfusi,
Úthaga 3,
Selfossi.
Starfsfólki Kumbaravogs eru færðar alúðarþakkir fyrir umönnun
og hlýju.
Þorbergur Pétursson, Rós Ólafsdóttir,
Soffía Pétursdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Útför eiginmanns míns,
JÓNS ÞORGEIRSSONAR
frá Skógum
í Vopnafirði,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunda-
búð sunnudaginn 22. apríl, fer fram frá
Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 28. apríl
kl. 14.00. Jarðsett verður að Hofi.
Jónína R. Björgvinsdóttir,
börn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SIGRÍÐUR KOLBRÚN
SIGURÐARDÓTTIR,
Hvannarima 16,
Reykjavík,
lést á görgæsludeild Landspítalans,
Hringbraut föstudaginn 20. apríl.
Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 2. maí
kl. 13.00.
Kristján H. B. Ólafsson,
Bryndís Björk Kristjánsdóttir, Jóhann Örn Arnarson,
Einar Sigurður Kristjánsson, Soffía Eðvarðsdóttir,
Guðni Magni Kristjánsson, Margrét Einarsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN LEÓSSON
netagerðarmeistari,
lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn
22. apríl.
Jarðsungið verður frá Árbæjarkirkju
miðvikudaginn 2. maí kl. 13.00.
Iðunn Elíasdóttir,
Leó Jónsson, Ragna Haraldsdóttir,
Hrönn Jónsdóttir,
Viktor Jónsson, Ingibjörg Grétarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNAR GUÐMUNDSSON
múrari,
Stóragerði 28,
lést á Landspítala Hringbraut föstudaginn
20. apríl.
Jarðsungið verður frá Grensáskirkju föstudaginn 27. apríl
kl. 13.00.
Ingibjörg Pétursdóttir,
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Pétur Ingi Guðmundsson,
Kristín Sigríður Gunnarsdóttir, Sigþór Þórarinsson,
Ástrós Gunnarsdóttir, Þorfinnur Ómarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þegar Matthías Guðmunds-
son féll frá vorið 1995 urðu
ákveðin kaflaskipti í sögu Þing-
eyrar í Dýrafirði. Og nú kveðj-
um við Camillu Sigmundsdótt-
Camilla
Sigmundsdóttir
✝ Camilla Sig-mundsdóttir
fæddist á Þingeyri
við Dýrafjörð 5.
ágúst 1917. Hún
andaðist á Heil-
brigðisstofnun Ísa-
fjarðar 14. apríl
2012.
Útför Camillu
fór fram frá Þing-
eyrarkirkju sunnu-
daginn 22. apríl
2012.
ur, eiginkonu hans.
Haft var eftir góðri
konu hér vestra að
á tíma aristó-
kratanna á Þing-
eyri hefði þar verið
einn stór veislusal-
ur meðan aðrir
staðir voru eins og
lítil kabínett.
Svona var gest-
risnin mikil og
höfðingsskapurinn.
Það fréttist víða. Hún Milla
okkar var framarlega í flokki
dætra Dýrafjarðar sem sáu um
þann veislusal. Megi hún eiga
góða heimkomu.
Hallgrímur Sveinsson.
Bjarni Georg Einarsson.
Kveðja
frá Thorvaldsensfélaginu.
Við kveðjum eina af okkar
kæru félagskonum, Unni Run-
ólfsdóttur.
Unnur gekk í Thorvaldsens-
félagið 1973. Hún hafði ljúf-
Unnur
Runólfsdóttir
✝ Unnur Runólfs-dóttir fæddist í
Reykjavík 19. maí
1918.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
5. apríl 2012.
Útför Unnar fór
fram frá Bústaða-
kirkju 17. apríl
2012.
mannlega fram-
komu og vann vel
fyrir félagið á sín-
um fyrri árum í því.
Það er alltaf
söknuður að góðum
félagskonum en
þetta er lífsins
gangur.
Að leiðarlokum
þökkum við Unni
fyrir samfylgdina
og hennar góðu
störf.
Thorvaldsensfélagið sendir
sínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til fjölskyldunnar og annarra
aðstandenda.
Kristín Zoëga,
formaður.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um innsend-
ingarmáta og skilafrest. Einnig
má smella á Morgunblaðslógóið
efst í hægra horninu og velja við-
eigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar