Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp Nýtrúlofaði hásetinn frá Ísafirði, Sverrir Örn Rafnsson, verð-ur þrítugur í dag og af því tilefni ætlar hann að hafa þaðnáðugt. Hann á líka, meðal annars, von á að hans heittelsk- aða Halldóra Gunnlaugsdóttir færi honum morgunmat í rúmið og í kvöld ætla þau saman út að borða á veitingastaðinn Húsið á Ísafirði. Afmælisveisluna hélt hann á páskadag enda höfðu þá vinir hans flykkst vestur á hátíðina Aldrei fór ég suður. Hápunktur páskahelg- arinnar var þó ekki veislan heldur bónorðið sem hann bar upp við Halldóru uppi á sviði á tónleikum kvöldið áður. Halldóra sagði já og í gærmorgun voru þau helst á að því að líklega yrði giftingin aðra helgina í júlí 2013. „Það eru margir sem eru búnir að skjóta því að okkur, síðan ég bað hennar á Aldrei fór ég suður, að við ættum bara að gifta okkur á hátíðinni á næsta ári. Láta Muggapabba, pabba Mugison, gifta okk- ur en hann er skipstjóri og með öll réttindi til slíks. Mér finnst það flott en konunni líst ekkert á það.“ Sverrir Örn er háseti á frystitog- aranum Baldvini Njálssyni GK-400. Aðaláhugamálin eru fjölskyldan og barnaupppeldið en þau Halldóra eiga tvær dætur, Sigrúnu Ísa- fold eins árs og Aðalrós Freyju sem er næstum fjögurra ára. Sverrir Örn segir frábært að búa á Ísafirði og ala þar upp börn. Hann próf- aði að búa fyrir sunnan í um þrjú ár. „En síðan náði ég mér í stelpu að vestan og flutti bara aftur vestur,“ segir hann. Þar er hann miklu ánægðari. runarp@mbl.is Sverrir Örn Rafnsson háseti er þrítugur Sverrir Örn Rafnsson Heppinn að ná sér í stelpu að vestan R íkharður fæddist í Reykjavík en ólst upp í Mosfellsbænum frá 1976. Hann lauk stúd- entsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1992 og BA-prófi í hagfræði frá Columbia University í New York 1996. Frá Fram til Fram Ríkharður stundaði sumarstörf hjá Mosfellsbæ á unglingsárunum og starfaði síðan á sumrin við Ís- landsbanka. Ríkharður æfði og keppti knatt- spyrnu með Aftureldingu í 5. og 4. flokki og síðan með Fram. Hann lék með meistaraflokki Fram frá 1989, lék með KR 1996 og 1997, með norska liðinu Viking í Staf- anger 1998-2000, með Stoke á Englandi 2000-2002, með Lille- ström 2002-2003 og með Fredriks- Ríkharður Daðason knattspyrnukappi 40 ára Morgunblaðið/Einar Falur Hetjan 1998 Mynd af einu frægasta landsliðsmarki íslenskrar knattspyrnu. Ríkharður Daðason skallar í mark nýbak- aðra heimsmeistara, Frakka, á Laugardalsvelli eftir frábæra aukaspyrnu Rúnars Kristinssonar. Leikurinn fór 1 - 1. Í fótspor afa í boltanum Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hetjan 1951 Ríkharður Jónsson borinn í gullstól af Melavellinum eftir landsleik við Olympíumeistarana, Svía, 29.6. 1951. Ríkharður var hetja leiksins og skoraði öll mörk Íslendinga sem unnu 4 - 3. Vestmannaeyjar Bjartur fæddist 29. september 2011 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja kl. 02.00. Hann vó 4.050 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Guðný Sigur- mundsdóttir og Tryggvi Hjaltason. Nýir borgarar Danmörk Emma Lísa fæddist 28. febrúar kl. 15.47. Hún vó 3.605 g og var 54 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Guðbjörg Ingunn Magn- úsdóttir og Hlynur Svan Rún- arsson. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.