SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 2

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 2
2 8. apríl 2012 Við mælum með Undankeppni ÓL Undankeppni fyrir Ólympíu- leikana í handbolta fer fram í Króatíu nú um páskana. Í gær glímdu strákarnir okkar við Síle, í dag, laugardag, kl. 16:15 er röðin komin að Japan og á páskadag kl. 16 verður tekist á við heimamenn, Króata. Strákarnir hrepptu silfur á síðustu leikum, hvað gerist í ár? Reuters strákunum okkar 4-6 Vikuspeglar Bosníustríðið, enska úrvalsdeildin og Leikfélag Akureyrar. 24 Á hjara veraldar Lífsbaráttan er hörð á hjara veraldar. Hver verður framtíð heim- skautasvæðanna? 28 Ég vil gefa þögninni mál Einar Már Guðmundsson hlýtur hin norrænu bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi við hann. 32 Um þvert Grænland Nú eru liðin 100 ár síðan danski landmæl- ingamaðurinn J.P. Koch lagði upp í rannsókn- arleiðangur sinn til Grænlands við fjórða mann, þeirra á meðal Íslendinginn Vigfús Sigurðsson. 34 Ljóðið er flutt til Siglufjarðar Þórarinn Hannesson er unnandi ljóða en hef- ur gengið skrefinu lengra en nokkur annar í ljóðelsku; stofnaði og rek- ur Ljóðasetur Íslands. 40 Allur er varinn góður Nú er komið að því. Að liggja í sófanum og teygja makindalega úr sér. Gæða sér á páskaeggi og mjólk með. Lesbók 42 Að ljósmynda tímann Þýski ljósmyndarinn Olaf Otto Becker myndaði nokkrum sinnum hér á landi um aldamótin og aftur nú á síðustu árum. 44 Flókinn Strindberg Hundrað ár eru liðin frá dauða leikritaskáldsins Augusts Strindbergs og vitanlega lítur ný ævisaga dagsljósið. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. 36 38 Augnablikið Allt byrjaði þetta á veitingastað úti í bæ.Veitingastað sem sérhæfir sig í heilsu-fæði, til að bæta gráu ofan á svart. Betrihelmingurinn hafði sumsé dregið mig þangað inn til að snæða kvöldverð með þeim orð- um að maturinn væri sérstaklega ljúffengur. Það má vel vera. Ég er alltaf svolítið skeptískur þegar heilsufæði er annars vegar, gengur bölvanlega að verða saddur af grasi. Leist þó hreint ekki illa á réttinn sem ég pantaði við afgreiðsluborðið enda kom kjúklingur með grasinu. Engin bið var heldur eftir matnum. Sem er gott. Því næst lagði ég leið mína inn í salinn og kom auga á laust borð í honum miðjum. Setinn var Svarfaðardalur á veitingastaðnum þetta kvöld. Eftir að hafa lagt kjúklinginn og grasið á borðið hugðist ég setjast niður – eins og lög gera ráð fyrir. Skipti þá engum togum að stóllinn gaf sig um leið með þeim afleiðingum að ég skall með látum í gólfið og rúllaði þar um. Viðstaddir ráku upp stór augu. Einhverjir spruttu á fætur og buðust til að hjálpa, aðrir glottu við tönn. Eða það fannst mér alltént. Ég staulaðist af eigin rammleik á fætur, til- tölulega ólaskaður, og starði í forundran á stólinn, eða það sem var eftir af honum. Starfsfólk staðarins baðst auðmjúklega afsök- unar þegar ég skilaði stólnum fram og fullyrti að þetta hefði aldrei komið fyrir áður. Það var hug- hreystandi. Maturinn smakkaðist ágætlega. Ég velti þessu svo sem ekkert mikið fyrir mér í framhaldinu. Þetta var plaststóll með visnum járnfótum og mátti augljóslega ekki við miklu. Hann hlaut að vera verksmiðjugallaður. Fáeinum dögum síðar runnu hins vegar á mig tvær grímur. Ég sat þá við tölvuna mína í Hádeg- ismóum, þar sem þessi orð eru skrifuð, og átti mér einskis ills von þegar skrifstofustóllinn minn, réttnefnd völundarsmíð, fór skyndilega að skjálfa undir mér. Á mig kom slagsíða. Skilrúmið kom í veg fyrir að ég steyptist á hliðina að þessu sinni en tilfinningin var vond eigi að síður. Þegar ég stóð upp hrundi járndrjóli einn mikill niður úr stóln- um. Hann var mölbrotinn og stóllinn hafði aug- ljóslega sungið sitt síðasta. Eins og jafnan þegar eitthvað fer úrskeiðis hér í Móunum hringdi ég í Arnar Unnarsson lag- ermeistara. Sagði farir mínar ekki sléttar. „Nú já, brotnaði stóllinn undan þér. Hvað segir það þér, vinur?“ voru viðbrögð Arnars. Það var föðurlegur tónn í röddinni. Síðan kom hann upp og úrskurðaði stólinn þegar í stað látinn. „Það verður ekki setið á þessum framar.“ Það var með trega sem ég kvaddi þennan dygga stuðningsaðila minn til bráðum átján ára og þegar Arnar leiddi hann í burtu sór ég þess eið að huga betur að mataræðinu strax eftir páskana – eða aldrei seinna en eftir jólin. Gras skal það vera, heillin. Og meira gras. Í millitíðinni stóla ég ekki á neina stóla. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ekki er sama stóll og stóll. Ætli Grundarstóllinn myndi bera greinarhöfund? Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Stóla ekki á stóla Nýdanskri í Hofi Hljómsveitin Nýdönsk fagnar nú 25 ára afmæli og sýnir á sér spari- hliðina í sýningunni „Nýdönsk í nánd“ sem hefur gengið fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Að kvöldi páskadags kl. 20 verður sýningin í menningar- húsinu Hofi á Akureyri. Erró Í tengslum við Hönn- unarMars 2012 leitaði Lista- safn Reykjavíkur til Errós sem sýnir sjö tilkomumikla kín- verska postulínstepotta og til- kynnti samtímis að pottarnir væru gjöf til Listasafnsins. Sýningunni lýkur annan í páskum. – fyrst og fre mst ódýr! 2,6 kíló 1199kr.kg Verð áður 1598 kr. kg Cranberry kalkúnn, butterball 25%afsláttur20%afsláttur 2398 Verð áður 2998 kr. stk. Dönsk herragarðsönd, 2, 6 kg kr. stk.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.