SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 47

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 47
8. apríl 2012 47 Á lífsferli sínum hafði HrefnaSamúelsdóttir víða áhrif, bet-ur kunn sem Hrefna Tynes, enhún lést árið 1994. Þegar Hrefnu er minnst hefur oft verið horft til þess sem hún fékkst við á efri árum, en með þessum skrifum er sjónum beint að þeim krafti sem Hrefna bjó yfir allt frá fyrstu tíð og mikilvægum verkefnum innan skátastarfs sem hún kom fyrst að kornung og síðar í auknum mæli. Hrefna var hæfileikarík og í störfum hennar kom víða fram útsjónarsemi, hugrekki, eljusemi og frumkvæði. Má vera að það hafi verið meðfætt, en líklega gætti einnig áhrifa frá uppvexti á Vest- fjörðum og fyrsta starfsvettvangi hennar á Siglufirði. Þangað kom Hrefna árið 1928 en Siglufjörður fékk fyrst kaupstað- arréttindi 1918. Siglufjörður var að breyt- ast hratt frá því að hafa verið lítið þorp, sem menn náðu til að vetrarlagi á göngu- skíðum eða árabátum, yfir í að verða staður sem laðaði að fólk til vinnu við síldveiðar og verkun síldar. Síldaræv- intýrið á kreppuárunum var í aðsigi. Bjartsýni ríkti og áhugi á uppbyggingu. Þegar Hrefna óx úr grasi var tími hug- sjóna eftir hamfarir heimsstyrjaldar. Skátahreyfingin var þá þegar í örum vexti víða um lönd. Stúlkur hófu skátastarf nokkru síðar en drengir. Fyrsta félag þeirra hérlendis, Kvenskátafélag Reykja- víkur (KSFR), var stofnað 1922. Samfélög stúlkna og drengja voru ekki til. Hrefna gekk sem unglingur í skóla á Ísafirði og lauk prófi 1928. Það sama ár voru stofnuð tvö skátafélög á Ísafirði, Einherjar og Val- kyrjan. Hrefna varð ekki skáti á Ísafirði en skrifaði niður bæði skátaheit og skáta- lög. Þar var frækorni sáð sem átti eftir að bera ríkulegan ávöxt. Sama ár fór Hrefna til starfa á Siglufirði. Snemma til forystu kölluð Sumir myndu segja að í Hrefnu Samúels- dóttur hafi búið forystugen og það skynj- uðu telpurnar á Siglufirði sem báðu hana að stofna með þeim skátafélag. En af varð í sumarbyrjun 1929. Þær nutu nokkurs stuðnings frá Ísafirði og leituðu á svip- aðar slóðir með nafn. Valkyrjur á Siglu- firði voru alls fimmtán og Hrefna þá ný- orðin 17 ára. Siglfirskt skátastarf var mjög blómlegt á fjórða áratugnum. Hrefna og eig- inmaður hennar Sverre Tynes unnu þar bæði vel. Árið 1936 var hafin útgáfa skátablaðs fyrir almenning sem hét 20. maí (dagur Siglfirðinga). Þar kemur í ljós sterk samfélagsvitund forystufólks í skátastarfinu en m.a. héldu skátar al- mennar skemmtanir til að safna fé fyrir björgunarbát Norðlendinga. Skrif Hrefnu í blaðið bera vitni umhugsun um mann- gildi og að stofnun skátafélags var greini- lega vel ígrunduð. Vorið 1939 fluttist fjölskylda Hrefnu til Noregs og bjó þar um árabil. Þau voru kvödd með söknuði og skátarnir ortu til Hrefnu: Hrefna! Þér við þakkir færum, þitt mun ekki gleymast starf. Drjúgt til heilla er drós og sveini dæmi þitt að taka í arf. Meðan eldar varða vaka, vorsól björt í heiði skín, og til fjalla óma söngvar, ætíð skulum minnast þín. Hrefna sinnti ötullega skátastarfi í Nor- egi og tókst að fela það fyrir innrás- arhernum. Sumarið 1946 hélt fjölskyldan aftur heim til Íslands. Margt var þá breytt en hér er aðeins fjallað um það sem varðar skátastarfið. Íslenskir kvenskátar höfðu sameinast drengjaskátum árið 1944 í Bandalagi ís- lenskra skáta. Frumkvæði áttu skátafélög utan Reykjavíkur, ekki síst Heiðarbúar í Keflavík. En stjórn stærsta og elsta félags- ins, KSFR, skipuðu kornungar konur sem voru ákveðnar í að ganga til samstarfs. Ein þeirra, kær vinkona höfundar, Áslaug Friðriksdóttir (1921-2004) sagði eitt sinn brosandi að þær hefðu gert þetta til þess ná fótfestu við Úlfljótsvatn eins og dreng- jaskátar höfðu þá gert og hafið uppbygg- ingu. Hefur þú komið austur að Úlfljótsvatni … Það var svo einmitt Úlfljótsvatn sem lað- aði Hrefnu fljótt til sín. Undir hennar stjórn skapaðist kjölfesta um tíu ára tíma- bil í starfi Kvenskátaskólans uppi í hlíð- inni. Þar voru telpur víða að af landinu í sumarbúðum, en jafnframt rak Hrefna þar verðuga foringjaþjálfun, því að ýmsir þátttakenda uxu með árunum upp í að verða „matvinnungar“ og síðan til að gegna ábyrgð í starfi sumarbúðanna. Hrefna var meðvituð um leiðir til að hjálpa ungum skátum að verða góðir for- ingjar. Hún átti síðar, árið 1958, frum- kvæði að fyrsta fjölmenna námskeiðinu fyrir skátaforingja víðs vegar að af land- inu. Það var haldið að Úlfljótsvatni og reyndist góður grundvöllur fyrir Gilwell- námskeiðin sem hófust haustið 1959. En miklu víðar kom Hrefna að málum. Hún varð félagsforingi KSFR og kom að mörgum störfum innan þess og í samstarfi þess við Skátafélag Reykjavíkur (SFR). Hún hóf starf fyrir ljósálfa sem hún þekkti vel frá fyrri árum. Höfundur man ánægjulega og fjölmenna ljósálfafundi hjá Hrefnu allt frá haustinu 1948. Þá hafði herbröggunum við Snorrabraut verið breytt í afar hlýlegt skátaheimili. Þegar KSFR og SFR hófu upp úr 1950 samstarf um árlega skátaskemmtun, var Hrefna sjálfsögð í forystuflokknum, samdi fjölda texta og liðsinnti á margan annan hátt. Mikilvæg störf á alþjóðavettvangi Hrefna Tynes varð fyrsta konan til að gegna forystustarfi í sameinuðu bandalagi drengjaskáta og kvenskáta. Árið 1948 var hún var kjörin varaskátahöfðingi. Hún gekk þegar í stað að því mikilvæga verki að tryggja fulla aðild íslenskra kvenskáta að World Association of Girl Guides and Girl Scouts (WAGGGS). Fyrir heimsstyrj- öldina hafði þessi aðild verið hluti af dönsku þátttökunni, en við stofnun lýð- veldisins 1944 og sameiningu allra ís- lenskra skáta í Bandalagi íslenskra skáta, það sama ár, glataðist sú aðild. Það var ekki auðsótt mál að fá fulla að- ild en loks kom að því að slíkt nálgaðist og WAGGGS sendi fulltrúa sinn til Íslands til að aðgæta hvort stúlkur byggju að fullu jafnræði við drengina í Bandalagi ís- lenskra skáta. Fulltrúi WAGGGS kom frá Belgíu. Höfundur man vel heimsókn „þeirrar belgísku“ því að við unnum nokkrar okkar skátaheit hjá henni í hlý- legri setustofu við Snorrabraut, hinn 22. febrúar 1953. Hrefna gerði sér ljóst að best væri að sýna skátastarfið eins og það var, enda vissi hún að það var verðugt. Hún fylgdi þessari skoðun skemmtilega eftir þegar hún samdi fyrir árlegu skátaskemmt- unina þetta vor léttan brag um þá um for- kólfa í skátastarfinu. Viðlagið var: Ó skátamær láttu ljós þitt skína og lyftu í söng þinni vængstýfðu önd. Þeirri belgísku skal það besta sýna svo berist vor hróður um framandi lönd. Ári síðar fengu Íslendingar fulla aðild að WAGGGS og þremur árum síðar kom Lady Olave Baden Powell í heimsókn til Íslands og haldið var skátamót í Hagavík við Þingvallavatn til að fagna komu henn- ar. Mjög stór áfangi var í höfn. Í tuttugu ár gegndi Hrefna Tynes starfi varaskátahöfðingja sem var bæði fjöl- breytt og annasamt. Nálægð hennar við skátana í landinu var eftirtektarverð. Hún kvaddi á skátaþingi á Ísafirði sumarið 1968. Nær fjörutíu ár voru þá liðin frá því hún stofnaði Valkyrjur, 17 ára gömul. Enn átti hún eftir að láta víða til sín taka en ekki verður um það fjallað hér. Fyrir hönd mörg þúsund skáta hér á landi sem erlendis, er þekktu Hrefnu og áttu við hana gjöful samskipti, er þessi grein skrifuð. Söngur einkenndi skátastarf Hrefnu og margir lærðu af henni. Skátastúlkurnar þrjár eru Sól- veig Karvelsdóttir, Anna S. Gísladóttir og Hörn Harðardóttir. Hrefna Samúelsdóttir Tynes. Hugrekki, eljusemi og frumkvæði Hinn 30. mars árið 2012 fæddist í Súðavík við Ísafjarðardjúp telpa sem hlaut nafnið Hrefna Samúelsdóttir. Vel er við hæfi að minnast hennar af þessu tilefni. Anna Kristjánsdóttir Höfundur er prófessor emerita við Háskóla Íslands og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir skáta.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.