SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Síða 8

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Síða 8
8 8. apríl 2012 Ragnheiður Skúladóttir var í vikunni ráðin listrænn stjórnandi Leikfélags Akureyrar fyrir næsta leikár og hefur störf strax við undirbúning. Hún er fram- kvæmdastjóri og einn af stofnendum Lókal - alþjóð- legrar leiklistarhátíðar í Reykjavík. Ragnheiður hætti nýverið sem deildarforseti leik- listar- og dansdeildar Listaháháskóla Íslands en því starfi hafði hún gegnt frá stofnun deildarinnar. Undir hennar forystu varð sviðlistarnám á Íslandi fjölbreytt- ara, með tilkomu námsbrautarinnar fræði og fram- kvæmd ásamt námi í samtímadansi. Það hefur verið markmið Ragnheiðar með vinnu hennar hjá LHÍ og Lókal að efla samstarf milli listgreina og styrkja um- hverfi sviðslista á Íslandi. Ragnheiður er með BA-próf í leiklist frá University of Iowa og MBA í leiklist frá University of Minnesota í Minneapolis. Hún situr í stjórn Leiklistarsambands Íslands Ragnheiður sest við stjórnvölinn hjá LA Ragnheiður Skúladóttir stýrir LA næsta vetur. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Það var í raun síðasta skrefið á lönguferðalagi, þegar öllum fastráðnumstarfsmönnum Leikfélags Akureyrar varsagt upp í vikunni. Þó verður alls ekki skellt í lás í gamla Samkomuhúsinu undir brekk- unni, og skrefið mætti því allt eins kalla það fyrsta í næstu ferð félagsins. Starfsmennirnir sem sagt var upp eru fimm, þar af var einn leikari. Nú verða spilin stokkuð og gefin upp á nýtt; Ragnheiður Skúladóttir var í vikunni ráðin list- rænn stjórnandi fyrir næsta leikár og þessi fyrr- verandi deildarforseti við Listaháskóla Íslands tekur þegar til starfa við að skipuleggja næsta leik- ár. Ráðningin er til níu mánaða. Ragnheiður flytur til Akureyrar og ákveðið hef- ur verið að ráða fjóra leikara til félagsins fyrir næsta vetur. Þeir koma „að sunnan“ (eins og gjarnan er sagt í höfuðstað Norðurlands …) en ein- hverjir þeirra eiga þó rætur að rekja norður, skv. upplýsingum heimildarmanns. Meira fæst ekki gefið upp að sinni. Nær allir leikarar sem stigið hafa á svið hjá LA síðustu ár hafa verið „aðkomumenn“ og hafa ein- staka félagar LA gagnrýnt það, að Akureyringar og nærsveitungar fái ekki tækifæri. Leikfélag Akureyrar á í miklum fjárhags- kröggum. Safnað var í digra sjóði þegar allt var í blóma fyrir nokkrum árum, en svo seig á ógæfu- hliðina og það er „þyngra en tárum taki“ eins og einn viðmælandi úr innsta hring komst að orði, að stöðuna nú má að stærstum hluta rekja til upp- setningar á söngleiknum Rocky Horror, sem naut gríðarlega vinsælda. Kostnaður var hins vegar svo mikill að tap varð á hverri sýningu. LA skuldar nú um 80 milljónir króna, þar af rúmar 50 vegna Rocky Horror. Ýmsar hugmyndir voru ræddar í vetur, með það að markmiði að koma í veg fyrir að starfsemi LA yrði hreinlega lögð niður tímabundið. Aldrei var þó raunveruleg hætta á því, að sögn heimildarmanns, þrátt fyrir vangaveltur, að starf- semi LA yrði stöðvuð í einn vetur til þess að spara, á meðan starfið yrði endurskipulagt. Meðal þess sem kom til greina var náið samstarf við Borgarleikhúsið, þannig að Magnús Geir Þórð- arson, leikhússtjóri þar á bæ, kæmi aftur að stjórnvelinum hjá LA samhliða starfinu hjá LR. Magnús Geir réð sem kunnugt er ríkjum á mesta blómatíma í sögu félagsins, frá 2004 til 2008. Rætt var í fullri alvöru í vetur að rekstur leik- félagsins yrði færður í hendur Hofs, þar sem Ingi- björg Ösp Stefándóttir er framkvæmdastjóri – en hún var einmitt framkvæmdastjóri LA í tíð Magn- úsar Geirs sem leikhússtjóra. Sunnudagsmogginn veit að mörgum hugnuðust báðar tillögur en ákveðið var að ganga ekki svo langt að sinni. Stjórn LA mun hafa talið að hugmyndirnar væru þess eðlis að hvorki stjórn LA né Hofs gætu tekið svo afdrifaríkar ákvarðanir, þótt þær kynnu að vera skynsamlegar. Bæjaryfirvöld yrðu að koma að því máli. Leikfélagið á nú í samningaviðræðum við bæinn og niðurstaða ætti að liggja fyrir fljótlega. Vonast er til þess að samningar náist og þá verði þeim, sem sagt var upp í vikunni, boðið starf að nýju. Gert er ráð fyrir að farið verði í nokkuð heild- stæða stefnumótun fyrir LA, bæði um hlutverk fé- lagins, hvernig samvinnu þess við Hof geti verið háttað og fleira. Vandamál LA verður ekki leyst án þess að hið opinbera, ríki og bær, komi að málinu. Aðsókn í leikhúsið er svo auðvitað lykilatriði, eins og einn viðmælandi benti á. „Hér verður aldrei atvinnu- leikhús nema fólk hafi áhuga á því og sé duglegt að koma á sýningar.“ Ekki hefur þurft að kvarta undan áhugaleysi bæjarbúa og ferðamanna síðustu ár og ljóst að margir bíða næsta leikárs spenntir. Í sviðsljósinu … Gamla samkomuhúsið undir brekkunni á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Að birta til undir brekkunni? Leikfélagið áfram sjálfstætt en í góðu samstarfi við Hof Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Leikurum fagnað við lok frumsýningar Rocky Horror í Hofi. Sýningin var gríðarvinsæl en slæm staða LA er þó helst rakin til mikils taps á þeirri sýningu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikfélag Akureyrar er eina at- vinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur verið rekið með stuðn- ingi Akureyrarbæjar á grunni samnings við menntamála- ráðuneytið. Saga Leikfélagsins spannar nú nær heila öld, það var stofnað 19. apríl 1917 en fé- lagið varð atvinnuleikhús árið 1973. Magnús Jónsson var fyrsti leikhússtjóri LA 1972- 1974. Starfsemin er í hjarta Akureyrar í gamla Samkomu- húsinu, þar sem eru sæti fyrir 210 áhorfendur. Leikárið 2005-2006 var met- ár í sögu LA, þá sáu yfir 25.000 gestir sýningar leik- hússins á Akureyri auk þess sem nálægt 20.000 gestir sáu sýningar LA í Reykjavík. Leikárið á eftir fjölgaði gest- um enn og sáu rúmlega 27.000 gestir sýningar á Ak- ureyri en yfir 12.000 gestir sýningu félagsins í höfuðborg- inni. Eina atvinnuleikhúsið utan höfuðborgarhornsins

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.