SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Blaðsíða 17
8. apríl 2012 17
Um það bil 90 gestir þáðu kræsingarnar sem boðið var upp á í veislunni. Hér eru Kristín Erla Johnson, Birna Dís og Erla Björg Björnsdætur, Helga Þóra og Walter Gunnlaugsson.
Þær kalla sig Mósurnar; sex konur sem störfuðu
saman á Stöð 2 um lengri eða skemmri tíma.
„Nafnið varð til þegar við fórum að gera mósaík
saman, en við erum löngu hættar því! Nú göngum
við saman á fjöll, förum á skíði og veiðum. Og svo
aðstoðum við hver aðra á stórum stundum,“ segir
Helga Guðrún Johnson, ein sexmenninganna.
Mósurnar eru, auk Helgu Guðrúnar; Hulda
Gunnarsdóttir, Katrín Lovísa Ingvadóttir, Anna
Katrín Guðmundsdóttir, Soffía Sóley Helgadóttir,
Kristín Helga Gunnarsdóttir og Telma Tómasson.
Það hefur verið metnaðarmál hjá þessum fé-
lagsskap að skrýðast fallegum svuntum við emb-
ættisstörf og keypti Kristín Helga forláta klæði af
því tagi fyrir nokkrum árum og þóttu þær sérlega
lekkerar. „Svo mjög að okkur hefur verið líkt við
stúlkurnar á d’Angleterre hér á árum áður. En svo
gerðust þær hörmungar að svunturnar hurfu! Ger-
samlega eins og hótelstjórinn á d’Angleterre
hefði numið þær á brott að lokinni síðustu
veislu.“
Mikil leit hefur farið fram í línskápum Mósanna
en án árangurs. Þær urðu því að klæðast nýjum
svuntum – alls ekki eins virðulegum, að sögn
Helgu Guðrúnar, á fermingardegi tvíburanna. Það
mun ekki hafa komið að sök!
„Annars kalla Mósur sig helst Múlasystur þeg-
ar þær uppvarta; eða Holy Moses þegar um ferm-
ingar er að ræða!“ segir Helga Guðrún.
Mósurnar að störfum við undirbúning fermingarveislunnar. Frá vinstri: Katrín Lovísa Ingvadóttir, Anna
Katrín Guðmundsdóttir, Helga Guðrún Johnson, Telma Tómasson og Hulda Gunnarsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mósurnar sjá um matinn
veislusalir
Tökum á móti litlum og stórum
hópum í rómaðar veislur
Suðræn stemming
þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335
caruso.is · caruso@caruso.is
við Erum líka á facebook