SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 28
28 8. apríl 2012
hún er alltaf á sveimi í verkum
mínum
Á menntaskólaárunum sá ég
margt fyrir mér skáldlega. Á
unglingsárum las ég Þórberg og
Laxness sem áttu þátt í að efla
með mér þjóðfélagslega sann-
færingu og gera mig róttlækan.
Svo var Guðbergur Bergsson og
bækur eins og Anna, Ástir sam-
lyndra hjóna og Tómas Jónsson
voru algjör himnasending og
opnuðu hugann fyrir svo
mörgu. Atómljóðin og bækur
Thors Vilhjálmssonar voru
þarna líka á sveimi. Þær rímuðu
við mikið af bíómyndunum sem
við sáum í kvikmyndaklúbbn-
um hjá Friðriki Þór og allt þetta
þýddi að löngu seinna þegar við
Friðrik Þór fórum að skrifa
kvikmyndahandrit þá vissum
við svo vel hvað við vorum að
meina, skildum hvor annan.“
Eldgos í sálinni
Fyrstu verk þín voru ljóðabæk-
ur. Af hverju valdirðu ljóðið?
„Um tvítugt fór ljóðið að leita
á mig og þá varð ekki aftur snú-
ið. Það var eins og eldgos hefði
orðið í sálinni. Ljóðið tók mig
heljartökum. Þá kom tilfinn-
ingin um að maður væri að
yrkja síðasta ljóð í heimi. Ég gat
setið fyrir framan hið auða blað
og lifað mig inn í þjáningar. En
þótt ég tryði á ljóðin sem röt-
uðu á pappírinn þá bar ég gæfu
til að birta þau ekki. Þegar ég
flutti að heiman skildi ég eftir
heilan kassa af þessum ljóðum.
Ég hef stundum skoðað þau til
að átta mig á því hvað ég var að
hugsa á þessum tíma. Kannski
einkenndust þau af vissum
vanmætti, mér fannst allt sem
aðrir voru að gera svo stórkost-
legt að ég drakk það í mig. Í
þessum ljóðum var ég ansi mik-
ið að bergmála það sem aðrir
höfðu gert en þarna var líka
einhver ógurleg orka, algerlega
óbeisluð.
E inar Már Guðmunds-son tekur á miðviku-dag, 11. apríl, við Nor-rænu
bókmenntaverðlaunum Sænsku
akademíunnar. Verðlaunin,
sem í daglegu tali eru stundum
kölluð Litli Nóbelinn, hafa verið
veitt árlega frá 1986. Þau þykja
einhver mesti heiður sem nor-
rænum rithöfundi getur hlotn-
ast og eru veitt fyrir höfund-
arverk. Einar Már
Guðmundsson er þriðji Íslend-
ingurinn sem hlýtur verðlaun-
in, Thor Vilhjálmsson fékk þau
árið 1992 og Guðbergur Bergs-
son árið 2004. Meðal höfunda
sem hafa fengið Norrænu bók-
menntaverðlaun Sænsku aka-
demíunnar síðustu ár eru Ernst
Håkon Jahr, Per Olov Enquist,
Kjell Askildsen og Sven-Eric
Liedman. Einar Már hefur hlot-
ið ýmiss konar verðlaun og
viðurkenningar fyrir verk sín,
þar á meðal Bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs 1995,
norsku Bjørnson-verðlaunin og
Karen Blixen-heiðurs-
verðlaunin. Og nú bætast við
þessi mjög svo virtu verðlaun.
„Því verður ekki neitað að
þetta er stórbrotinn heiður,“
segir Einar Már spurður um
viðbrögð við þessari við-
urkenningu. „Verðlaunin setja
verk mín í ákveðið samhengi
sem þau voru kannski í, en
þarna eiga sennilega við hin
ágætu orð Laxness að upphefðin
kemur að utan, þótt ég hafi
reyndar stundum snúið þessu
við og sagt að upphefðin komi
að innan.“
Þú ert búinn að starfa sem
rithöfundur í rúm þrjátíu ár.
Ákvaðstu snemma að leggja
það starf fyrir þig?
„Ég man ekki eftir því að ég
hafi sem unglingur gengið með
sérstaka skáldadrauma. Ég var
ekki að yrkja í skólablöðin,
skrifaði frekar um þjóðfélags-
mál. Ég hafði samt gaman af að
skrifa, gerði mikið af ritgerðum
í skóla og gaf mér þá góðan
tíma til að skrifa um Platon eða
existensíalisma og önnur mál-
efni sem ég hafði gaman af að
sökkva mér ofan í. Stíll höfðaði
alltaf til mín. Á þeim tíma þegar
ég var unglingur var mikið að
gerast. Þar var kvikmynda-
klúbburinn, Fjalakötturinn,
sem Friðrik Þór Friðriksson
stofnaði, og þar horfði maður á
bestu kvikmyndir í heimi. Svo
hlustaði maður á fína tónlist,
Dylan og Zappa og alla þessa
kappa, og svo var bóklesturinn
Sigfús Daðason, bæði greinar
hans og ljóð. Unglingsárunum
fylgdi mikil leit. Ég sótti fundi
hjá Guðspekifélaginu, heimsótti
Bahai-söfnuðinn og endaði svo
í Fylkingunni þar sem ég kynn-
ist stórkostlegu fólki sem ætlaði
að breyta heiminum. Sem ung-
ur maður hafði ég mikinn
áhuga á heimspeki og sagnfræði
og margir héldu að ég myndi
leggja sagnfræði fyrir mig, sem
ég hef reyndar gert að hluta því
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Ég vil gefa
þögninni
mál
Einar Már Guðmundsson hlýtur
Norrænu bókmenntaverðlaun
Sænsku akademíunnar.
Í viðtali ræðir hann um ferilinn,
skáldskapinn og bækurnar.
Einar Már Guðmundsson: Í mínum verkum er ég oft staddur með fólki utan alfaraleiðar í einum eða öðrum skiln-
ingi. Inn í þetta koma svo ljós og skuggar, vonir og vonleysi, hinar miklu þversagnir, og gaman og alvara.