SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Page 22
22 8. apríl 2012
Sagt er að ráðamenn Evrópu hafi andaðléttar þegar tekist hafði að þvinga Grikkitil að kyngja öllu sem að þeim var rétt.Þeir urðu að hætta við þjóðaratkvæða-
greiðslu og setja búrókrata, valinn af Brussel, í stól
forsætisráðherra, rétt eins og Ítalir. (Þarna voru þó
notaðir landar heimamanna en ekki útlendingar
eins og Jóhanna og Steingrímur sendu í íslenskan
seðlabanka í upphafi ferils í trássi við lög landsins.)
Og Grikkir urðu að setja allt þjóðfélagið „hart í
bak“ eftir utanaðkomandi forskrift. Og hvað fengu
þeir fyrir að framselja allt vald sitt og heiður úr
vöggu lýðræðisins yfir í kistu skrifræðisins? Jú, það
var svo sem sitt lítið af hvoru.
Leiðtogar Evrópu og báknsins í Brussel
þvinguðu banka, fjármálastofnanir og sjóði álf-
unnar til að afskrifa rúma tvo þriðju hluta krafna
sinna á ríkissjóð evrulandsins Grikklands. En sá
böggull fylgdi skammrifi að landið var þar með
talið gjaldþrota í álitum og einkunn alþjóðlegu
matsfyrirtækjanna. En þótt framangreindir kröfu-
hafar hafi verið neyddir til að afskrifa kröfur
„sjálfviljugir“ þá sleppa þeir ekki við skaðann.
Vandinn færist til. Þær fjármálastofnanir sem
neyddar voru til „sjálfviljugra“ afskrifta sitja lask-
aðar eftir og linna ekki látum fyrr en stærstum
hluta „afskriftanna“ verður komið með ein-
hverjum hætti yfir á skattgreiðendur evruland-
anna. Það er auðvitað hausverkur af verra taginu.
En trúnaðarbresturinn er þó sýnu verri. Örstutt er
síðan leiðtogar ríkja evrusvæðisins sóru og sárt við
lögðu að óhugsandi væri að ríkissjóður evrulands
stæði ekki í fullum skilum við alla sína kröfuhafa.
Gætu einstök lönd ekki slíkt sjálf um stutt skeið, þá
myndu bræðraþjóðirnar í myntbandalaginu fleyta
þeim yfir tímabundin vandræði. Þetta reyndust
innantómar yfirlýsingar, eins og svo margt annað
úr sömu átt. Afskriftarupphæðirnar eru skelfilega
háar, en þær eru þó smámál hjá trausti evruland-
anna sem fauk út í buskann. Vera kann að með
samskotum megi draga úr þunga afskriftamálsins
en hitt er óbætanlegt. Nýjasta skuldabréfaútboð
ríkissjóðs Spánar staðfestir þetta. Það skyldi því
ekki vera, að leiðtogar evrulandanna andi nú léttar
í augnablikinu af sömu ástæðum og karlinn sem
pissaði í skóna, til að bregðast við bítandi kuld-
anum. Það varð skammgóður vermir.
Gölluð umræða um gjaldmiðlamál
Og á meðan öllu þessu fer fram eru snillingar uppi
á Íslandi að ræða „gjaldmiðilsmál“ sín á milli. Sagt
er að Seðlabanki Íslands sé að undirbúa skýrslu um
málið sem muni auðvelda mjög alla umræðu og
ákvarðanatöku í málinu. Er það virkilega svo?
Víkjum nánar að því í lok bréfsins. Umræðan um
„gjaldmiðilsmálin“ er vandræðaleg á Íslandi af
fleiri en einni ástæðu. Margir, jafnvel ýmsir hinir
ágætustu menn, mætir og velviljaðir, höfðu um
stund bundið trúss sitt við kenninguna um að ein
mynt fyrir ótal lönd væri allra meina bót. Nú, þeg-
ar lengur verður ekki um það deilt að fjármálalega
fullvalda ríki geti ekki deilt einni mynt og einum
seðlabanka, þarf einhvern veginn að fikra sig út úr
gömlu umræðunni án þess að missa andlitið frá sér
í flórinn. Óhjákvæmilegt er því að hafa snúninga á
röksemdafærslunni.
Fyrsti afleggjarinn, sem lagt var í, snerist um að
ganga ekki í Evrópusambandið en taka „einhliða“
upp evruna. Þessi afleggjari vegferðarinnar var
stuttur og raunar aldrei fær og því hafa menn fljót-
lega leitað annars slóða. Raunar liggur í augum
uppi að skárri Evrópukostur af tveimur slæmum er
að ganga í ESB en sleppa með öllu að taka upp evr-
una því hún er ein versta afleiðingin af ESB-aðild.
En slíkur kostur er ekki lengur fær. Nú er í gadda
slegið að lönd, sem hefur verið komið í ESB, hafa
ekki lagalegan rétt eða forræði á að koma sér und-
an myntinni, þótt þeim væri augljóst orðið að
kvalræðið eitt væri upp úr því að hafa. Kanslari
Þýskalands var ekki að skafa utan af því nýlega
þegar hann sagði, án nokkurs afsláttar, að ekki
kæmi til greina „að sleppa Grikkjum“ úr evrusam-
starfinu.
Næsta skref gjaldmiðilsumræðunnar á Íslandi
var að velja sér mynt eins og af handahófi, kan-
adíska eða sænska, og flytja hana á brettum til Ís-
lands án frekari tengingar við peningamálastjórn-
un í upprunalandi myntarinnar. Lúxemborg
notaði lengi belgíska seðla og studdist við bankann
sem gaf þá út, enda í næsta bæ. Lúxemborg hefur
ekki verið mjög upptekin af sjálfstæðismálum sín-
um og fullveldi gegnum tíðina, enda hornkerling
hjá hörðum húsbændum á alla kanta. Landið er á
stærð við stórreykjavíkursvæðið, opinber tungu-
mál þýska og franska og það var lengstum án eigin
háskóla og lengi vel sáu framtaksríkir menn úr
fjarlægu ríki því fyrir flugsamgöngum. En þegar
Belgía komst ekki hjá því að taka upp evru, enda
slær sama hjarta í báðum, varð Lúxemborg að elta,
og svo skrítið sem það er var landinu af því tilefni
gert skylt að stofna eigin seðlabanka til að annast
snúninga fyrir Seðlabanka evrulanda. Og það er
ekki að spyrja að því að bankinn sá er þegar orðinn
mun fjölmennari en hinn íslenski, þótt óljós séu
verkefnin. En dæmið um Belgíu og Lúxemborg er
nefnt vegna þess að hugmyndin um að Íslendingar
taki „einhliða“ upp sænskar krónur hefur það sér-
kenni að Svíum er beinlínis skylt að taka upp evr-
una, þótt þjóðin hafi þráast við og geti, eins og nú
er komið, alls ekki hugsað sér það. Og þeir eru til
sem nefna að sniðugast væri að fá hingað kanad-
íska dollara á brettum. Kannski ættu þeir í leiðinni
að spyrja þá í Ottawa hvers vegna þeir þar séu að
burðast með sína eigin smámynt en taki ekki upp
heimsmyntina sem prentuð er rétt sunnan landa-
mæranna? Varla er það vegna skorts á brettum.
Hvar endar þessi óvissuferðin?
Auðvitað endar þessi óvissu- og ófæruferð þar sem
allir þeir sem þykir sport í því að fara í óvissuferð
vilja samt sem áður endilega enda. Þeir vilja allir
enda heima hjá sér. Það gildir einnig um myntir.
Því lærdómurinn sem menn hafa fengið óumbeðið
í fangið er svo einfaldur. Sú mynt sem menn ætla
sér að brúka verður að lúta þeim efnahagslegu lög-
málum sem í viðkomandi landi gilda. Auðvitað er
þekkt að sumir menn leggja á sig langt nám til að
lesa sig frá heilbrigðri skynsemi, sem af ein-
hverjum ástæðum fer illa í þá. En sagan sýnir einn-
ig að nái slíkir menn takmarki sínu er engum hollt
að slást í för með þeim.
Maður eftir mann hefur rakið sig eftir íslenska
gjaldmiðlinum, krónunni, eins og hann er nú
nefndur, en gæti heitið hvað sem er, og kennt
honum síðan um þær sveiflur, efnahagslegan upp-
gang og niðurgang, sem lesa má út úr þeim töflum
sem eru tiltækar. Og sjái hinir sömu merki um
sjúkleika í sinni löngu leit, en slík merki eru vissu-
lega til, verður niðurstaðan einatt sú að hitamæl-
irinn hafi verið ónýtur, gallaður eða ekki virkað
eins og honum bar. Enda er það svo, að þótt margt
megi lesa úr töfluverkinu og jafnvel eftir smekk, þá
er ekki hægt að sjá þar að öðrum þjóðum hafi
munað betur í lífskjarabaráttunni en Íslendingum
frá því að til lýðveldis var stofnað í landinu og til
þessa dags. Var þó Ísland síst af öllu með forskot
þegar það samanburðartímabil hófst. Þeir, sem
hrópa á aðra mynt en þjóðarinnar, gefa sér eina
meginforsendu, þótt þeir forðist að nefna hana
upphátt. Hún er sú, að ekki þurfi að gera sömu
kröfur til efnahagslegrar stjórnar okkar sjálfra ef
við búum við annarra manna mynt en okkar eigin.
Þessi frumforsenda er auðvitað röng eins og
Reykjavíkurbréf 04.04.12
Villugjörn vegferð