SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 32

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 32
32 8. apríl 2012 Segja má að umræðan um loftslagjarðarinnar hafi aldrei verið jafnofarlega á dagskrá og núna,hvort heldur meðal einstaklinga eða hjá stjórnvöldum. Aðstæður og lofts- lagsbreytingar í hinum víðáttumiklu heimskautslöndum bera þess greinilega merki að hverju stefnir. Vísindalegar mælingar á þessum svæðum eru þess vegna ákaflega mikilvægar. Því er vel við hæfi nú að minnast þessara tímamóta er þeir félagar lögðu upp í leiðangur sinn til Grænlands og skiluðu af sér vísindalegum niðurstöðum sem koma mega að gagni í nútímajöklarannsóknum. Grænland — leiðangrar og rannsóknir Heimskautslöndin, þar á meðal Græn- land, voru lengi lítt þekkt. Jafnvel um miðja 19. öld var mönnum enn ekki að fullu kunn öll vesturströnd Grænlands og austurströndin var næsta ókönnuð. Undir lok aldarinnar verður hér breyting á, þá rekur hver leiðangurinn annan, kunnust er skíðaferð Nansens yfir Grænland 1888. Danir, sem aðallega réðu ríkjum á Græn- landi, hófu nú í auknum mæli vísinda- legar rannsóknir með leiðöngrum sínum þangað. – Um 1900 var nyrsti hluti aust- urstrandarinnar þó enn ókannaður. Á ár- unum 1906-1908 mældi og kortlagði „Danmerkurleiðangurinn“ undir stjórn L. Mylius Erichsens þetta svæði, en það kostaði leiðangursstjórann og tvo aðra menn lífið. Enn vantaði að rannsaka ís- röndina og fjalllendið Dronning Louisesl- and sem teygir sig inn í jökulinn. Einnig var fyrirhugað að fara þvert yfir Græn- land, þar sem landið er breiðast, frá Dan- merkurhöfn austanmegin til Upernivíkur á vesturströndinni og rannsaka þannig jökulinn. Tveir menn úr „Danmerk- urleiðangrinum“, danski landmæl- ingamaðurinn J. P. Koch og þýski veð- urfræðingurinn dr. Alfred Wegener, einsettu sér að framkvæma þetta og fóru strax eftir heimkomuna að undirbúa nýj- an leiðangur. „Danmerkurleiðangurinn til Dronning Louiseslands og um jökulbreiðu Græn- lands 1912-13“ eins og hann hét formlega, var hinn fyrsti eiginlegi jöklafræðilegi leiðangur sem starfaði og hafði vetursetu á ísnum og framkvæmdi þar vísindalegar rannsóknir yfir lengri tíma. Fyrri leið- angrar voru nánast eingöngu könn- unarferðir þar sem menn mældu, merktu og lýstu því sem fyrir bar. Þeir Koch og Wegener skipulögðu hins vegar sínar rannsóknir og höfðu með sér þau tæki og tól sem til þurfti til þess að framkvæma rannsóknirnar. Þetta var líka í fyrsta sinn sem notaðir voru hestar til flutnings á heimskautssvæði, og þannig kom Íslend- ingurinn Vigfús Sigurðsson til sögunnar. Reynslan hafði sýnt að hundasleðar voru lítt hæfir til flutnings í hinu úfna landslagi Grænlands, milli sjávar og jökuls, en úr því að ákveðið var að nota hesta þurfti að hugsa fyrir miklu magni af fóðri og flytja það með sér. Þetta var því nýtt og mikið verkefni. Fjórði þátttakandi í leiðangr- inum var Lars Larsen, stýrimaður á dönsku skonnortunni Godthaab sem Danir höfðu léð til ferðarinnar til Dan- merkurhafnar. Sjómannsreynsla Larsens kom sér vel þegar ferja átti farangurinn á vélbát og pramma, alls 20 tonn, þar á meðal flekahús fyrir vetursetuna, sem Um þvert Grænland Nú eru liðin 100 ár síðan danski landmælinga- maðurinn J. P. Koch lagði upp í rannsóknarleið- angur sinn til Grænlands við fjórða mann. Þeir höfðu vetursetu við jökulröndina og lögðu síðan leið sína vestur yfir þveran Grænlandsjökul. Einn þessara manna var Íslendingurinn Vigfús Sigurðsson. Hér segir elsta barnabarn hans sögu leiðangursins í aðalatriðum. Elsa M. Tómasdóttir Grimnes Vigfús afi og Elsa 1946. Danmerkurleiðangurinn 1906-08 færði sönnur á að þar sem skriðjökl- arnir á Norðaustur-Grænlandi mæta sjó eru þeir örþunnir og ekki þver- hníptir, eins og annars staðar á Græn- landi. Leiðangurinn rannsakaði líka ís- röndina og gerði hæðarmælingar á ísn- um. Þessar mælingar, bornar saman við staðarlýsingar nýrri tíma, gefa hugboð um hve miklu þynnri ísinn hef- ur orðið á u.þ.b. 100 árum. Danmerkurleiðangurinn 1912-13 mældi sérstaklega hitastig íssins niðri á 25 m dýpi, rannsakaði nánar íslögin, allt frá fáeinum cm að 1 m á þykkt, og mældi hreyfingar íssins, sem námu u.þ.b. 1.700 m á ári. Þá mældi hann hina árlegu viðbót af snjó í holunum sem grafnar voru og reiknaðist til að ísinn á botni hlyti að vera undir bræðslumarki og að ísinn í hinum miklu skriðjöklum hreyfðist sem ein heild. Auk þessa lágu fyrir geysimikil gögn í sambandi við landfræðilegar og veðurfræðilegar mælingar og margar ljósmyndir. Á þessum grundvelli má rekja sögu jöklarannsókna 100 ár aft- ur í tímann. Margvíslegar rannsóknir Leið Kochs um jökulinn 1913, þrisvar sinnum lengri en leið Nansens (syðst).

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.