SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Side 36
36 8. apríl 2012
Í þessum mánuði eru hundrað ár fráþví farþegaskipið Titanic fórst viðNýfundnaland með um 1500 mannsen rúmlega 700 var bjargað.
Titanic var á jómfrúarferð sinni, frá
Southampton til New York, í aprílmánuði
1912. Um borð voru rúmlega 2200 manns,
farþegar og áhöfn, en einungis björg-
unarbátar fyrir 1178. Bruce Isamay,
stjórnarformaður White Star sem átti
skipið, hafði lagst gegn því, ásamt öðrum
eigendum, að björgunarbátum væri fjölg-
að, taldi það einungis óþarfa aukakostn-
að. Einn yfirmanna félagsins sagði: „Ef
það væru björgunarbátar fyrir alla þá yrði
ekkert rými eftir á þilfarinu fyrir farþeg-
ana.“
Þessi skortur á björgunarbátum þótti
ekkert áhyggjuefni, því almannarómur
sagði að Titanic væri svo traustbyggt að
það gæti ekki sokkið. Aðbúnaður um borð
var glæsilegur, jafnvel farþegar á þriðja
farrými bjuggu við ríkulegan aðbúnað,
þótt hann væri ekki sambærilegur við
glæismennskuna á fyrsta farrými en þar
var ekkert til sparað. Farþegar lýstu Tit-
anic sem fljótandi höll.
Hálftómir björgunarbátar
Á sunnudagskvöld, klukkan 11.40, 14.
apríl, rakst skipið ósökkvandi á ísjaka.
Vélar skipsins stöðvuðust og það sökk
tveimur tímum og fjörutíu mínútum eftir
að hafa rekist á ísjakann. Það tók tíma
fyrir farþega og megnið af áhöfninni að
átta sig á hættunni. Galsi var í einhverjum
farþegum sem fóru í snjókast á þilfarinu,
fullkomlega áhyggjulausir.
Skipstjórinn, Edward Smith, vissi að
alvarleg hætta var á ferðum. Ferðin með
Titanic átti að vera síðasta sjóferð Smiths,
og kórónan á glæstum ferli, áður en hann
settist í helgan stein, en heima beið hans
eiginkona og fjórtán ára dóttir. Eftir
áreksturinn var Smith upptekinn af að
vekja ekki ótta og koma í veg fyrir uppþot
því hann vissi að ekki væru nægir björg-
unbátar fyrir alla farþega. Skipun hans
um að að koma skyldi konum og börnum í
björgunarbáta var ekki nógu afdráttarlaus
og undirmenn hans áttuðu sig margir
hverjir ekki á hættunni. Fjölmargir far-
þegar efuðust síðan um að raunveruleg
hætta væri á ferðum og margir neituðu að
fara í björgunarbátana sem fóru frá skip-
inu hálftómir. Ef betur hefði verið staðið
að mönnun bátanna hefði verið hægt að
bjarga 400 mannslífum til viðbótar.
Esther Hart sem var á öðru farrými
hafði verið órótt allt frá því eiginmaður
hennar Benjamin keypti miða fyrir þau
hjón og börn þeirra tvö með Titanic. Skip-
ið mun aldrei komast á leiðarenda, sagði
hún við eiginmann sinn þegar ferðin var
ákveðin. Um borð í skipinu sagði hún
fjölskyldu sinni að sér fyndist eins og risa-
stór svartur örn sæti á herðum sér og hún
gæti ekki hrist hann af sér. Hún svaf lítið
sem ekkert. Þegar skipið rakst á ísjakann
var það ákveðni hennar og viðbragðsflýti
að þakka að fjölskyldan komst upp á þilfar
þar sem Esther og börn hennar komust í
björgunarbáta. Eiginmaður hennar fórst.
Á öðru farrými var Michel Navratil,
fæddur í Slóvakíu. Hann var skilinn við
franska eiginkonu sína og hafði rænt son-
um þeirra, Michel og Edmond, fjögurra og
tveggja ára og skráð þá og sjálfan sig sem
farþega á Titanic undir fölskum nöfnum.
Eldri drengurinn mundi alla tíð eftir að
hafa leikið sér á þilfarinu og dáðst að
stærð skipsins. Þegar farþegar tóku að
fara í björgunarbáta kom faðirinn sonum
sínum fyrir í einum bátnum og kvaddi þá
blíðlega í hinsta sinn. Hann hvarf síðan í
hóp annarra farþega á þilfarinu.
Æðruleysi frammi fyrir dauðanum
Ekki var byrjað að hvetja farþega á þriðja
farrými til að koma sér í björgunarbáta
fyrr en 50 mínútum eftir áreksturinn við
ísjakann. Skipið hallaði æ meir og ljóst var
að það myndi sökkva. Sumir farþegar
sýndu aðdáunarvert æðruleysi frammi
fyrir dauðanum. Þar á meðal voru hinn
aldraði auðmaður Isidor Straus og Ida,
eiginkona hans. Við hann var sagt að eng-
inn myndi gera athugasemd við að gamall
heiðursmaður eins og hann færi í björg-
unarbát. Hann sagðist ekki ætla að fara
fram fyrir aðra. Eiginkona hans sagði:
„Við höfum búið saman í mörg ár og ég fer
ekki án þín.“ Hún gaf þjónustustúlku
sinni minkaslá sína og fór síðan með eig-
inmanni sínum í klefa þeirra þar sem þau
biðu dauðans.
Auðmaðurinn Benjamin Guggenheim
var á Titanic með ástkonu sinni og fylgdi
henni að björgunarbát. Hann fór síðan
ásamt þjóni sínum til að skipta um föt og
spariklæddur sagði Guggenheim: „Við er-
um í sparifötunum og erum tilbúnir að
deyja eins og herramenn.“ Síðast sást til
Guggenheims og þjóns hans þar sem þeir
sátu og supu á koníaki og reyktu vindla.
John Jacob Astor, auðugasti farþeginn
um borð, fylgdi nítján ára barnshafandi
konu sinni að björgunarbáti og þar sem
báturinn var ekki fullmannaður spurði
hann hvort hann mætti fara um borð
Honum var neitað um það. Astor gerði
ekki athugasemd við það. Eftir slysið voru
sögusagnir í gangi um að auðmenn hefðu
keypt sér sæti í björgunarbátum, en þær
eru með öllu ósannar. Fjölmargir auð-
menn voru um borð og framkoma þeirra
eftir slysið einkenndist af yfirvegun og því
hugarfari að konur og börn ættu að hafa
forgang. Sjálfsagt hefði Astor getað reynt
að kaupa sér sæti í bátnum, því næga pen-
inga átti hann, en hann gerði enga tilraun
til þess heldur mætti dauða sínum af ró-
semi. Hið sama má segja um annan auð-
mann, Harry Widener, sem var 27 ára.
Hann var ákflega vel liðinn af öllum sem
þekktu hann, og safnaði frumútgáfum af
verkum frægra höfunda, eins og Dickens.
Hann hafði haft með sér í ferðina rit-
gerðasafn Francis Bacons frá árinu 1598.
„Mamma,“ sagði hann við móður sína,
„ég er með bókina í vasanum, Litli Bacon
fer með mér.“ Móðir hans komst í björg-
unarbát, en eiginmaður hennar og hinn
ákafi bókasafnari, sonur hennar, fórust.
Johan Lundahl, 51 árs klæðskeri frá
Smálöndum, sagði við samlanda sinn,
hinn unga sósíalista August Wenner-
ström: „Vertu sæll, vinur, ég er of gamall
til að berjast við Atlantshafið.“ Hann sett-
ist síðan í stól í reykherbergi á þriðja far-
rými. Wennerström komst í björgunar-
bát. Agnes Davies var ekkja, farþegi á
þriðja farrými, og sonur hennar 19 ára
hjálpaði henni og átta ára bróður sínum í
björgunarbátinn. Þar sem nægt pláss var í
bátnum bað hann leyfis að fá að fara með
henni og bróður sínum en var sagt að ef
hann gerði tilraun til að fara í bátinn yrði
hann skotinn til bana.
Fjölmennar fjölskyldur vildu ekki vera
aðskildar. Þeirra beið dauðinn því nær
vonlaust var að þær kæmust saman í
björgunarbát. John og Anne Sage voru á
þriðja farrými með níu börn sín. Þau ætl-
uðu að hefja nýtt líf í Ameríku. Öll létu
þau lífið og einnig hjónin Frederick og
Augusta Doodwin og sex börn þeirra.
Unglingsdrengur fór í björgunarbát
með öðrum karmönnum en þeim var
skipað að fara úr bátnum til að hleypa
konum að. Drengurinn fór að gráta og
kona kastaði yfir hann sjali og sagði hon-
um að hreyfa sig ekki. Þannig bjargaði
hún lífi hans.
Skipið
ósökkvandi
Í þessum mánuði eru 100 ár frá því að Titanic,
glæsilegasta farþegaskip síns tíma, sökk. 1500
manns létu lífið en 700 var bjargað.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Titanic var glæsilegasta skip síns tíma og sagt var að það gæti ekki sokkið.
Benjamin Guggenheim fór í sparifötin og sagðist ætla að deyja eins og herramaður.