SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Síða 40
Páskalitir
Nú er tilvalið að fagna komandi
vori og klæða sig upp í dálítið lit-
rík föt. Hvers vegna ekki að
skarta gulum sokkabuxum í
páskaboðinu eða skella sér í gula
jakkann sem hangir inni í skáp og
er sjaldan notaður? Nú er um að
gera að vera eins og hinn fínasti
páskaungi til fara. Ef þú ert ekk-
ert fyrir gulan má líka flagga
bleiku eða appelsínugulu.
Páskagrill
Þú þarft ekkert
endilega að
belgja þig út af
hefðbundnu
kjöti, sósu og
kartöflum alla
páskana. Ef vel
viðrar er þetta
líka tilvalinn
tími til að rifja upp grillhandtökin
og bjóða góðum vinum eða ætt-
ingjum í léttan og góðan grillmat.
Fisk og sjávarfang er t.d. gott að
grilla og bera fram með góðu sal-
ati og jafnvel grillbrauði.
Páskatrall
Margir nota páskana til að hitta
góða vini. Sumir fara í
sumarbústað saman en
svo er líka gam-
an að hittast
bara heima,
spila og tralla
fram eftir
kvöldi.
40 8. apríl 2012
Lífsstíll
Einhvern veginn finnst mér eins og jólinséu rétt nýliðin en þó eru strax komnirpáskar. Það er ósköp gott að fá páska ogpáskafrí. Þjóðin nýtur þess að teygja dá-
lítið úr sér eftir veturinn. Liðka sig og beygja. Fara
út að ganga og hjóla. Nokkrir nýta tækifærið til að
renna sér á skíðum.
Páskaeggin eru ómissandi, kannski sérstaklega
hjá yngstu kynslóðinni. Þó maður vaxi svo sem
aldrei upp úr því að langa til að gæða sér á súkku-
laði og sjá það sem er innan í egginu. Málshátt-
urinn er líka spennandi og hingað til hef ég fengið
tvo sem mér þóttu ágætir. „Allur er varinn góður“
og „Drukkins fögnuður er ódrukkins harmur“. Ég
er ánægð þessa kjarnyrtu og hefðbundu máls-
hætti. Nokkrum sinnum virðist sem hálfgert bull
hafi verið hripað niður á miðann af páskahér-
anum. Alveg á seinasta snúningi þar sem hann
stóð sveittur við að pakka eggjunum í plastpoka.
En kannski er ég bara orðin gömul og vil enga
nýtískumálshætti. Fussa og sveia yfir öllu því ný-
móðins rusli sem að mér streymir. Annars urðu
pásakegg nú ekki algeng hér fyrr en í kringum
1920 ef marka má Vísindavefinn. Ég gæti ímyndað
mér að fyrstu málshættirnir hafi hvatt fólk til
góðra siða og verka. Eitthvað á borð við: „Á morg-
un segir sá lati“ bara þannig að fólk gleymdi sér nú
ekki algjörlega í súkkulaðiáti og unaði heldur héldi
líka áfram að vinna. Þetta ætti ekki við í dag. Enda
þykir flestum best að flatmaga í sófanum með egg-
ið og rétt að rétta höndina út eftir mjólkurglasinu.
Allur er varinn góður
Nú er komið að því. Að liggja
í sófanum og teygja mak-
indalega úr sér. Gæða sér á
páskaeggi og mjólk með.
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Það er alltaf spennnandi að sjá hvaða málsháttur leynist inni í páskaegginu.
Kistan
Nú í páskafríinu ætti að gefast ágætur tími til að
nostra svolítið við sjálfan sig. Skrúbba líkamann
og setja djúpnæringu í hárið, njóta þess að dekra
svolítið við þetta hylki sem kemur okkur alla
daga á milli staða. Kanill ku vera allra meina bót
og hér fylgir uppskrift að kanilskrúbb fyrir líkam-
ann úr bókinni Náttúruleg fegurð, eftir Arndísi
Sigurðardóttur, útgefandi Bókafélagið.
3 msk. lífrænn hrásykur
2 msk. sykur
4 msk. möndluolía
2 tsk. kanilduft
3 dropar ilmolía, að smekk
glerskál
Blandið öllu hráefninu nema ilmolíunni í skál.
Hrærið vel saman og passið að það séu ekki
kögglar í sykrinum eða kryddinu. Bætið svo ilm-
olíunni við, dropa fyrir dropa. Geymist vel í lokuðu
íláti. Nuddið skrúbbnum á líkamann, með hring-
laga hreyfingum, og skolið vel af í sturtunni.
Kanilskrúbbur
Páskar og páskaegg, góður páska-
matur og jafnvel smá páskabjór.
Það er nærri fullt starf að borða yfir
þessar helstu stórhátíðir eins og
jól og páska. Ekki að ég kvarti þó
nokkuð enda hef ég hina mestu
unun af því að snæða. Það eru svo
mörg skilningarvit sem fara á fullt.
Augun nema krásir fyrir framan
mann, nefið færir angan af því sem
koma skal inn í meðvitundina og
síðan fá bragðlaukarnir auðvitað
allra skemmtilegasta hlutverkið
að finna (vonandi) gott bragð.
Nýverið fylgdist ég með kokki
elda mat við hliðina á mér þar sem
ég sat í makindum á mánudegi
(allir dagir eru laugardagar í fríi) í
erlendri borg og naut lífsins. Kokk-
urinn steikti lauk af natni og bætti
síðan við kjúklingi, en á eftir fylgdi
rjómi, slatti af kryddjurtum og
grænmeti og hverju því sem hann
notaði til að krydda. Þannig urðu
til litríkir og bragðgóðir pastaréttir
á borð við þann sem þú sérð hér til
hliðar. Gott pasta bara klikkar
ekki. Það virðist vera ein af stað-
reyndum lífsins. Að borða góða
skál af pasta er eins og að hjúfra
sig undir teppi við arineld og láta
halda notalega utan um sig. Svo
vel ætti allur matur að láta manni
líða.
Skothelt pasta