SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Blaðsíða 12
12 8. apríl 2012
Þriðjudagur
Bergþór Pálsson
Setti nokkur jakkaföt
í þvottavélina (veit að
það má ekki, það
stendur á miðanum
dry cleaning). Nuddaði með brún-
sápu undir höndum, setti svo á
30°C og enga vindu, hengdi upp
blautt. Jakkarnir eru eins og nýir
og hreinlætisilmur undir höndum.
Hvenær gerist það í dry cleaning?
Árni Torfason Finnst
fleirum undarlegt að
Skoppa og Skrítla
eiga gamla konu
sem er með grímu
fyrir andlitinu sem þær geyma ofan
í kassa í herberginu sínu?
Konráð Jónsson Er
einhver á leiðinni til
Keflavíkur bílleiðis á
fimmtudagsmorgun?
Gæti sá hinn sami
veitt mér far? Ég get verið
skemmtilegur, farið með gam-
anmál, sagt sögur og sungið.
Brynhildur Bolladótt-
ir Síðasti dagur BA-
námsins. Endlaust
langt kaffi, kaka í
tíma, allar stelpur í
kjól. Ó tímamót!
Fésbók
vikunnar flett
Þeir voru fjallbrattir skoskutvíburabræðurnir sem sunguhástöfum um það árið 1988 aðþeir myndu ganga 500 mílur,
aðrar 500 mílur og allt upp í 5.000
mílur til að ná fundum elskunnar sinn-
ar. Falla síðan örmagna fram á þrösk-
uldinn.
But I would walk 500 miles
And I would walk 500 more
Just to be the man who walked
5,000 miles
To fall down at your door.
„I’m Gonna Be (500 Miles)“ er lang-
stærsti smellur þjóðlagapönkaranna
Charlies og Craigs Reids í The Proclai-
mers. Fór eins og eldur í sinu um
heiminn fyrir hartnær aldarfjórðungi
og heyrist ennþá af og til á öldum ljós-
vakans. Það var á annarri breiðskífu
bræðranna, Sunshine on Leith, og
komst hæst í 3. sæti bandaríska
smáskífulistans og 11. sæti þess breska.
The Proclaimers endurútgaf lagið árið
2007 og þá renndi það sér alla leið á
topp breska listans. Af öðrum lögum
sveitarinnar má nefna „Letter From
America“, „I’m on My Way“, og „Life
With You“.
Ólust upp í Auchtermuchty
Charlie og Craig Reid fæddust 5. mars
1962 í Leith í Skotlandi og urðu þar af
leiðandi fimmtugir í síðasta mánuði.
Þeir ólust að hluta til upp í Auchter-
muchty, sem skiptir í sjálfu sér engu
máli, bara gaman að brúka kjarngott
orð eins og Auchtermuchty í Sunnu-
dagsmogganum. Bræðurnir reyndu
fyrir sér í hinum og þessum rokk- og
pönkböndum en settu The Proclaimers
á laggirnar 1983. Fyrsta breiðskífan,
This is the Story, kom út fjórum árum
síðar. Ári síðar kom fyrrnefnd Suns-
hine on Leith sem er langvinsælasta
plata bræðranna, náði meðal annars
platínusölu í Bretlandi.
The Proclaimers hefur starfað fram á
þennan dag og er von á níundu hljóð-
versplötunni, Like Comedy, í næsta
mánuði. Seinni plötur bræðranna hafa
ekki notið sömu hylli og þær fyrstu en
þeir ferðast eigi að síður enn vítt og
breitt um heiminn til að leika tónlist
sína.
Bræðurnir er grjótharðir stuðnings-
menn knattspyrnuliðsins Hibernian og
varð lag þeirra „Sunshine on Leith“
snemma þemasöngur félagsins, sungið
við öll stærri tækifæri.
Reid-bræður eru kunnir fyrir
hnyttna og oft og tíðum hápólitíska
texta en þeir eru yfirlýstir aðskiln-
aðarsinnar, vilja sjálfstæði Skotlandi til
handa. Þeir fylgdu Skoska þjóðern-
isflokknum lengi að málum og endur-
ómuðu oft stefnumál hans á tónleikum.
Fyrir fimm árum tilkynnti Charlie á
hinn bóginn að hann væri genginn í
Skoska sósíalistaflokkinn. Skýringin
var sú að hann hefur skömm á fjár-
mögnunaraðferðum þjóðernisflokksins,
sem þiggur fé frá stórfyrirtækjum.
orri@mbl.is
Hvað varð um …
Proclaimers-bræður
Charlie og Craig Reid hafa engu gleymt og von er á nýrri breiðskífu frá bræðrunum í vor.
The Proclaimers á yngri árum.