SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Blaðsíða 42
42 8. apríl 2012 Það var sérkennilegt að upplifasömu sjónarhornin tíu eða tólfárum síðar, í samskonar birtu,og mynda þau aftur með stóru blaðfilmuvélinni,“ segir þýski ljósmynd- arinn Olaf Otto Becker í hugleiðingum sem birtast í nýrri bók hans, Under the Nordic Light. Undirtitill hennar er Ferðalag gegnum tímann / Ísland 1999 - 2011. Í ljósmyndum þessarar stóru bókar birtist athugul og rannsakandi sýn lista- mannsins. Hann rýnir í náttúruna og oft- ar en ekki inngrip manna í hana hér á landi; í nýjustu verkunum myndast sam- tal milli tvennra tíma í athyglisverðum myndapörum sem tekin eru frá sömu sjónarhornum. Auk þess má sjá ákveðin viðbrögð Beckers við samfélaginu hér á landi eins og það blasir við honum eftir bankahrunið. Olaf Otto Becker er fæddur árið 1959 og er einn af eftirtektarverðustu ljós- myndurum sinnar kynslóðar í Þýska- landi. Hann myndaði hér á sína stóru blaðfilmuvél á árunum 1999, 2000, 2001 og 2002 og birtist afraksturinn í bókinni Unter dem Lichts des Nordens sem Schaden gat út árið 2005. Bókin fékk afar lofsamleg viðbrögð og seldist upp á skömmum tíma. Sýning á hluta verkanna var sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavík- ur árið 2007 en þá sýndu Ragnar Ax- elsson og Páll Stefánsson með Becker. Um miðjan síðasta áratug fór Becker í leiðangra til Grænlands, sigldi einn með austurströndinni á gúmmíbát og mynd- aði. Afrakstur þessara ferða birtist í verð- launabókunum Broken Line og Above Zero sem Hatje Cantz Verlag gaf út. Út- gefandinn ámálgaði þá við Becker að endurútgefa bók hans með Íslandsmynd- unum og lagði til að hann færi aftur hing- að til lands og bætti fleiri myndum við. Becker féllst á það enda langaði hann að sjá hvað hefði breyst frá fyrri heimsókn- um. Því fór svo að hann sneri aftur sum- arið 2010 og myndaði – og það sem hann sá þá kallaði á enn eina ferð 2011. Úrval gömlu og nýju verkanna birtist í þessari nýju bók um ferðalagið gegnum tímann, alls rúmlega níutíu ljósmyndir. Ægifegurð og virkjanir Það er formhreinn, hlutlægur og oft kaldhamraður heimur sem birtist í myndum Beckers. Eða réttara sagt er sýnin oft kaldhömruð, náttúran sem hann sýnir okkur er ýmist mild eða hörð, Er mögulegt að ljósmynda tímann? Þýski ljósmyndarinn Olaf Otto Becker myndaði nokkrum sinnum hér á landi um aldamótin og aftur nú á síðustu árum. Úrval verkanna er komið út í stórri bók í Þýskalandi. Eitt helsta við- fangsefni listamannsins er tíminn, eins og hann birtist í íslenskum byggðum og náttúrunni. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Baujur í skemmu 07/2000 Í myndum sem þessari vinnur Becker með einskonar fagurfræði eyðingaraflanna; hann sækir í mannvirki sem náttúran er aftur að gera að sínum. É g spurði menntaskólanema um daginn: Hvað merkir orðasambandið ár og síð? Hann stóð á gati. Þetta merkir snemma og seint, þ.e. alltaf. Atviksorðið ár merkir snemma, sbr. orðin árla og morguns-ár (ekki: morgun-sár!). Ég bætti svo við spurning- unni: Hvert er frumstig atviksorðsins síð- ast? Svarið er: síð, sbr. t.d. síð sumars. Sama nemanda spurði ég: Hvað er at- hugavert við þessa málsgrein í mann- kynssögubókinni þinni: „Frjálsbornir menn klæddust skikkjum (toga) sem þeir ófu um sig eftir ákveðnum reglum“? Nemandinn hugsaði sig lengi um og sagði síðan: Hér er líklega ruglað saman sögn- unum vefja – vafði – vafið og vefa – óf – ófum – ofið. Höfundurinn hefur ætlað að skrifa: „Þeir vöfðu skikkjunum um sig.“ Um daginn skrifaði mér kennari og sagði m.a.: „Ég hef áhyggjur af talsmáta starfsfólks í skólanum mínum, eiginlega fæ ég stund- um á tilfinninguna að aðrir vinni á móti því sem maður er að basla við að kenna. Ég tala mikið um málið við nemendur, það sé ekki sama hvernig við tölum. Ég vil að þau segi: „Ég skil þetta ekki,“ og hjálpa þeim ekki strax þegar sagt er: „Ég er ekki að skilja þetta.“ Mér finnst líka óþolandi þegar sagt er henni hlakkar, honum lang- ar o.s.frv. Flestir starfsmenn skólans, og þá undanskil ég ekki kennara, tala svona. Meira að segja hef ég hert upp hugann og fundið að pistlum á heimasíðu skólans míns og það finnst mér ekki auðvelt … Gaman væri að fá þitt álit á þessum hug- renningum. Á ég bara að láta þetta af- skiptalaust?“ Við eigum að ræða þessi atriði og mæla með því sem telst viðurkennt í formlegu máli. Ég vil reyndar ekki fara fram með neinni hörku, heldur skýra þessi fyrirbæri og beita málfræðihugtökum. Jákvæð um- ræða um móðurmálið getur verið bráð- skemmtileg. Ég bið nemendur mína um að flytja slíka umræðu heim til sín og inn í vinahópinn. Um texta bréfritarans hér að ofan hafði ég nokkur orð í kennslu minni nú í vikunni og beitti þá hugtökunum persónuleg sögn (hlakka), nefnifalls- frumlag (ég hlakka), ópersónuleg sögn (langa), þolfallsfrumlag (mig langar), þágufallsfrumlag (mér finnst) o.s.frv. Ég sagði líka að mér þætti ískyggilegt ef „ég er ekki að skilja“/ „hún var að standa sig“ o.s.frv. ætla að útrýma „ég skil ekki“/ „hún stóð sig vel“; og ég reyndi að rök- styðja þá skoðun með því að segja að vart auðgaði það tungu okkar ef við hættum að beygja sagnirnar og notuðumst einungis við nafnhátt þeirra. Síðar í fyrrnefndu bréfi segir: „Þegar ég var barn leiðrétti mamma mig alltaf þegar ég sagði „ég þori því ekki“. Ég átti að segja „ég þori það ekki“ og síðan ég loks lærði það hef ég haldið mig við það. Nú segja flestir þori því ekki, maður tekur eftir ef einhver segir þorir það. Hvað segir þú um þetta?“ Ég var líka leiðréttur svona og mig minnir að sú leiðrétting hafi verið í sam- ræmi við gömlu málfræðibókina. En ef flett er upp í Íslenskri orðabók sést að þora það og þora því (og meira að segja þora þess) teljast jafngild orðasambönd. Mér hefur verið sagt að þora því tíðkist mjög á Vestfjörðum. Í sinni ágætu skáldsögu, Hjarta mannsins, sem gerist þar vestra, segir Jón Kalman: „… hann þorir ekki öðru en að taka við …“ Hér stýrir sögnin þora semsagt þágufalli. Niðurstaðan er þá sú að við þurfum að fara varlega í leiðrétt- ingar, fletta upp, ræða leyndardóma málsins og helst að beita málfræði- hugtökum. Í þessu tilviki mætti segja börnunum að sögnin þora virðist geta stýrt þolfalli, þágufalli og jafnvel eign- arfalli; ég gæti trúað að slíkt væri eins- dæmi um áhrifssögn. Jón Kalman er sannur töframaður í stíl- brögðum og málbeitingu. Í fyrrnefndri sögu, Hjarta mannsins, þar sem rætt er um hina leyndardómsfullu Geirþrúði og ástmann hennar, enska skipstjórann (sem fór að tala um börnin sín á Englandi), segir m.a.: „Geirþrúður sagði ekkert, horfði bara upp í himininn, fingurnir gældu við hár hans, stoppaði hann ekki, þaggaði ekki niður í honum með kossi sem er mýksta aðferð veraldar til að segja ein- hverjum að þegja, ég loka vörum þínum með kossi vegna þess að orð þín kvelja mig.“ Með mjúkum aðferðum höldum við baráttunni áfram. „Mýksta aðferð veraldar“ Koss: Mýksta aðferð veraldar til að segja einhverjum að þegja! Morgunblaðið/Ómar ’ Jákvæð umræða um móðurmálið getur verið bráðskemmtileg. Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.