SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Page 16
16 8. apríl 2012
veislu sem haldin var í sal í íbúðarblokk
sem amma þeirra býr í. Þangað komu um
90 gestir og nutu góðra veitinga. Í einu
horni salarins rúllaði myndasyrpa af þeim
systkinum frá fyrstu tíð og fram að síðustu
innleggjum á facebooksíður þeirra.
Undirbúningur veislunnar hafði að
mestu hvílt á herðum móður þeirra sem
stóð í ströngu dagana á undan við að baka,
elda, hræra, skreyta, þvo og strauja. Hún
naut reyndar ómetanlegrar aðstoðar vin-
kvenna sinna bæði daginn áður en ekki
síður í veislunni sjálfri. Þarna var kominn
hluti af Mósunum, sex kvenna félagsskap
sem varð til eftir að þær unnu saman á
Stöð 2. Fyrir utan Helgu Guðrúnu er hóp-
urinn skipaður þeim Kristínu Helgu
Gunnarsdóttur (sem reyndar var fjarver-
andi að þessu sinni), Telmu Tómasson,
Önnu Katrínu Guðmundsdóttur, Katrínu
Lovísu Ingvadóttur og Huldu Gunn-
arsdóttur. Þær hafa þann háttinn á að
hjálpa hver annarri þegar mikið stendur
til en sú síðastnefnda slapp við að setja
upp svuntuna í þetta skiptið enda boðin í
veisluna með pomp og prakt, manni og
börnum.
Þegar síðustu gestirnir voru farnir
hjálpuðust allir að við að ganga frá, kyssa
ömmu bless og halda heim með endalausa
tertuafganga, rúllutertubrauð, kransa-
kökubita, marens og majónes í löngum
bunum, blóm úr vösum, pakka og pinkla.
Ræðan heppnaðist ekki alveg!
Heima komu menn sér svo þægilega fyrir,
kveiktu á kertum og fylgdust með Helgu
og Óla taka upp gjafirnar sínar. Þau voru
himinlifandi og þakklát fyrir það sem upp
úr pökkum og umslögum kom.
Þegar kom að því að skríða í bólið voru
menn fljótir að sofna, þreyttir en ánægðir
með daginn.
Fermingardrengurinn Óli Haukur á
lokaorðin: „Mér fannst æðislegt að svona
margir skyldu koma til að fagna með mér
á þessum stóra degi í lífi mínu. Ég þekkti
reyndar ekki alveg alla gestina, en mér
fannst gaman að sjá að allir skemmtu sér
vel. Við systkinin ætluðum að halda stór-
kostlega ræðu en hún heppnaðist ekki al-
veg! Enginn gerði samt mikið úr því, nema
vinur minn sem stríddi mér á því allan
daginn …“
Gengið til altaris. Systkinin Helga Þóra og Ólafur Haukur, ́hjá séra Erni Bárði Jónssyni. Foreldrar og systkini bíða átekta.
Gengið inn kirkjugólfið í prósessíunni. Helga Þóra fyrir miðri mynd en þarna eru líka Ásgerður Elva Jónsdóttir, Fannar Skúli Birgisson, Hrafnhildur Birta og einnig glittir í hin tvenn tvíbura-
systkinin; Bjarna Ármann og Laufeyju Atlabörn og Guðrúnu og Agnar Þorláksbörn.
Kristinn Gylfi, Auður, Helga Guðrún, Ólafur Haukur, Helga Þóra og Jón Bjarni. Enginn slapp við að skrifa í gestabókina.