SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Side 15

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Side 15
8. apríl 2012 15 Veislan var líka vel heppnuð og færði fjöl- skyldurnar saman. Ég þekkti ekki nærri alla; sumir spurðu hvort ég myndi eftir þeim en ég gat ekki alltaf staðfest það. Ég er nú ekki vön að vera miðja athyglinnar hjá fullorðnum svo mér fannst eiginlega betra að við skyldum deila sviðsljósinu, ég og Óli.“ Minna umstang fylgir drengjum á svona stórhátíðum. Óli Haukur smellti sér í sparifötin og naut aðstoðar stóra bróður við að laga bindishnútinn. Fékk svo góðan herrailm og smágel í makkann og þá var hann líka klár í slaginn. Athöfnin í Neskirkju hófst kl. 11. Prest- ur var séra Örn Bárður Jónsson og voru fermingarbörnin 26 að tölu, þar af þrennir tvíburar! Fermingarmessan var mjög hátíðleg og ekki annað að sjá en börnin tækju heit sín alvarlega. Þó var létt og notalegt and- rúmsloft í kirkjunni og þegar altarisgöngu fermingarbarnanna og aðstandenda var lokið gengu kirkjugestir út í vorið undir djassaðri útgáfu af Ég er sko vinur þinn úr Toy Story. Kaffiveisla Helga Þóra og Ólafur Haukur völdu að bjóða sínu fólki til hefðbundinnar kaffi- Arna Guðrún Þorsteinsdóttir, hárgreiðslukona og fjölskylduvinur, greiddi Helgu Þóru. Ólafur Haukur gantast við vin sinn, Bjarka Leósson, fyrir athöfnina í Neskirkju. Þeir biðu spenntir eftir athöfninni, og ekki síður krakkarnir, sem fermast ekki fyrr en eftir nokkur ár! Fermingardrengirnir eru, Kjartan Steinn, Sverrir, Troels, Jón Karl, Ástráður Leó, Jakob, Hjörtur Páll, Bjarni Ármann, Ólafur Haukur, Sigurður og Gunnar Orri. Séra Örn Bárður sýnir hvernig hentugast sé að bera sálmabókina. Stolt fjölskylda meðan á athöfninni stóð í Neskirkju. Kristinn Gylfi Jóns- son, Helga Guðrún Johnson, Jón Bjarni og Auður. Grallarar.is hefur hlotið styrki frá Mannréttindaráði Reykjavíkur, Menningarráði Suðurnesja og Þróunarsjóði námsgagna. GRALLARAR.IS Við erum á Facebook Áskrifendur geta sótt fríar vinnubækur fyrir heimili og skóla sem útbúnar eru af grunnskólakennurum Vinnubaekur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.