SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Page 39
8. apríl 2012 39
Það hefur verið staðfest – enn og aftur. Niðurstöðurrannsóknar sem gerð var við Guttmacher-stofnunina benda til þess að kynfræðsla auki ekkilíkurnar á því að unglingar byrji að lifa kynlífi
snemma né að þau taki þátt í áhættusamri kynlífshegðun.
Þvert á móti leiðir hún til þess að unglingar byrja seinna að
stunda kynlíf en ella.
Í rannsókninni var stuðst við svör 4.691 ungmennis á aldr-
inum 15-24 ára við spurningum úr könnun á bandarískum
fjölskyldum, National Survey of Family Growth, sem gerð var
á árunum 2004-2008. Spurningarnar sneru að því hvort þátt-
takendur hefðu fengið formlega kynfræðslu fyrir 18 ára aldur
um það hvernig ætti að segja nei við kynlífi og/eða um hvaða
getnaðarvarnir væru í boði.
Þeir sem höfðu bæði
fengið fræðslu um getn-
aðarvarnir og skírlífi
reyndust hafa verið eldri
þegar þeir byrjuðu að
stunda kynlíf en þeir sem
fengu enga slíka fræðslu.
Þeir reyndust einnig í
heilbrigðari samböndum
og voru líklegri til þess að
hafa notað smokka eða
aðrar tegundir getn-
aðarvarna í fyrsta sinn
sem þeir höfðu kynmök.
Niðurstöðurnar, sem
birtar voru í vefútgáfu
tímaritsins Journal of
Adolescent Health, leiddu einnig í ljós að þær stúlkur sem
höfðu verið fræddar bæði um getnaðarvarnir og skírlífi, voru
mun líklegri til þess að nota smokk í fyrsta sinn sem þær
höfðu kynmök heldur en þær sem höfðu eingöngu fengið
fræðslu um skírlífi. (Þær stúlkur sem eingöngu voru fræddar
um kosti skírlífis voru þó líklegri til að fresta því að stunda
kynlíf en þær sem höfðu enga kynfræðslu hlotið.)
Á sama tíma og stjórnvöld þráast við að gera kynfræðslu að
forgangsverkefni og leggja aðeins til fjármuni til fræðsluverk-
efna sem kenna „skírlífi fram að hjónabandi,“ sýna niður-
stöður fræðilegra og vísindalegra rannsókna enn og aftur fram
á mikilvægi yfirgripsmikillar kynlífsfræðslu. Þá styðja þær við
athuganir Douglas Kirby á matskönnunum á hinum ýmsu
tegundum kynfræðslu en það var niðurstaða hans að tveir
þriðju hlutar þeirra kynfræðsluáætlana þar sem ungmennin
voru bæði frædd um skírlífi og getnaðarvarnir höfðu jákvæð
áhrif á hegðun þeirra.
Þar sem rannsóknir hafa ítrekað skilað svo góðum og já-
kvæðum niðurstöðum, hlýtur maður að spyrja sig hvenær
stjórnmálamenn hyggist opna augun? Hversu margar rann-
sóknir af þessu tagi þarf að framkvæma áður en fjárveitingar
til og stuðningur við yfirgripsmikla kynfræðslu verður þáttur
í stefnumótun stjónvalda? Þau hafa hunsað sönnunargögnin
alltof lengi og haldið áfram að ala á fáfræði ungu kynslóð-
arinnar um kynlíf, þannig að hana skortir bæði þekkingu og
kunnáttu til að seinka því að byrja að lifa kynlífi eða nota
verjur.
Til þess að auka heilbrigði og velferð unga fólksins þurfa
foreldrar, kennarar, skólastjórnendur og aðrir lykilaðilar að
tryggja ungmennunum aðgang að fræðilegri og alhliða kyn-
fræðslu. Við þurfum að fara fram á það sem kjósendur. Það er
nóg komið – og það á einnig við um þá gnægð gagna sem
sanna mál okkar. Hafðu samband við þingmanninn þinn og
láttu hann vita að þú styður heildræna nálgun í kynfræðslu og
að þegar kemur að stefnumótun og forgangsröðun fjárveit-
inga, þá ætlist þú til hins sama af honum.
Kynfræðslan
og pólitíkin
’
Til þess að auka
heilbrigði og
velferð unga
fólksins þurfa for-
eldrar, kennarar,
skólastjórnendur og
aðrir lykilaðilar að
tryggja ungmenn-
unum aðgang að
fræðilegri og alhliða
kynfræðslu.
Kynfræð-
ingurinn
Dr. Yvonne Kristín
Fulbright
Ólafur Ragnar Grímsson var þaulreyndur stjórnmálamaður og átti
að baki áralangan feril í þremur flokkum þegar hann, þá nýlega orð-
inn formaður Alþýðubandalagsins, leiddi flokk sinn til stjórnar-
þátttöku haustið 1988 eftir langa eyðimerkurgöngu í stjórnarand-
stöðu. Forystumenn Framsóknar- og Alþýðuflokks ákváðu að slíta
stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – en Þorsteinn Pálsson, for-
maður þess flokks, var í forsæti ríkisstjórnarinnar. Var þá tekið
höndum saman við Alþýðubandalagið og skipuðust mál svo að Al-
þýðubandalagið fékk fjármálaráðuneytið í sinn hlut.
Atli Rúnar Halldórsson var í áraraðir þingfréttamaður Útvarpsins
og var eðli máls skv. í miklum samskiptum við stjórnmálamenn.
„Sem stjórnmálamaður bjó Ólafur Ragnar að því að hafa verið
kennari, enda var framsetning hans á málum yfirleitt skýr og skil-
merkileg. Á sínum tíma sat ég hjá honum í fyrirlestrum í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands og stundum fannst mér ég vera kom-
inn aftur þangað þegar ég fylgdist með honum á Alþingi. Bresk
stjórnmál höfðu greinilega haft áhrif á Ólaf Ragnar. Hann fór oft
bratt í hluti, var óvæginn og jafnvel ófyrirleitinn en kveinkaði sér
ekki undan óvægnum árásum mótherjanna. Hitt má þó segja að
stundum í ágreiningsmálum líðandi stundar, þegar Ólafur var kom-
inn með menn „á krókinn“, gekk hann stundum skrefi lengra en
ástæða var til og galt þess. Hann gat ekki látið kyrrt liggja að
höggva,“ segir Atli Rúnar um fjármálaráðherrann sem lengi skoraði
hátt þegar spurt var um óvinsælasta stjórnmálamanninn. Það varaði
hins vegar ekki lengi og sumarið 1996, þegar þjóðin valdi sér nýjan
forseta, var Ólafur Ragnar kjörinn og þótti vel að því kominn.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Erlendir
lánar-
drottnar
gætu náð heljar-
tökum á efna-
hagslegu sjálf-
stæði okkar
Atli Rúnar
Halldórsson
hún hefur komið nálægt má nefna Píkusögur og
Pygmalion á sviði, kvikmyndirnar Little Women,
Romeo + Juliet og To Gillian on Her 37th Birthday
og sjónvarpsþættirnir My So-Called Life og
Temple Grandin. Fyrir frammistöðu sína í þeim
báðum fékk hún Golden Globe-verðlaunin.
Damian Lewis, sem er 41 árs, hefur lengi verið
kunnur leikari í Bretlandi, einkum í sjónvarpi.
Hann vakti fyrst athygli vestra fyrir leik sinn í
sjónvarpsþáttunum Band of Brothers fyrir um
áratug. Hann réð við framburðinn og fyrir fimm
árum lék Lewis aðalhlutverkið í spennuþættinum
Life í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir góðar umsagnir
festist alþýða manna ekki við Life og tökum var
hætt eftir tvo vetur.
Voðafrétt undir voðum
Þriðja hjólið undir vagninum, ef svo má að orði
komast, er hin brasilíska Morena Baccarin, sem
fer með hlutverk Jessicu Brody, sem verður fyrir
þeim ósköpum að fá símtal frá löngu glötuðum
eiginmanni sínum meðan hún nýtur ásta með
besta vini hans. Tilverunni er snúið á hvolf.
Baccarin, sem er 32 ára, hefur búið í Bandaríkj-
unum frá sjö ára aldri og var um tíma bekkjar-
systir Claire Danes. Baccarin hefur víða komið
við, bæði í sjónvarpi og kvikmyndum, einkum þó
í aukahlutverkum. Homeland er hennar lang-
stærsti biti á ferlinum til þessa.
Morena Baccarin
leikur eiginkonu dátans
sem snýr óvænt heim
eftir fangavist í Írak.
AP
’
Langbesta frammistaða
leikkonu á árinu,“ sagði
gagnrýnandi Washington
Post og bætti við: „Ég hef ánetjast
þættinum.“
Lögreglumanni á Bandarísku
jómfrúaeyjum brá heldur betur
í brún í vikunni. Hann stöðvaði
þá konu nokkra í hefðbundnu
umferðareftirliti og furðaði sig
á því að hann heyrði barnsgrát
innan úr bílnum enda þótt ekk-
ert væri barnið að sjá. Málið
skýrðist þegar konan opnaði
veskið sitt í sætinu við hliðina
en þá kom í ljós hvítvoðungur, á að giska viku gamall,
ofan í veskinu. Konan gaf þá skýringu að barnið hefði
fæðst heima hjá henni viku fyrr og að hún væri á leið-
inni með það á spítala. Lögregla steig umsvifalaust inn
í málið og kom barninu með hraði undir læknishendur.
Konan gæti átt ákæru yfir höfði sér.
Með barn í veskinu
Aðbúnaður ungbarna
er misjafn.
Starfsmaður ónefnds fyrirtækis í
Des Moines í Bandaríkjunum var
handtekinn á dögunum grunaður
um að hafa sprænt mánuðum
saman á stóla fjögurra samstarfs-
kvenna sinna. Konurnar byrjuðu
að kvarta undan torkennilegum
blettum á stólum sínum síðast-
liðið haust og nýverið ákvað fyr-
irtækið að koma með leynd upp
öryggismyndavélum til að freista
þess að ráða gátuna. Skýringin á téðum blettum var
helst til ógeðfelld en myndavélarnar stóðu manninn
að verki. Í blaðinu Des Moines Register kemur fram
að maðurinn hafi valið fórnarlömb sín vandlega út frá
fegurðarsjónarmiðum. Hann hefur viðurkennt brot
sitt og hefur verið kærður fyrir minniháttar miska.
Sprændi á stóla
Hefur þú þefað af
stólnum þínum?