SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Blaðsíða 18
18 8. apríl 2012
Íslensku safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár safni sem
með starfsemi sinni þykir skara fram úr.
ÓSKAÐ ER EFTIR ÁBENDINGUM frá almenningi,
stofnunum og félagasamtökum um safn eða einstök
verkefni á sviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku
safnastarfi til framdráttar. Bent er á að tilnefna má sýningar,
útgáfur og annað er snýr að þjónustu við safngesti jafnt
sem verkefni er lúta að faglegu innra starfi.
Ábendingum skal skilað til Safnaráðs, Þjóðminjasafninu
við Suðurgötu, 101 Reykjavík eða á netfangið
safnarad@safnarad.is merkt Safnaverðlaun fyrir 1. maí 2012.
Valnefnd velur þrjú söfn eða verkefni sem tilnefnd verða til
verðlaunanna á alþjóðadegi safna þann 18. maí en afhend-
ing þeirra fer fram á íslenska safnadaginn 8. júlí 2012.
Íslandsdeild ICOM - Alþjóðaráðs safna og FÍSOS - Félag íslenskra safna
og safnmanna standa saman að verðlaununum.
ÍSLENSKU
SAFNAVERÐLAUNIN
2012
Við þurfum að taka höndum
saman um að skapa frið og sátt
um störf hennar. Það er gert
með samstarfi okkar allra er
vinnum að málum hennar.
Kirkjan stendur á traustum
grunni. Á þeim grunni er starfið
byggt. Halda ber því sem vel
hefur reynst en bæta það sem
miður hefur farið. Sem biskup
mun ég standa vörð um hags-
muni kirkjunnar og leiða hana,
þannig að hennar lífgefandi
boðskapur setji mark sitt á ein-
staklinga sem samfélag.
Grunnur trúarinnar
– Hvaða gildi hefur Biblían
fyrir kirkju og kristni nú-
tímans? Er hún heilög ritning?
Eiga orð hennar að ráða því
hvað er leyft eða bannað og
hvernig kirkjan kennir í dag?
Kirkjan byggir á þeim trausta
grunni sem trúin á Jesú Krist
er. Grunnur trúarinnar er
kynntur í Biblíunni, sem nefnd
hefur verið hið lifandi orð Guðs.
Hún er lifandi vegna þess að í
henni er að finna boðskap sem
Séra Agnes M. Sigurðardóttir:
– Hvers vegna býður þú þig
fram til biskupsþjónustu?
Margir hvöttu mig til þess að
gefa kost á mér. Eftir umhugs-
un, samtal og bæn ákvað ég að
láta af verða. Ég tel að reynsla
mín af starfi innan þjóðkirkj-
unnar til 30 ára, sem sérþjón-
ustuprestur, prestur í borg,
sveit og sjávarplássi, sem pró-
fastur auk fjölmargra trún-
aðarstarfa sem ég hef gegnt
innan kirkjunnar nýtist vel í
biskupsþjónustu. Þannig hef ég
kynnst innviðum þjóðkirkj-
unnar sem og starfinu á akr-
inum. Ég treysti mér til bisk-
upsþjónustunnar og treysti
Guði til að leiða mig, styrkja og
senda mér traust samstarfsfólk.
– Rætt er um biskupsþjón-
ustu en hverjum eða hverju á
biskup að þjóna fyrst og
fremst?
Sem prestur prestanna er
biskup andlegur leiðtogi kirkj-
unnar og þjóðarinnar. Biskup á
að telja kjark og von í þjóðina á
grundvelli trúarinnar á Jesú
Krist. Biskup leiðir kirkjuna og
verður að hafa góða yfirsýn yfir
öll mál hennar, innri sem ytri.
gagnast fólki á öllum tímum og
í öllum aðstæðum lífsins. Sögur
Biblíunnar kenna okkur að tak-
ast á við lífið með hjálp Guðs og
góðra manna. Biblían er heilög,
sem þýðir að í henni talar Guð
inn í aðstæður mannanna og
mótar þannig hugmyndir okkar
um mann og heim. Orð hennar
hafa áhrif á nútímann og þegar
við lesum hana er Jesús Kristur
aðalatriðið. Út frá honum lesum
við og sjáum allt sem í Biblíunni
stendur. Við eigum að taka
mark á þeim boðskap og leyfa
honum að verka í daglegu lífi
okkar. Að því leyti ræður hún
því hvað er leyft og hvað bann-
að. Til þess að vera betur í stakk
búin til að meta þann boðskap
þarf að fara fram stöðug rann-
sókn á textum hennar til að þeir
tali með sínum hætti inn í nýjar
aðstæður og nýtt samfélags-
form. Kirkjan flytur þennan
boðskap inn í samtímann eins
og hann er hverju sinni þannig
að hann mótist af kristinni
trúarhugsun og kristnum gild-
um.
– Hvernig ætlar þú að beita
þér fyrir því að endurreisa
orðspor kirkjunnar?
Traust til þjóðkirkjunnar er
með minnsta móti eins og
kannanir sýna. Hins vegar er
traust til kirkjunnar í nærsam-
félaginu mikið. Verkefni okkar
næstu misserin er að byggja upp
traust til kirkjunnar sem stofn-
unar – traust til yfirstjórnar
kirkjunnar. Traust verður ekki
byggt upp nema með markviss-
um aðgerðum sem taka tíma. Til
að byggja það upp þarf að gera
fólk jákvætt gagnvart kirkjunni
og því góða sem hún hefur fram
að færa. Það er meðal annars
hægt með eftirfarandi hætti.
Með því að kirkjan sýni gott
fordæmi og fari eftir lögum og
reglum og takist á við mál er
upp koma í samræmi við það.
Með því að hlusta og ræða við
fólk. Taka mark á því sem það
segir og læra af því hvernig
hægt er að láta rödd kirkjunnar
hljóma í samtímanum. Með því
að fela fleirum ábyrgð á hendur
í hennar fjölbreytta starfi. Þar á
Ljúka þarf upp leyndarmál-
inu um starf kirkjunnar
Nýr biskup yfir Íslandi verður senn
kjörinn. Tveir prestar eru í kjöri í síð-
ari umferð, séra Agnes M. Sigurð-
ardóttir sóknarprestur í Bolungarvík
og séra Sigurður Árni Þórðarson
prestur í Neskirkju. Sunnudagsmogg-
inn lagði fyrir þau nokkrar spurningar
af þessu tilefni.
„Ég treysti mér til biskupsþjónustunnar
og treysti Guði til að leiða mig, styrkja
og senda mér traust samstarfsfólk,“
segir séra Agnes M. Sigurðardóttir.