SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Page 4
4 8. apríl 2012
John Divjak, fyrrverandi herforingi, varð tákn fyrir
sjálfsbjargarviðleitni íbúa Sarajevo þegar hann gekk
til liðs við her Bosníu-múslíma til að verja borgina í
umsátri Bosníu-Serba um hana. Í Bosníustríðinu
gripu nágrannar, sem búið höfðu saman í sátt og
samlyndi svo áratugum skipti, til vopna hver gegn
öðrum. Umsátrið um Sarajevo stóð í 44 mánuði.
Divjak fæddist í Belgrað og foreldrar hans eru
Serbar, en hann flutti til Sarajevo 1966 og trúði á
fjölþjóðlega Bosníu – og gerir enn. Fyrir baráttu sína
nýtur hann hylli margra, en í augum Serba er hann
svikari.
„Ég var um kyrrt hjá íbúum Sarajevo þar sem ég
hef nú búið í 47 ár í sama hverfinu, þrjú samfélög
saman [múslímar, Serbar og Króatar] án nokkurra
vandamála,“ sagði hann í samtali við AFP.
Divjak gagnrýndi Radovan Karadzic og Ratko Mla-
dic, leiðtoga Bosníu-Serba, og sakaði þá um stríðs-
glæpi. En hann var ekki síður óvæginn í garð sam-
herja sinna í röðum múslíma þegar honum fannst
þeir ganga of langt. 1993 gagnrýndi hann opin-
berlega liðsmenn úr her múslíma fyrir morð á Bosníu-
Serbum og Króötum í Sarajevo. Divjak settist í helg-
an stein 1998 og afsalaði sér þá tign sinni í hernum
til að mótmæla aðgerðaleysi yfirvalda vegna stríðs-
glæpa liðsmanna Bosníuhers.
Í fyrra var hann handtekinn í Vín vegna ásakana
Serba um stríðsglæpi, en austurrískir dómstólar
komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir
framsalskröfunni og létu hann lausan.
Serbinn sem gekk til liðs við her Bosníu-múslíma
Jovan Divjak er Serbi, en ákvað að taka þátt í vörnum
Sarajevo í umsátri Bosníu-Serba um borgina.
AFP
Þess var minnst á föstudag að tuttuguár eru liðin frá því að stríðið í Bosníu-Hersegóvínu hófst. Þótt átökunumhafi lokið árið 1995 er landið enn illa
statt og í raun klofið í tvennt. Gjá er á milli
múslíma, Serba og Króata og í úttekt 20 sér-
fræðinga, sem birt var fyrir helgi, var því spáð
að héldi fram sem horfði myndi landið lenda í
flokki „misheppnaðra“ ríkja og liðast í sundur.
Bosnía er í raun klofin í tvennt. Hún er eitt
fátækasta land Evrópu. Atvinnuleysi er 40% og
umbætur, sem Evrópusambandið hefur þrýst á
um, hafa ekki náð fram að ganga vegna þjóð-
erniságreiningsins.
„Ummerki stríðsins liggja djúpt í sam-
skiptum fólks og byggðarlaga. Bosnía-
Hersegóvína er fangi þjóðernisafla og ástandið
fer versnandi,“ sagði Raif Dizdarevic, sem var
forseti Júgóslavíu 1988 til 1989 og reyndi að
koma í veg fyrir að landið liðaðist í sundur
þegar járntjaldið féll, í samtali við fréttastofuna
AFP.
Króatía og Slóvenía lýstu yfir sjálfstæði 1991
og þá voru örlög Bosníu í raun ráðin. Haldið
var þjóðaratkvæði um það hvort Bosnía-
Hersegóvína ætti að lýsa yfir sjálfstæði. Músl-
ímar og Króatar í Bosníu greiddu atkvæði með
sjálfstæði, en Bosníu-Serbarnir sniðgengu at-
kvæðagreiðsluna og vildu áfram mynda ríki
ásamt Serbíu.
Spenna fór vaxandi næstu vikur og stundum
sauð upp úr. 5. apríl söfnuðust 50 þúsund
manns saman fyrir framan þingið í Sarajevo til
að krefjast friðar. Altalað var í borginni að
Bosníu-Serbar hefðu safnað liði í hæðunum
fyrir utan hana og væru þar með skriðdreka og
stórskotalið. Leyniskyttur úr röðum Bosníu-
Serba hófu skothríð á mótmælendurna. Tvær
konur féllu fyrir skotunum og voru þær fyrstu
fórnarlömb átakanna úr röðum óbreyttra
borgara. Átökin hófust ekki fyrir alvöru fyrr en
í maí, en upphaf Bosníustríðsins hefur verið
rakið til þessa dags.
Opinberlega hófst stríðið 6. apríl, sama dag
og Evrópusambandið viðurkenndi Bosníu sem
sjálfstætt ríki.
Stríðið stóð í þrjú og hálft ár og var hart bar-
ist. 100 þúsund manns féllu og 4,4 milljónir
manna, um helmingur íbúanna, flúðu heimili
sín. Umsátrið um Sarajevo er það lengsta á
seinni tímum og á föstudag voru haldnir tón-
leikar á vegum borgarinnar þar sem þúsundum
auðra stóla var raðað upp til að minnast þeirra
tíu þúsund manna, sem féllu fyrir sprengjum
stórskotaliðs og kúlum leyniskyttna Bosníu-
Serba. Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett vopna-
sölubann á Júgóslavíu og það kom umsáturs-
liðinu til góða.
Bosníu-Serbarnir voru betur þjálfaðir og
betur vopnum búnir og höfðu þjóðarherinn og
Serbíu á sínu bandi. Þeir hófust handa við
þjóðernishreinsanir í serbneska hluta Bosníu.
Þeir hröktu múslíma og Króata í burtu og
nauðguðu og myrtu. Árið 1995 myrtu hermenn
undir forustu Ratkos Mladic átta þúsund músl-
íma í Srebrenica, sem átti að vera griðastaður
undir vernd Sameinuðu þjóðanna. Stríðs-
dómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur lýst
fjöldamorðin í Srebrenica þjóðarmorð. Eftir
ódæðisverkin í Srebrenica tók Atlantshafs-
bandalagið í taumana og hrakti Bosníu-Serba á
flótta.
Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosn-
íu-Serba, og Mladic bíða nú réttarhalda vegna
þjóðarmorðs fyrir stríðsglæpadómstól Samein-
uðu þjóðanna, ICTY.
Í nóvember 1995 undirrituðu forsetar Bosn-
íu, Króatíu og Serbíu friðarsamkomulag, sem
kennt er við Dayton í Ohio og kvað á um ríki í
tveimur hlutum, samband múslíma og Króata
og lýðveldi Bosníu-Serba. Með þessu sam-
komlagi festist klofningur Bosníu sessi. Hlut-
arnir tveir vinna hver gegn öðrum og hafa sín-
ar pólitísku stofnanir. Bosnía er sem lömuð
pólitískt og efnahagslega og stjórn Bosníu er
nánast áhrifalaus. Eftir kosningar árið 2010 tók
16 mánuði að mynda ríkisstjórn. Til marks um
ástandið er að ríkisstjórninni hefur aðeins tek-
ist að leggja 40 km hraðbrautir frá því að stríð-
inu lauk.
Guido Westerwelle, utanríkisráðherra
Þýskalands, og William Hague, utanríkis-
ráðherra Bretlands, skrifuðu í vikunni grein,
sem birtist í dagblöðum í Bosníu þar sem þeir
skoruðu á leiðtoga landsins að grípa tækifærið
og sækja um inngöngu í bæði Atlantshafs-
bandalagið og Evrópusambandið á þessu ári og
hétu til þess stuðningi.
Þegar stríðinu lauk ríkti bjartsýni í Sarajevo.
Hún er nú horfin. Líkt og Bosnía er Sarajevo
klofin. Stríðið, sem hófst fyrir 20 árum, liggur
enn eins og mara á landinu.
Í viðjum
löngu lið-
ins stríðs
20 ár liðin frá því
að stríðið braust
út í Bosníu
Sellóleikarinn Vedran Smailovic leikur verk eftir Strauss í rústum þjóðarbókhlöðunnar í Sarajevo í september 1992.
AFP
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Ratko Mladic, þáverandi yfirmaður herafla Bosníu-Serba, og Radovan
Karadzic, þáverandi pólitískur leiðtogi þeirra, ráða ráðum sínum í miðju
Bosníustríðinu í ágúst árið 1993. Þeir hafa verið ákærðir fyrir stríðs-
glæpi og bíða réttahalda fyrir sérskipuðum stríðsglæpadómstóli í Haag.
AFP
Þið munuð ekki
kenna mér að hata
neinn. Og í sannleika
sagt því ákafar sem
þið hvetjið mig og
minnið á þjóðerni
mitt, því síður finnst
mér að ég tilheyri því.
Eftir því sem þið höfð-
ið meira til þjóðernis-
kenndar minnar,
þeim mun minni þjóð-
erniskenndar finn ég
til vegna ykkar. Þar
hafið þið það. Þetta
er afstaða mín.
Yfirlýsing leikarans
Boros Todorovic á
sjónvarpsstöðinni
YUTEL 2. nóvember
1991.
Þar hafið
þið það