SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Blaðsíða 38
38 8. apríl 2012 Á undanförnum árum hefur ríkt mikil óstjórn í okkar landi,ekki bara óstjórn á vettvangi ríkisins heldur einnig víða íatvinnulífinu, hjá fyrirtækjunum og forstjórunum,reyndar hjá öllum þeim sem eytt hafa stórlega um efni fram. Erlendar skuldir okkar Íslendinga hafa vaxið um marga millj- arða á hverju ári og senn stefna þær í svo háar upphæðir að erlendir lánardrottnar gætu náð heljartökum á efnahagslegu sjálfstæði okkar. Síðustu ríkisstjórnir hafa á engan hátt ráðið við vandann. Þær hafa ár eftir ár skotið sér hjá erfiðum ákvörðunum, verið haldnar hugarfari sjúklingsins sem finnur dag frá degi að honum þverr þróttur en hefur ekki kjark til að horfast í augu við veruleikann,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra á Alþingi haustið 1988. Margir gætu ætlað sem svo að þessi ummæli væru sögð í dag en ekki fyrir 24 árum. Að minnsta kosti eru þessa lýsingar á málum líð- andi stundar býsna svipaðar nú og var fyrir tæpum aldarfjórðungi. Orðfærið er nánast það sama.Fjármálaráðherrann Ólafur Ragnar Grímsson á Alþingi um 1990. Hann þótti litríkur og skeleggur í embætti. Morgunblaðið/Sverrir Myndasafnið Haustið 1988 Mikil óstjórn í okkar landi Hver er hann eiginlega þessi NicholasBrody? Er hann föðurlandssinnuðstríðshetja heimt úr helju eða hand-bendi og flugumaður Al-Qaeda í faðmi Sáms frænda? Vandi er um slíkt að spá. Carrie Mathison, sérfræðingur innan vébanda bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, er á hinn bóginn nokkuð viss í sinni sök. Hún hefur heim- ildir, sem hún treystir, fyrir því að hryðjuverka- samtökin alræmdu hafi snúið bandarískum fanga í Írak og að það sé Nicholas Brody. En hvernig á hún að sanna það – áður en það er um seinan? Bandaríska þjóðin ber Brody á höndum sér og yf- irmenn Mathison hjá CIA sjá ekkert grunsamlegt við hann. Þannig liggur landið í nýjum bandarískum spennuþáttum, Homeland, sem fallið hafa í frjóa jörð hjá leikum sem lærðum víða um heim, þar á meðal hér heima. Homeland hefur sópað til sín verðlaunum, var meðal annars valinn besti sepnnu/dramaþátturinn á Golden Globe- verðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Fyrsta serían telur tólf þætti en þegar hefur verið tekin ákvörð- un um að framleiða nýja seríu, aðra tólf þætti, á þessu ári. Áætlað er að þeir fari í loftið vestra í lok september. Stjörnuleikur Claire Danes Styrkur Homeland þykir ekki síst liggja í frammi- stöðu aðalleikaranna, hins breska Damians Lewis, sem fer með hlutverk Brodys, og hinnar banda- rísku Claire Danes, sem leikur Mathison. Bæði voru þau tilnefnd til Golden Globe-verðlauna og hirti Danes gullhnöttinn. „Það sem Homeland hefur umfram aðra spennuþætti sem gerðir hafa verið eftir hryðju- verkaárásirnar 11. september 2001 er stjörnuleik- ur Danes – langbesta frammistaða leikkonu á árinu,“ sagði gagnrýnandi Washington Post og bætti við: „Ég hef ánetjast þættinum.“ Claire Danes verður 33 ára í næstu viku. Hún er jafnvíg á flest form leiklistar og meðal verka sem Bandarísku spennuþættirnir Home- land, sem Stöð 2 sýnir um þessar mundir, hafa farið sigurför um heim- inn og leikurunum víða verið hampað. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Stríðshetja eða flugumaður? Frægð og furður Reuters Damian Lewis og Claire Danes á Golden Globe- verðlaunahátíðinni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.