SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Síða 41
8. apríl 2012 41
LÁRÉTT
1. Ílát dregur að skertar. (8)
3. Tvístri kílói með línum. (8)
6. Óhreinkast tré út af mat (10)
7. Okkar svefnleysi er skemmtun. (7)
9. Týndist á nýjan leik í umsnúningi. (10)
11. Líf af grjóti er það sem skiljum eftir okkur. (8)
12. Hastúðugur er einhvern veginn útpældur.
(10)
15. Birtist út af asa niðurlútur fugl. (6)
17. Ron lést undir tónlist. (5)
20. Ergir gas með því að flækjast um og vinna. (8)
22. Spói fékk kað þegar hann gekk. (7)
25. Gamlir þýskir peningar í skógi. (4)
27. Laminn flær einhvern veginn aumingja. (10)
28. Ekki gömul hjá sálfræðingi er nýnæmi. (6)
29. Samkynhneigt að sögn er friðsamlegast í sér-
stakri kviðu. (10)
31. Tapar viðsnúið næstum í skóla út af skrifli. (9)
32. Hlaupa frá með mjólkurafurð. (10)
33. Villast til Stálpastaða. (6)
LÓÐRÉTT
1. Veiða fyrir Bæjarútgerðina í ílát. (8)
2. Verðlaunaglíma án vímu byggist á viðmiðinu.
(10)
3. Hreyfi við tólum vegna möguleika. (8)
4. Skot á bar þegar birti af degi í orrustu. (11)
5. OK, aftur kvíða einum heilögum og þeim með
stærsta líkamshlutann. (10)
8. Fimm við eða hálffarnir út af loftslagi. (8)
10. Lirfan hjá Svíanum? (4)
13. Brjálaður maður og tilfinningasamur. (7)
14. Hita í A-moll í svækju? (9)
16. Svei sigrar stuttur. (11)
18. Niður við mynni út af óhæfu. (6)
19. Dá lítið tvisvar sinnum 50 út af hnaus. (9)
21. Gunnar ekki stífur fær eldinn. (9)
23. Flækist um Hundaland á flótta. (9)
24. Mjög mikið af reikningsverkefni hjá sjaldgæf-
um. (7)
25. Eitthvað eftir Má las á krá, líklega einhvers
konar lista. (8)
26. Gef fé aftur og enn til kalla sem krjúpa. (8)
30. Salta einhvern veginn rétt. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta
lausn krossgátunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn í umslagi
merktu: Krossgáta Morg-
unblaðsins, Hádegismóum 2,
110 Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu 8. apríl
rennur út á hádegi 13. apríl.
Nafn vinningshafans birtist í
Sunnudagsmogganum 15. apríl.
Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi
krossgátunnar 1. apríl er Óskar H. Ólafsson, Dalengi
2, Selfossi. Hann hlýtur að launum bókina Málverkið
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Forlagið gefur út.
Krossgátuverðlaun
Á Evrópumóti einstaklinga sem
lauk í Plovdiv í Búlgaríu í síðustu
viku mátti litlu muna að nokkrir
keppendur gerðu uppreisn gegn
gerræðislegum ákvörðunum
mótshaldara sem hófust með því
að einn öflugasti skákmaður
heims, Aserinn Mamedyarov,
fékk dæmt á sig tap er hann
mætti 10 sekúndum of seint í
viðureign sína í 8. umferð. Af-
staða Evrópska skáksambands-
ins, ECU, undir forsæti Búlg-
arans Sergio Danailov, til
„frávika frá almennri með-
alhegðun“ er hin svonefnda
„zero tolerance“-regla. Skák-
menn á „ECU-mótum“ verða að
sitja við borðið við upphaf um-
ferðar, bannað er að bjóða jafn-
tefli fyrir 40. leik. Skákstjórar
ömuðust ekki við því þegar tveir
af efstu mönnum mótsins,
Akopjan og Malakhov, þráléku í
einni af lokaumferðunum, þeir
kölluðu á skákdómara og fengu
leyfi til að undirrita friðarsamn-
inga, sem flestum fannst augljóst
að hefðu verið ákveðnir fyrir-
fram. Tveir minni spámenn, Tal
Baron og Eltaj Safarli, slíðruðu
sverðin um svipað leyti, einnig
með því að þráleika, kölluðu
ekki til skákstjóra og fengu báðir
dæmt á sig tap. Úrslitin 0:0 sáust
nokkrum sinnum í þessu móti.
Mamedyarov samdi jafntefli í
þessari sömu umferð eftir 19
leiki án þess að spyrja kóng né
prest: tap dæmt á báða. En þá
var Aserinn búinn að fá nóg og
hætti í mótinu.
348 skákmenn hófu keppni og
kepptu um 23 sæti í heimsbik-
armóti FIDE. Sigurvegari varð
Rússinn Jakovenko sem hlaut 8
½ vinning af 11 mögulegum,
Frakkinn Fressinet varð annar
með 8 vinninga. Okkar menn
voru Hannes Hlífar Stefánsson
og Héðinn Steingrímsson en
framistaða þeirra olli nokkrum
vonbrigðum, Hannes hlaut 6 v.
og varð í 138. sæti. Héðinn hlaut
5 ½ v. og varð í 183. sæti og var
talsvert frá „ætluðum“ árangri.
Þegar ljóst var að hvorugur
þeirra ætti möguleika á einu af
sætunum 23 beindist athyglin
hér heima nokkuð að hinum
svonefndu „Íslandsvinum“,
mönnum á borð við Ivan Soko-
lov, Gawain Jones, Viktor Bolog-
an, Jurí Kuzubov, Alexei Dreev
og Fabiano Caruana. Af þeim
stóð sig best Englendingurinn
Gawain Jones, sem teflir fyrir
Máta, og varð í 15. sæti. Margir
skákmenn með yfir 2700 stig
áttu erfitt uppdráttar, ungstirnin
Anish Giri og Fabiano Caruana
voru langt frá því að komast
áfram. Giri tapaði snemma fyrir
„Íslandsvini“ frá Úkraínu:
Ilja Nyzhnyk –Anish Giri
Katalónsk byrjun
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4.
Rc3 c6 5. g3 dxc4 6. Bg2 b5 7. Re5
a6 8. a4
Svipuð afbrigði í Katalónskri
byrjun eru vinsæl um þessar
undir, hvítur hefur mikið spil
fyrir peðið sem hann lét af
hendi.
8. … Bb7 9. O-O Be7 10. axb5
axb5 11. Hxa8 Bxa8 12. Rxb5 cxb5
13. Bxa8 O-O 14. Bg2 Rd5 15. f4
Bd6 16. e3 Bxe5 17. fxe5 Rc6 18.
Dg4 Dd7 19. h4 Rcb4 20. h5 Rd3
Betra var að bregðast strax við
hættunni á kóngsvæng og leika
20. … f5 sem tryggir svarti gott
tafl.
21. h6 f5 22. exf6 Hxf6?
Kannski ekki augljós yfirsjón.
Eftir 22. … Rxf6 23. hxg7! Hf7! á
svartur að geta varist.
23. Bxd5! Hxf1 24. Kxf1 Df7 25.
Bf3 Rxc1
26. d5!
Baneitraður leikur.
26. … Rd3
Það er enga vörn að finna í
stöðunni, t.d. 26. … exd5 27.
Kg2! og við hótuninni 28. Dc8+
er ekkert gott svar.
27. dxe6 De7 28. Bd5! Kf8 29.
Dxg7+!
- og Giri gafst upp. Eftir 29. …
Dxg7 30. hxg7+ Kxg7 31. e7
rennur peðið upp í borð.
Okkar menn og „Íslandsvinir“
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta