SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Page 19

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Page 19
8. apríl 2012 19 NUTRILENK GOLD „Fyrir u.þ.b. einu ári kynntist ég Nutrilenk Gold og fann ég mjög fljótt fyrir breytingum og er ég allt önnur í dag. Verkirnir í bakinu og mjöðminni eru sama sem horfnir og öxlin er öll önnur. Ég er komin í ræktina og get lyft lóðum sem var nánast óhugsandi fyrir einu ári.“ Ólína Sverrisdóttir HEILBRIGÐARA LÍF ÁN LIÐVERKJA NUTRILENK GOLD inniheldur vatnsmeð- höndlað brjósk úr fiskbeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir liði og bein. NUTRILENK GOLD er framleitt á einstakan hátt svo að líkaminn þinn nýti betur virku efnin í NUTRILENK svo bestur árangur verði. NUTRILENK GOLD viðheldur heilbrigði liða og beina, svo þú getur lifað heilbrigðari lífi án verkja og eymsla. FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA - GENGURVEL.IS ég ekki síst við leikmenn. Með því að segja frá öllu því góða starfi sem unnið er í söfn- uðunum úti um allt land. Með því að nálgast fólk á jafnréttisgrundvelli, af virðingu og kærleika. Með því að ná niðurstöðu um mál með samstöðu en ekki með valdboði. – Telur þú að með nýjum biskupi megi fá aftur til liðs við þjóðkirkjuna þá sem hafa yf- irgefið hana á undanförnum árum? Já, það tel ég að fari saman við aukið traust til kirkjunnar og þá staðreynd að kirkjan tek- ur á móti öllum, til okkar eru allir velkomnir. Foreldrar móta heimilislífið og það er ekki eins á öllum heimilum. Þess vegna hlýtur ný húsmóðir á heimilinu að hafa áhrif á aðra fjölskyldu- meðlimi með sínum hætti. Það er nauðsynlegt að láta það heyrast að kirkjan vill reynast öllum vel og býður alla til sam- félags við sig. Sem biskup mun ég leggja mig fram um það að láta það heyrast að „kirkju- heimilið“ stendur öllum opið og þangað eru allir velkomnir. Það er frjálst val fólks hvort það vill tilheyra þessari fjölskyldu eða ekki. Ef fólk velur að koma aft- ur heim þá skal ekki standa á mér að taka vel á móti því, hlusta og næra. Skylda kirkjunnar að ástunda kristniboð – Sífellt stærri hluti íbúa landsins ýmist afneitar allri trú eða aðhyllist önnur trúar- brögð en kristni. Er þörf á auknu kristniboði á Íslandi? Ætlar þú að beita þér fyrir því verðir þú kosinn biskup? Jesús sagði okkur að fara og gera allar þjóðir að lærisvein- um. Það er því skylda kirkj- unnar að ástunda kristniboð. Íslenskir kristniboðar sem starfa í öðrum löndum boða, fræða, sinna kærleiksþjónustu og taka þátt í daglegu lífi fólks- ins. Það sama gerir kirkjan í eigin landi. Fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð hefur sínar ástæður fyrir því. Fjölmargir hafa flutt hingað til lands sem hafa alist upp í landi þar sem önnur trúarbrögð eru ríkjandi. Önnur eru kristinnar trúar, en tilheyra öðrum kirkjudeildum. Við eigum að taka vel á móti öllum og bjóða þau velkomin bæði til lands okkar og til kirkju okkar. Þjóðkirkjan hefur enda það hlutverk gagnvart þjóðinni, umfram önnur trúfélög, að til hennar geta allir leitað hvort sem þeir tilheyra henni eða ekki. Og hún starfar um allt land til þjónustu reiðubúin fyrir alla. – Hver er afstaða þín til hjónavígslu samkynhneigðra? Það gilda ein hjúskaparlög í landinu og er mér ljúft að gefa saman fólk af sama kyni eins og gagnkynhneigða. Eftir góðar umræður um málið var nið- urstöðu náð og hana virði ég og fylgi henni. Allir eru jafnir fyrir Guði og kirkjan tekur öllum sem til hennar leita með opnum örmum. – Hvert finnst þér að hlut- verk leikmanna og kirkjuþings eigi að vera? Án leikmanna væri ekkert kirkjustarf. Hvað stjórnsýslu kirkjunnar varðar má benda á þá staðreynd að kirkjuþing, sem er valdamesta stofnun kirkjunnar, er að meirihluta skipuð leikmönnum. Kirkjan þarf að efla leikmannastarfið þannig að fólk geti tekist á við verkefni sókna og kirkjuþings af öryggi og þekkingu. – Kirkjan hefur verið gagn- rýnd fyrir mikla miðstýringu úr Reykjavík. Munt þú beita þér fyrir meiri valddreifingu og gera grasrótina, sóknirnar um allt land, virkari? Já, ég er hlynnt því. Kirkjan þarf að nýta betur hæfileika og þekkingu grasrótarinnar. Huga þarf að grenndarstýringu og fela svæðunum fleiri verkefni. Huga að því hvort vinna þurfi öll verk á einum stað eða hvort megi dreifa verkefnum til gagns fyrir kirkjuna alla. Þetta þarf að skoða í samhengi við stefnu- mótun yfirstjórnar kirkjunnar. – Aðskilnaður ríkis og kirkju. Er hann þegar hæfileg- ur, hvaða fyrirkomulag kýst þú? Aðalmálið er að kirkja og þjóð eigi áfram samleið svo sem ver- ið hefur um aldir. Kirkjan er nú þegar sjálfstæð samkvæmt lög- um. Ég vil að hún verði það áfram en njóti jafnframt vernd- ar og stuðnings ríkisvaldsins hér eftir sem hingað til, eins og segir í 62. grein stjórnarskrár- innar. Í rúm þúsund ár höfum við byggt menningu okkar á kristnum grunni, þjóðinni til heilla. Það er bjargföst trú mín að farsælast sé að sá háttur verði áfram við lýði. Hin evang- elíska lúterska kirkja er þjóð- kirkja hér á landi og ef breyting verður þar á verður að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla áð- ur en Alþingi ákveður þær breytingar. – Nú innheimtir ríkið sókn- argjöld fyrir kirkjuna en lækk- ar þau að hentugleikum. Telur þú rétt að kirkjan hafi heimild til að ákveða sjálf sín sókn- argjöld svipað og sveitarfélög ákveða útsvar? Fyrsta skrefið er að tryggja það að ríkið skili þeim tekjum sem það innheimtir fyrir kirkj- una, þ.e. sóknargjöldunum. Verði það ekki gert er til lítils að velta því fyrir sér hvort kirkjan ákvarði sóknargjöldin sjálf. Þessa spurningu þarf að skoða í samhengi við aðskilnað ríkis og kirkju. Verði slíkur að- skilnaður að veruleika mun kirkjan væntanlega sjálf ákvarða sín sóknargjöld. – Hvernig biskup þarf kirkj- an nú? Kirkjan þarf biskup sem hlustar á þarfir fólks og tekur tillit til ólíkra sjónarmiða. Bisk- up sem telur kjark og von í þjóðina á grundvelli trúarinnar á Jesú Krist. Biskup sem leiðir kirkjuna og fólk innan hennar til góðra verka og hefur góða yfirsýn yfir öll mál hennar, innri sem ytri. Kirkjan þarf nú á því að halda að bæta yfirstjórn sína og biskup þarf að taka þátt í og leiða það ferli. Biskup þarf að sýna að kirkjan kemur fram við fólk af virðingu og með kærleika eins og Jesús sjálfur gerði. Við þurfum að ljúka upp leyndarmálinu um starf kirkj- unnar um land allt. Embætti biskups er til húsa í Kirkjuhúsinu á Laugarvegi í Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.