Morgunblaðið - 05.05.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.05.2012, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands má hefj- ast í dag. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis skal atkvæða- greiðsla utan kjörfundar hefjast svo fljótt sem kostur er eftir að kjördag- ur hefur verið auglýstur, þó ekki fyrr en átta vikum fyrir kjördag, sem er núna, laugardaginn 5. maí 2012. For- setakosningarnar fara fram 30. júní næstkomandi. Framboðsfrestur til forsetakjörs rennur ekki út fyrr en á miðnætti föstudaginn 25. maí. Það virðist skjóta skökku við að það megi kjósa áður en ljóst er hverjir verða í fram- boði til kjörs. Þótt átta hafi gefið kost á sér í embættið er enn óljóst hvort nöfn þeirra allra verða á kjörseðlin- um í júní. Mega kjósa aftur og aftur Samkvæmt upplýsingum úr inn- anríkisráðuneytinu, sem fer með framkvæmd kosninganna, er þetta fyrirkomulagið samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands frá 1945. Utankjörfundaratkvæði er ekki endilega ónýtt ef kosinn hefur verið frambjóðandi sem kemur síðar í ljós að verður ekki í framboði. Því ef menn hafa tök á mega þeir kjósa eins oft og þá lystir utan kjörfundar. Er það þá síðasta atkvæðið sem gildir. Ef menn hafa ekki tök á að mæta aft- ur og kjósa er öruggast að kjósa þá sem þegar eru komnir með nægileg- an fjölda meðmælenda til framboðs, þ.e. ef þeir vilja eiga meiri möguleika á að atkvæðið nýtist. Þrátt fyrir að hafa kosið utan kjör- fundar má mæta á kjörstað líka og kjósa og eru þá utankjörfundarat- kvæðin ónýt. Kjörstjórnir setja þau ekki ofan í kassana fyrr en kjörfundi lýkur. Þá er kannað hvort einhverjir hafi mætt á báða staðina og fer nýj- asta atkvæðið í kassann, samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðu- neytinu. Rætt hefur verið um að stytta þennan átta vikna tíma til utankjör- fundaratkvæðagreiðslu en ekki náðst samstaða um það, með því yrðu þeir sem eru að fara í langan tíma í burtu útilokaðir frá því að kjósa. Yfirmenn yfirkjörstjórna í Reykjavíkurkjördæmunum, sem rætt var við í gær, mundu ekki til þess að einhver hefði misnotað sér þetta ákvæði í lögunum og kosið aft- ur og aftur utan kjörfundar, þó kæmi fyrir að fólk kysi einu sinni utan kjör- fundar og mætti svo líka á kjörstað. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla hafin Morgunblaðið/Ómar Bessastaðir Nú má kjósa á milli forsetaframbjóðenda utan kjörfundar.  Kosning til forseta hafin áður en framboðsfrestur rennur út Utan kjörfundar í Reykjavík » Utankjörfundaratkvæða- greiðsla vegna forsetakjörs hefst við embætti sýslumanns- ins í Reykjavík í dag. Atkvæða- greiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins í Skóg- arhlíð 6, alla virka daga milli kl. 8:30 og 15. Um helgar er opið frá 12-14. Byggingavöruverslunin Bauhaus verður loks opnuð í dag klukkan 8 en fyrst var tilkynnt um opnun verslunarinnar hér á landi árið 2008. Verslun Bauhaus í Grafarholt- inu er sögð vera stærsta verslun landsins en hún er samtals 22 þús- und fermetrar að stærð og í henni munu viðskiptavinir geta valið úr rúmlega 120 þúsund vörunúm- erum. „Það held ég ekki, við vit- um að á Reykjavíkursvæðinu búa um 200 þúsund manns og við byggjum 22 þúsund fermetra verslun sem lítur kannski út fyrir að vera of stór. En af því að af- hendingartíminn hér er aðeins lengri ákváðum við að hafa búðina og vöruhúsið í stærri kantinum,“ sagði Mads Jörgensen, forstjóri Bauhaus á Norðurlöndunum, í samtali við Sjónvarp mbl.is spurð- ur hvort verslunin væri of stór. Að sögn Halldórs Ó. Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Bau- haus á Íslandi, á opnun verslunar- innar í dag eftir að verða sprenging inn á íslenskan markað. „Já, alveg ótrúlega mikið og allt á jákvæðum nótum, þannig að ég held að dagurinn á morgun verði alveg sprenging, mjög öflug sprenging,“ sagði Halldór í sam- tali við Sjónvarp mbl.is í gær að- spurður hvort hann hefði fundið fyrir mikilli eftirvæntingu fyrir opnun verslunarinnar. Klukkan 7 í dag hefst opn- unarhátíð Bauhaus en henni stýrir Felix Bergsson leikari. Við hátíð- ina verður happdrættismiðum dreift á meðal viðskiptavina en 10 heppnir þátttakendur munu vinna 100 þúsund króna úttekt í versl- uninni sem verður opnuð klukku- tíma síðar, klukkan 8. skulih@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári 22 þúsund fermetrar Verslun Bauhaus verður opnuð eldsnemma í dag. Bauhaus-verslun opnuð í dag www.forlagid.i s – alvöru bókaverslun á net inu MÖGNUÐ SÖ GU F L É T T A bbbbb „... spenna sem grípur og heldur manni föstum ...“ E K S T R A BL A DE T NÝ KILJA! Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Skannaðu kóðann til að skoða myndskeið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.