Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Það eru
alltaf
þjálfarar
þér til
aðstoðar
… Heilsurækt fyrir konur
Sumarkortin
komin í sölu
11.900 kr.
Gilda til 10. ágúst
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Hringdu og f
áðu
frían prufutím
a
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Veiðimenn fengu aðgang að fjölda
silungsveiðisvæða 1. maí síðastliðinn
og hafa margir þegar haldið spennt-
ir til móts við vorið með stöng í
hendi. Og víða að berast fréttir af
ágætum afla, eins og meðal annars
má sjá á nýjum veiðivef Mbl.is.
Margir eru spenntir fyrir Þingvalla-
vatni, enda mega duglegir veiði-
menn eiga von á að setja í stóra urr-
iða á þessum tíma árs, þegar þeir
leita upp á grunnið í leit að æti.
Veiðimaður einn setti strax í og
landaði tveimur sannkölluðum bolt-
um, 14 og 18 punda. Tók hann þá á
flugu og sleppti að viðureign lokinni.
Heyrst hefur að menn hafi sett í
stöku fiska hér og þar í þjóðgarðs-
landinu, suma væna. Þá taka ein-
hverjar bleikjur fluguna en það er
þó frekar fátítt þetta snemma;
reynsluboltarnir segja bleikjuna
fara að gefa sig þegar birkið brumar
í þjóðgarðinum en það er venjulega
upp úr 20. maí.
Tóku þungar púpur
Urriðaveiði hófst 1. maí efst í Ell-
iðaánum, uppi undir vatni eins og
síðustu vor. Veiðimenn sem veiddu á
stangirnar tvær í fyrradag sögðu
mikið vatn í ánni og aðstæður frekar
erfiðar. „Við fengum þó sjö urriða og
sá stærsti var mjög fallegur, 50 cm.
Þeir tóku flestir mjög þungar púpur
í Höfuðhyl og þar í kring,“ sagði
hann.
Hlíðarvatn í Selvogi er eitt hinna
vinsælu silungsvatna sem veiðimenn
flykktust að í vikunni. Reyndar er
aðeins veitt á 14 stangir í vatninu, á
vegum fimm veiðifélaga, og þær
voru allar mannaðar fyrstu veiðidag-
ana eins og venjulega er raunin í maí
og júní, enda umhverfið hrífandi og
Hlíðarvatnsbleikjan heillandi í dynt-
um sínum – og einstaklega bragð-
góð.
Blaðamaður var við vatnið og get-
ur tekið undir orð veiðimanns sem
hann hitti eftir fyrsta veiðidaginn.
„Það virðist vera fiskur á öllum
helstu veiðistöðum, við félagarnir
höfum verið að fá einn eða tvo á
hverjum stað og verðum enn meira
varir en þetta eru grannar tökur,“
sagði hann.
Vildu bara litlar flugur
Þrátt fyrir svala gjólu þarna við
suðurstöndina tókst að ná upp
bleikjum hér og þar, á nafnkunnum
veiðistöðum á borð við Kaldós og
Mosatanga. Athygli vakti að þetta
voru mikið fallegir fiskar, um og yfir
40 cm, og stútfullir af æti. Lífríki
vatnsins virðist vera í góðu standi.
Ekki var þó hægt að tala um neina
„myljandi töku“ fyrr en flugur voru
smækkaðar og Peacock númer 14
sökk vel á afmörkuðum bletti út frá
Hlíðarey; þar tóku fimm bleikjur í
beit og daginn eftir aðrar fjórar, þær
tóku reynda fluguna Ölmu Rún,
einnig númer 14.
Hinn 1. maí veiddi félagi í Ár-
mönnum afar væna bleikju í Hlíð-
arvatni, hún tók Teal & black við
Kaldóshólma, reyndist 52 cm löng
og tæp fimm pund á þyngd.
Nils Folmer Jörgensen og Ásta
Ólafsdóttir settu í sannkallaða stór-
fiska í Minnivallalæk á dögunum
þegar þau lönduðu, og slepptu eins
og þar ber að gera, 10 og 16 punda
urriðum og nokkrum fleirum sem
voru ekki miklu minni. Þetta eru
staðbundnir fiskar, sem ná þessari
stærð þar sem veitt hefur verið og
sleppt um árabil í þessari merku
urriðaá í Landsveitinni. Næst-
stærsti fiskurinn tók þurrflugu en
báðir þeir stóru veiddust í Stöðv-
arhyl, sem hefur verið sannkallaður
stórfiskahylur gegnum árin.
Stórurriðar að
taka við Þingvelli
Morgunblaðið/Golli
Myndarlegur Gísli Harðarson með 50 cm urriða sem hann veiddi neðan við Höfuðhyl í Elliðaánum í vikunni.
Ágæt bleikjuveiði í Hlíðarvatni
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég setti saman virkjanavefinn í
þeirri barnalegu trú að þekking geti
aldrei skaðað. Ég er hræddur um að
öfgakennd um-
ræða um virkjan-
ir hafi fælt marga
frá því að kynna
sér virkjanir og
mikilvægi þeirra.
Krafa er gerð um
að menn skipi sér
í fylkingar, með
eða á móti virkj-
unum, og fyrir
vikið þora margir
ekki að láta álit sitt í ljós,“ segir Sig-
urður Ingi Friðleifsson, fram-
kvæmdastjóri Orkuseturs, um að-
draganda þess að hann settist niður
og bjó til upplýsinga- og spurninga-
vef um vatnsafls- og jarðvarmavirkj-
anir á Íslandi. Er vikið að því hvern-
ig hægt er að nálgast vefinn í hnot-
skurninni hér til hliðar.
Einfaldanir og rangfærslur
„Kostir einstakra virkjana vilja
drukkna í einfölduninni: Að vilja
virkjanir eða vera á móti virkjunum.
Annað atriði varðar fullyrðingar um
að verið sé að fórna endanlega til-
teknum virkjunarkostum þegar
gerðir eru samningar um sölu á raf-
orku til stórra kaupenda. Það er okk-
ar val og næstu kynslóða að ákveða
hvað verður um orkuna þegar samn-
ingarnir renna út. Virkjunin og ork-
an verða enn til staðar og gætu þess
vegna knúið rafbíla í framtíðinni.
Vegna einsleitni í umræðu vilja aug-
ljósir kostir orkukerfisins gleymast.
Til að gera illt verra veit íslenskur
almenningur ekki mikið um þær
virkjanir sem þegar er búið að taka í
gagnið, þrátt fyrir að við séum ein
merkasta orkuþjóð heims. Ég hugsa
til dæmis að fleiri myndu þekkja
steinasafn Petru á Stöðvarfirði en
Sigölduvirkjun. Með fullri virðingu
fyrir safninu gæti þessi eina virkjun
séð öllum íslenskum heimilum fyrir
rafmagni. Samt er almenn vitneskja
um þessa tilteknu virkjun takmörk-
uð. Hvort sem okkur líkar betur eða
verr eru virkjanir stærstu mannvirki
Íslands. Við höfum ekki stór hring-
leikahús, Colosseum, eða stórar
dómkirkjur. Eins ættu virkjanirnar
að vera veigameiri hluti af landa-
fræðikennslu. Það er engin ástæða
til að fela þær á landakortinu,“ segir
Sigurður Ingi og víkur að hreinleika
raforkuframleiðslunnar á Íslandi.
Íslendingar eiga heimsmetið
„Það vita ekki allir að við eigum
heimsmet í raforkuframleiðslu á
hvern íbúa og erum í hópi tíu efstu
ríkja í framleiðslu á grænni raforku í
Evrópu, án höfðatölutengingar. Ís-
lendingar geta gengið að ódýrustu
grænu orkunni sem völ er á. Hver
einasta rafmagnsinnstunga gefur
grænt og kolefnisfrítt rafmagn.
Samt er lítið gert með sérstöðu Ís-
lands í orkumálum. Erlendis er t.d.
algengt að einstök hótel auglýsi það í
bak og fyrir ef þau kaupi græna og
endurnýjanlega orku. Hér er hvert
einasta hótel keyrt á 100% grænu
rafmagni og hita. Þó er þetta hvergi
sérstaklega tekið fram eða út á þetta
gert í ferðaþjónustunni. Á hótelher-
bergi hér getur ferðamaður t.d. horft
á sjónvarp án þess að auka útblástur
gróðurhúsaloftegunda í leiðinni,“
segir Sigurður Ingi en jafnframt er
hægt að finna ýmsan fróðleik á öðru
vefsetri hans, orkusetur.is.
Nýr virkjanavefur
slái á öfgar í umræðu
Framkvæmdastjóri Orkuseturs vill kynna virkjanir betur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hvaða virkjun er þetta? Hægt er að nálgast upplýsingar um Sigölduvirkj-
un á upplýsinga- og spurningavefnum um vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir.
Sigurður Ingi
Friðleifsson
Nýr vefur
» Virkjanavefinn er að finna á
vefslóðinni kennsluvefur.is-
mennt.is/virkjanir.
» Þar er hægt að finna fróð-
leik, gera ýmsar æfingar og
taka próf þar sem spurt er út í
einstakar virkjanir, afl þeirra
og margt, margt fleira.