Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Íslenska ullin er einstök
Kíktu eftir
uppskriftabókum
í næstu verslun.
Sjá sölustaði á
istex.is
Lífeyrissjóður
Akraneskaupstaðar
Starfsemi LsA 2011 Allar fjárhæðir í milljónum króna
Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12 2011 2010
Samtals Samtals
Iðgjöld 107 102
Lífeyrir -189 -177
Fjárfestingartekjur 81 78
Fjárfestingargjöld -7 -4
Rekstrarkostnaður -7 -6
Lækkun/hækkun á hreinni eign á árinu -15 -7
Hrein eign frá fyrra ári 916 923
Hrein eign til greiðslu lífeyris 901 916
Efnahagsreikningur
Verðbréf með breytilegum tekjum 259 196
Verðbréf með föstum tekjum 531 500
Veðlán 18 19
Bankainnistæður 75 127
Kröfur 5 5
Aðrar eignir 908 920
Skuldir -7 -4
Hrein eign til greiðslu lífeyris 901 916
Kennitölur
Nafn ávöxtun 7,6% 7,7%
Hrein raunávöxtun 2,3% 4,9%
Hrein raunávöxtun - 5ára meðaltal -4,1% -3%
Fjöldi sjóðfélaga 52 54
Fjöldi lífeyrisþega 220 211
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,8% 0,7%
Eignir í íslenskum krónum í % 96,1% 95,6%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 3,9% 4,4%
Eign umfram heildarskuldbindingar í % -83,1% -81,6%
Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -84,7% -83,2%
Birt með fyrirvara um prentvillur
Hægt er að sjá ársreikning LsA 2011 í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is
Ársfundur 2012
Ársfundur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar verður haldinn föstudaginn
11. maí nk. kl. 12.00, í Bæjarþingsalnum á skrifstofum
Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, Akranesi.
Stjórn og framkvæmdastjóri
Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Árni Múli Jónasson, stjórnarformaður,
Sævar Freyr Þráinsson og Valdimar Þorvaldsson.
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson
Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími 570 0400, lss@lss.is - www.lss.is
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
„Þetta eru betri vaxtakjör en við átt-
um von á,“ segir Oddný Harðardóttir,
fjármálaráðherra, um erlent
skuldabréfaútboð íslenska ríkisins
sem haldið var á miðvikudag, en nið-
urstaða þess var að fagfjárfestar frá
Bandaríkjunum og Evrópu keyptu
bréf fyrir milljarð Bandaríkjadala,
jafnvirði 124 milljarða króna, á ávöxt-
unarkröfunni 6%. Árlegur vaxtakostn-
aður af lántökunni nemur því 7,44
milljörðum króna.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Oddný að lánið verði notað til að greiða
niður gjaldeyrislán Norðurlandanna
sem voru tekin í tengslum við efna-
hagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Íslands. „Við viljum borga sem
fyrst til baka þau neyðarlán sem við
fengum frá okkar nágrannaþjóðum og
AGS og sýna fram á að efnahagshorf-
urnar séu góðar á Íslandi,“ segir
Oddný, sem telur að útboðið sendi þau
skilaboð að Ísland njóti trúverðugleika
á mörkuðum.
Það er hins vegar ljóst að vaxta-
kostnaður gjaldeyrisforðans mun með
þessu móti aukast til skemmri tíma
þar sem gjaldeyrislán Norður-
landanna, sem eru í evrum, eru á tölu-
vert lægri vöxtum eða um 3,25% í dag.
Á það er bent af Greiningu Íslands-
banka að þetta þýði að af hverjum
milljarði evra þarf ríkið nú að greiða
5,3 milljarða króna, en ríflega 7,4 millj-
arða af nýja skuldabréfinu.
Oddný telur aftur á móti að það
skipti máli í þessu samhengi að með
því að tryggja stórt erlent lán til tíu
ára þá takist íslenska ríkinu að lengja
umtalsvert í endurgreiðsluferli gjald-
eyrisforðans. „Það mun vinna með
okkur til lengri tíma.“ Hún bendir enn-
fremur á að það skipti ekki síður máli
að íslenska ríkið ryðji brautina – með
því að fara á erlenda lánamarkaði og
ná góðum vaxtakjörum – fyrir þau fyr-
irtæki hérlendis sem þurfa að sækja
sér erlenda fjármögnun á komandi
misserum.
Lönd í „tómu rugli“
Ef litið er til ríkja á evrusvæðinu þá
sést að aðeins Portúgal og Grikkland
eru með hærri ávöxtunarkröfu á tíu
ára ríkisskuldabréf en Ísland um þess-
ar mundir. Einn viðmælandi Morgun-
blaðsins segir að það komi á óvart að
Ísland sé að fjármagna sig á sömu
kjörum og lönd á evrusvæðinu sem eru
í „tómu rugli.“
Aðeins tvær vikur eru síðan
spænska ríkið, sem er með mikinn
halla á ríkisfjármálum og nánast gjald-
þrota bankakerfi, gaf út ríkisskulda-
bréf til tíu ára á 5,74% vöxtum. Sú
staðreynd að Ísland er að fjármagna
sig á sambærilegum kjörum og Spánn
og Ítalía – lönd sem eru bæði með tölu-
vert hærri lánshæfiseinkunn en Ísland
– gæti hins vegar gefið til kynna sterk-
ari undirliggjandi lánshæfiseinkunn
hjá íslenska ríkinu.
Þorbjörn Atli Sveinsson, hagfræð-
ingur hjá greiningardeild Arion banka,
telur jákvætt að íslenska ríkinu hafi
tekist að gefa út erlent skuldabréf til
langs tíma og að vaxtakjörin séu enn-
fremur ásættanleg. „Þau stinga ekki í
stúf miðað við aðstæður á markaði,“
segir Þorbjörn, en bætir því við að
„eftir sem áður þá stendur sú spurning
ósvöruð hvað við ætlum að gera við all-
an þennan gjaldeyrisforða. Honum
fylgir gríðarlegur vaxtakostnaður.“
Vaxtakostnaður mun
hækka til skemmri tíma
Lengt í endurgreiðsluferlinu Sambærileg kjör og Spánn
Milljarða dala lán
» Fjórföld eftirspurn var í
milljarða dala skuldabréfaút-
boði íslenska ríkisins.
» Lánið notað til að greiða
gjaldeyrislán Norðurlandanna,
sem eru á lægri vöxtum.
» Vaxtakjörin sambærileg og á
spænskum og ítölskum ríkis-
skuldabréfum.
Há vaxtakjör í evrópsku samhengi
ávöxtunarkrafa á eftirmarkaði á tíu ára ríkisskuldabréf
Heimild: Financial Times
25%
20%
15%
10%
5%
0
Dan
mö
rk
Þýs
kala
nd
Sví
þjó
ð
Fin
nla
nd
Bel
gía Ítal
ía
Spá
nn
Ísla
nd
Por
túg
al
Grik
klan
d
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Engar hópupp-
sagnir bárust
Vinnumálastofnun
í aprílmánuði síð-
astliðnum. Undan-
farna 5 mánuði
hefur aðeins ein
hópuppsögn verið
tilkynnt en í febr-
úar var 21 manns
sagt upp í bygging-
ariðnaði. Á sama
tíma í fyrra hafði tæplega 300 manns
verið sagt upp störfum í samtals átta
hópuppsögnum, að því er fram kom í
Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í
gærmorgun.
Engar hópuppsagnir
bárust í aprílmánuði
Atvinna Færri
hópuppsagnir.
● Tap varð á rekstri Icelandair Group á
fyrstu þremur mánuðum ársins og nam
það 13,2 milljónum dala, jafnvirði um
1,6 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra
var hins vegar 9,1 milljón dala tap á
rekstri félagsins. Rekstrartekjur námu
alls 157,7 milljónum á tímabilinu, sem
er 20,7% aukning frá sama tíma í fyrra.
Rekstrarkostnaður jókst einnig, eða um
21,5% og nam 160,7 milljónum dala.
Í tilkynningu frá félaginu er haft eftir
Björgólfi Jóhannssyni , forstjóra Ice-
landair Group, að afkoma félagsins á
fyrsta ársfjórðungi hafi verið betri en
áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir og
einkennst af innri vexti. Aukning í far-
þegatekjum var 31%.
13,2 milljón dala tap hjá
Icelandair á 1. fjórðungi
STUTTAR FRÉTTIR
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./-
,00.,1
+,2.+2
,+.3-+
,+.145
+3.,14
+-2.+4
+.21+,
+5+.+4
+4,.1
+,1.0-
,00./-
+,2.2,
,+.352
,+.2-,
+3.,55
+-2.21
+.212/
+5+./-
+4,.32
,++.1522
+,1.--
,0+.,,
+,2.35
,+.525
,+.252
+3.-2,
+-2.5,
+.220,
+5,.-
+4-.-