Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 29
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
AFP
Gíraffi trónir yfir dvergflæmingjum í Oloidien-vatni
nálægt Naivasha í Kenía. Dvergflæmingjum hefur
fjölgað mjög á þurrustu svæðunum í Kenía eftir að mik-
ið úrhelli breytti seltunni í mörgum stöðuvötnum. Það
varð til þess að fæða flæmingjanna, plöntusvif, er þar
af skornum skammti og þeir færðu sig á þurrari svæði.
Svangir flæmingjar í fæðuleit
Nýtt met mun hafa verið slegið í Ástralíu í gær þegar 97
ára gamall maður, Allan Stewart, útskrifaðist með meist-
aragráðu í læknavísindum frá Southern Cross-háskól-
anum. Stewart sló þar með eigið met sem hann setti árið
2006 þegar hann lauk lagaprófi, þá 91 árs að aldri. Hann
komst þá í Heimsmetabók Guinness sem sagði hann elsta
útskriftarnema heims. Stewart er á eftirlaunum og starf-
aði lengi við tannlækningar áður en hann lauk doktors-
prófi í tannskurðlækningum. Hann segist nú vera hættur
námi en viðurkennir að hann hafi einnig sagt það þegar
hann lauk lögfræðináminu fyrir sex árum. „Ég hef bara
svo mikinn tíma og ég vil halda heilanum í lagi.“
97 ára útskrifaðist úr háskóla
François Hollande, forsetaefni sós-
íalista, kvaðst í gær vonast eftir
„fullnægjandi sigri“ í síðari umferð
forsetakosninganna í Frakklandi á
morgun.
Staða Hollande styrktist þegar
miðjumaðurinn François Bayrou
lýsti yfir stuðningi við hann. Bayrou
fékk 9,1% fylgi í fyrri umferðinni.
Hann sagði að Sarkozy hefði leitað of
langt til hægri í kosningabaráttunni
og kvaðst ætla að kjósa Hollande
þótt hann hefði efasemdir um efna-
hagsstefnu sósíalista.
Síðustu skoðanakannanir bentu til
þess að Hollande væri með 5-7 pró-
sentustiga forskot þótt munurinn
hefði minnkað síðustu daga.
Hollande kvaðst vonast eftir
skýru umboði frá kjósendum til að
geta ráðist í nauðsynlegar aðgerðir
til að leysa efnahagsvanda landsins.
„Ég vil fullægjandi sigur,“ sagði
hann. „Þegar þjóðin þarf að velja
ætti hún að gera það með skýrum
hætti, þannig að forsetinn hafi burði
og umboð til að grípa til aðgerða.“
Neitar því að hann hafi fengið
fé frá stjórn Gaddafis
Sarkozy spáði þó enn tvísýnum
kosningum og skoraði á „þögla
meirihlutann“ að nýta atkvæðisrétt
sinn og kjósa hann í síðari umferð-
inni.
Forsetinn neitaði í gær þeirri
staðhæfingu lögfræðinga fyrrver-
andi forsætisráðherra Líbíu, Bagh-
dadi al-Mahmudi, að einræðisstjórn
Muammars Gaddafis hefði lagt fé í
kosningasjóð Sarkozys fyrir forseta-
kosningarnar árið 2007. Lögfræð-
ingarnir sögðu að fulltrúar Sarkozys
hefðu tekið við greiðslum að andvirði
rúmra átta milljarða króna frá stjórn
Gaddafis.
Talsmaður Sarkozys neitaði þessu
og sagði að ekki væri hægt að trúa
orðum gamalla samstarfsmanna
stjórnar Gaddafis sem vildu hefna
sín á franska forsetanum fyrir að
taka þátt í hernaðinum gegn
einræðisstjórninni. bogi@mbl.is
Hollande enn
með forskot
Vonast eftir skýru
umboði frá frönsk-
um kjósendum
AFP
Á atkvæðaveiðum Sarkozy heilsar
kjósendum í Toulon í gær.
Ertu að gera upp gamalt hús?
Laugavegi 29 - sími 552 4320
www.brynja.is - brynja@brynja.is
Byggjum á langri hefð og eigum mikið úrval af alls
kyns járnvöru. Hurðarhúnar, glugga- og hurðalamir,
stormjárn, læsingar, útiljós o.fl. Sérpöntunar-
þjónusta á hurðarhúnum, raflagnaefni o.s.frv.
Líttu við – sjón er sögu ríkari.
Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919
Áratuga þekking og reynsla