Morgunblaðið - 05.05.2012, Qupperneq 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
✝ Kjartan Ólafs-son fæddist á
Hlaðhamri í Bæj-
arhreppi í Stranda-
sýslu 5. maí 1924.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Hvamms-
tanga 24. apríl 2012.
Hann var sonur
hjónanna Þorsteins
Ólafs Þorsteins-
sonar, f. 23. júní
1891, d. 7. mars
1972 og Jónu Jónsdóttur, f. 9.
október 1888, d. 30. október
1974. Systkini Kjartans eru: Sig-
urjón, f. 17. júní 1915, d. 9. febr-
úar 2010, Ingibjörg Gunnlaug, f.
22. ágúst 1917, d. 15. maí 2004,
Þorsteinn, f. 6. október 1919, Vil-
hjálmur, f. 31. júlí 1922, d. 8. jan-
úar 2007, Kristín, f. 24. desember
1926, d. 23. júní 2001 og Jón
Bjarni, f. 29. nóvember 1930, d.
27. desember 2004.
Kjartan kvæntist 17. júní 1966
Ingibjörgu Jóhannesdóttur, f. 5.
ágúst 1926, d. 10.
maí 2010, frá Gilja-
landi í Haukadal,
Dalasýslu.
Börn þeirra: 1)
Jóhannes, f. 1967,
kona Sveinbjörg
Guðmundsdóttir,
þau eiga þrjú börn.
2) Jón, f. 1971, kona
Gyða Eyjólfsdóttir,
þau eiga þrjú börn.
3) Sigurður, f. 1973,
kona Olivia Weaving, þau eiga
tvö börn.
Kjartan fór í Bændaskólann á
Hvanneyri og lauk þar bú-
fræðinámi 1949. Starfaði síðan
sem bóndi á Hlaðhamri, fyrst
með foreldrum sínum, og frá
1966 með eiginkonu sinni, Ingi-
björgu Jóhannesdóttur, til ársins
2001, er Sigurður sonur þeirra
tók við búinu.
Útför Kjartans fer fram í
Prestbakkakirkju í Hrútafirði í
dag, 5. maí 2012 kl. 14.
Allt er svo tómt án þín, afi, ég
mun sakna þín svo mikið, það
verður aldrei eins að þú sért ekki
hér. En ég hef alla vega mjög góð-
ar minningar um okkur saman,
afi minn. Þótt þú hafir verið fyrir
norðan og ég á höfuð-
borgarsvæðinu áttum við svo
margar góðar stundir saman. Til
dæmis þegar við fórum á bílnum
þínum og vorum að fara að smala
og ég var svo hrædd um að kind-
urnar mundu stanga mig. Þetta
fannst þér algjör vitleysa í mér en
þetta fannst mér samt gaman.
Þegar við fórum í réttirnar, vá
hvað það var gaman, en ég var
stoltust af öllum marblettunum á
fótleggjunum mínum eftir þetta,
og fullt af öðru sem við gerðum
saman.
Ég er svo glöð hvað ég varði
miklum tíma hjá ykkur ömmu. Ég
hugsa um ykkur ömmu á hverjum
einasta degi og hugsa með mér
hvað ég er heppin að hafa átt ykk-
ur sem ömmu og afa.
Þín afastelpa,
Gréta.
Ég minnist Kjartans föður-
bróður míns af mikilli virðingu og
hlýhug. Hér á árum áður fórum
við fjölskyldan reglulega í heim-
sóknir norður að Hlaðhamri á
æskuslóðir föður míns. Bæði
Kjartan og Ingibjörg tóku sér-
lega vel á móti okkur. Við hjart-
anlega velkomin hvenær sem var
og veislumatur drifinn á borð. Við
fórum með þeim Kjartani í fjósið
og ekki ósjaldan voru hestarnir
sóttir og við börnin fengum að
fara á bak.
Ég var svo lánsöm að fá að vera
í sveit hjá Kjartani og Ingibjörgu.
Ég var þar mörg sumur og vann
við flest sveitastörf bæði úti og
inni ásamt því að passa tvo yngri
strákana, þá Jón og Sigurð. Þeg-
ar ég var í útistörfunum var ég
oftast með Kjartani. Hann sagði
mér fyrir verkum og leiðbeindi
mér. Minnist ég þeirra samveru-
stunda af mikilli ánægju. Í sauð-
burðinum var ég ritari hjá Kjart-
ani, skráði niður þegar hann var
búinn að marka lömbin. Þegar við
vorum að marka lömb sem fæðst
höfðu úti hljóp ég lömbin uppi því
ég var léttari á fæti en Kjartan.
Þessum stundum höfðum við
Kjartan bæði gaman af. Ein af
skemmtilegustu minningunum
um sveitastörfin var þegar Kjart-
an leyfði mér að smala með sér
Öxlina, þ.e. fjallið fyrir ofan Hlað-
hamar. Þá þeystumst við um á
hestum og Kjartan var duglegur
að segja mér til. Þessi smala-
mennska gekk bara ljómandi vel
hjá okkur.
Á þessum árum var töluvert
heyjað í vothey. Kjartan fól mér
það mikilvæga verk að troða
heyið í turninum. Ég fór reglu-
lega í súrheysturninn og gekk
þar hring eftir hring og tróð
heyið. Þetta starf svo og öll önnur
á Hlaðhamri leysti ég af mikilli
gleði, ég fann vel að störf mín
voru vel metin og mikilvæg.
Þannig var viðmót Kjartans að ég
vissi að ég var að gera gagn og
það var gott að finna viðurkenn-
ingu á störfum sínum.
Þegar ég var komin með mína
fjölskyldu vorum við einnig ávallt
velkomin að Hlaðhamri og það
var unun að sjá hve Kjartan og
Ingibjörg tóku vel á móti okkur.
Gaman var að fylgjast með
hversu natinn Kjartan var að
sinna börnum mínum og leyfa
þeim að taka þátt í sveitastörf-
unum.
Ég kveð Kjartan frænda minn
með þakklæti í huga og sendi Jó-
hannesi, Jóni, Sigurði og fjöl-
skyldum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Heiðdís Þorsteinsdóttir.
Í dag er til moldar borinn móð-
urbróðir minn, Kjartan Ólafsson
bóndi á Hlaðhamri. Kjartan átti
alla tíð heima á Hlaðhamri. Hann
var góður bóndi og vil ég meina
að hann hafi verið afbragðsfjár-
bóndi.
Kjartan keypti fyrsta traktor-
inn 1952 og var það Ferguson að
sjálfsögðu, ég man nú ekki eftir
því þegar vélin kom, enda bara
tveggja ára, en sagan segir að ég
hafi laumað mér út á vél og verið
rétt kominn af stað þegar Kjart-
an og mamma komu hlaupandi og
stöðvuðu þessa fyrstu ökuferð
mína á Fergusoninum. Ekki stóð
þetta ökubann nú lengi því ég var
farinn að keyra traktorinn með
Kjartani um sjö ára aldur. Það
má segja að ég muni fyrst eftir
mér á vélinni með Kjartani. Það
voru margar fagrar vor- og sum-
arnætur sem við áttum, við að sá,
bera á eða slóðadraga.
Já, hvergi eru vornæturnar
fegurri en í Hrútafirðinum. Þess-
ar stundir með Kjartani á vélinni
eru ógleymanlegar, hann syngj-
andi hástöfum og ég fylgdist með
af aðdáun, hverri einustu hreyf-
ingu og störfum hans. Það að læra
að bakka heyvagni óaðfinnanlega
er t.d. eitthvað sem ég hef búið að
alla tíð.
Minningar eru fjölmargar, það
var góður skóli að alast upp í
sveitinni, fá að takast á við sveita-
störfin og njóta leiðsagnar manna
sem kunnu til verka og það kunni
Kjartan allvel. Að rækta jörðina,
velja gott sauðfé og góðar mjólk-
urkýr, einnig hesta þó svo það
hafi nú ekki verið keppnishestar
þá voru til góðir reiðhestar fyrir
smalamennsku. Það sýnir
kannski þekkingu Kjartans á
meðhöndlun búfjár að honum var
treyst fyrir því að vera forð-
agæslumaður í fjöldamörg ár í
sveitinni.
Þegar Ingibjörg kom að Hlað-
hamri, tók hún mér eins og sínu
eigin, lærði ég heilmargt af henni,
hún var fróð og vel lesin kona,
skemmtilegt var að ræða við hana
um landsins gagn og nauðsynjar.
Blessuð sé minning hennar.
Margar góðar minningar eru
líka í seinni tíð þegar við Emma
komum að Hlaðhamri og þá eins
líka eftir að við fengum stelpurn-
ar Kötu og Amöndu, það var ynd-
islegt að koma og dvelja hjá þeim
Kjartani, Ingibjörgu og strákun-
um.
Nú er Kjartan frændi kominn
til Ingibjargar sinnar aftur, þau
voru einstaklega samstiga hjón,
missir hans var mikill þegar hún
dó.
Jóhannes, Jón, Sigurður og
fjölskyldur. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar.
Ólafur Hjálmarsson.
Ég minnist föðurbróður míns
Kjartans Ólafssonar með mikilli
hlýju og ánægju. Þegar ég var á
níunda og tíunda ári var ég send-
ur í sveit á Hlaðhamar í Hrúta-
firði. Þá voru þau hjón Kjartan og
Ingibjörg tekin við búskap á jörð-
inni af afa mínum og ömmu, Þor-
steini Ólafi Þorsteinssyni og Jónu
Jónsdóttur. Ekki voru nú gerðar
miklar kröfur um vinnuframlag
mitt enda kom það meira í hlut
Heiðdísar systur minnar. Mitt
hlutverk var meira að vera leik-
félagi elsta sonarins, hans Jó-
hannesar. Þar sem ekki var nú
stíft tímabókhaldið við það held
ég að ég hafi verið duglegri við
lestur á öllu bókasafninu á heim-
ilinu. Skipti þá engu hvort var
ástarrómaninn Aðalsmærin og
járnsmiðurinn, Búnaðarblaðið
Freyr eða gulnaðir gamlir bunkar
af Tímanum.
Eitthvað var þó hjálpað til við
bústörfin. Aðallega vorum við Jó-
hannes þó að reka kýrnar. Meira
þótti þó spennandi að sitja á
dráttarvélunum en að vera
„cowboy“. Mér þótti mikið til
dugnaðar og krafts Kjartans
koma, hvort sem verið var að gefa
kálfunum, reisa girðingar úr
rekaviðnum eða annað.
Kjartan og Ingibjörg kona
hans voru einbeitt og stórhuga
við stækkun bústofns og húsa-
kynna. Kjartan var líka fjarska
duglegur við að stækka ræktað
land á jörðinni og hélt áfram því
verki sem afi minn og nafni hóf.
Því var mikið um framræsta
skurði. Eitt sinn í sauðburðinum
fann ég nýfætt lamb yfirgefið í
skurði. Kjartan var fljótur til að
koma lambinu í hús og síðan var
því yljað í eldavélinni á heimilinu.
Þetta þótti mér alveg stórmerki-
legt og lambinu varð ekkert
meint af þessu. Í huga mínum
fannst mér að með sameinuðu
átaki hefðu allir unnið hetjudáð.
Þegar árin liðu var reglulega
komið í heimsókn að Hlaðhamri
enda sumarið ónýtt ef þangað var
ekki komið a.m.k. einu sinni. Þau
hjón Kjartan og Ingibjörg voru
með eindæmum gestrisin og
greiðvikin hvort sem vantaði gist-
ingu eða að fara á hestbak. Þetta
var alltaf bara sjálfsagt þó svo
þau hefðu meira en nóg á sinni
könnu yfir hábjargræðistímann.
Alltaf var líka gaman að koma og
hitta bræðurna Jóhannes, Jón og
Sigurð og ýmislegt var brallað
með þeim. Einnig var það mjög
fróðlegt þar sem allir höfðu þeir
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum.
Kærar þakkir fyrir allt Kjart-
an og blessuð sé minning þín.
Þorsteinn Ólafur
Þorsteinsson.
Maður fyllist trega þegar góðir
vinir falla frá. Þannig varð mér
við þegar ég frétti að Kjartan á
Hlaðhamri væri allur en vissulega
var aldurinn orðinn nokkuð hár.
Síðustu misserin dvaldi hann á
Hvammstanga, fyrst í þjónustuí-
búð fyrir aldraða, en síðan á dval-
arheimilinu. Þá voru fæturnir
farnir að bila og hann komst ekki
um án hjálpar. Það gekk nærri
honum að vera svona á sig kom-
inn og ég veit að hann var orðinn
þreyttur.
Kjartan tók við búskap á Hlað-
hamri af foreldrum sínum og fór
að búa með konu sinni, Ingi-
björgu Jóhannesdóttur frá Gilja-
landi í Haukadal, árið 1966. All-
mörg ár áður hafði hann verið við
búið ásamt foreldrum sínum og
Sigurjóni bróður sínum. Kjartan
hafði frá unga aldri verið ákveð-
inn í að verða bóndi og sótti því
um skólavist í Bændaskólann á
Hvanneyri. Foreldrar hans vissu
ekki um þessi áform fyrr en hann
var búinn að fá svar um skólavist.
Hann var nokkru eldri en nem-
endur almennt. Undirbúningur-
inn var bara barnaskólinn. Mér er
sagt að hann hafi lagt hart að sér
og hann náði mjög góðum árangri
um vorið 1949 þegar hann útskrif-
aðist. Hann minntist þessa tíma
með mikilli ánægju.
Það var gæfa Kjartans þegar
hann gekk að eiga Ingibjörgu.
Þegar þau voru tekin við búinu
var tekið til við uppbyggingu á
Hlaðhamri. Þessi ár voru tími
mikilla breytinga í sveitum og svo
var líka á Hlaðhamri. Nýtt íbúð-
arhús var byggt, þá fjós og fjár-
hús, ásamt hlöðu, túnið stækkað
og bústofninn aukinn. Þetta var
blandað bú. Maður fann það vel
að sauðféð átti meira hug Kjart-
ans. Hann vann mikið, þrátt fyrir
að liðagigt sótti á hann. Áhuginn
og kappið alveg ódrepandi, frið-
laus um heyskapinn, ef hey var
flatt. Hann fór í fjósið alveg fram
á síðustu ár. Það var veðurathug-
unarstöð á Hlaðhamri, veðrið
skráð þrisvar á dag. Þetta er stað-
ur sem á einna lengsta sögu sem
slíkur. Kjartan gerði þetta alltaf
þegar hann var heima og hann
fylgdist mjög vel með veðri og var
fróður þar um.
Kjartan og Ingibjörg voru
mjög samhent í öllu. Þau eignuð-
ust þrjá syni, Jóhannes, Jón og
Sigurð, sem nú býr á Hlaðhamri.
Það er óhætt að segja að þau
höfðu bæði mikinn metnað til
þess að sonunum farnaðist sem
best.
Kjartan var mikill félagsmála-
maður, framsóknar- og sam-
vinnumaður og sat um tíma í
stjórn Kaupfélagsins á Borðeyri,
ásamt því að gegna fleiri félags-
málastörfum. Það var ákaflega
gaman að vera með honum á
fundum. Glöggur og tillögugóður.
Hann fylgdist vel með öllu sem
var að gerast, sérstaklega öllum
kosningum, og skrifaði allt niður.
Ekki má gleyma því hvað stutt
var í húmorinn. Ég kom oft að
Hlaðhamri til þeirra Kjartans og
Ingibjargar. Það voru frábærar
stundir. Margt var skrafað og
skeggrætt og þar var ekki komið
að tómum kofunum. Mörg tilsvör
Kjartans og skemmtilegar at-
hugasemdir munu lifa með okkur
sem kynntumst honum og eiga
eftir að ylja okkur um hjartaræt-
urnar um ókomin ár. Það er fjár-
sjóður að hafa fengið að kynnast
manni eins og Kjartani. Við í
Hrútatungu vottum þeim Jó-
hannesi, Jóni og Sigurði og fjöl-
skyldum þeirra samúð okkar.
Gunnar Sæmundsson.
Kjartan
Ólafsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN RUTH JÓNSDÓTTIR,
Herjólfsgötu 40,
Hafnarfirði,
andaðist laugardaginn 28. apríl.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánu-
daginn 7. maí kl. 13.00.
Inga Jóna Jónsdóttir, Steindór Guðmundsson,
Ólína Bergsveinsdóttir, Guðmundur Ragnar Ólafsson,
Jón Bergsveinsson, Ásdís Árnadóttir,
Björg Bergsveinsdóttir, Eggert Dagbjartsson,
Bergsveinn Bergsveinsson,Gígja Hrönn Eiðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
DR. ERNIR KRISTJÁN SNORRASON,
Seljabrekku,
Mosfellsdal,
lést á líknardeild Landspítalans fimmtu-
daginn 26. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 13.00.
Sólveig Franklínsdóttir,
Franklín Ernir Kristjánsson,
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Þorvaldur Kristjánsson, Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir,
Þorvaldur Örn Þorvaldsson,
Sandra Snorrason,
Idora Frahi Snorrason.
Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com
GRANÍT OG LEGSTEINAR
Fallegir legsteinar
á einstöku verði
Frí
áletr
un
Gjótuhrauni 8, 220 H fnarfirði Sími 571 400 ranit@granit.is
Mikið
úrval Allir legsteinar
á kr. 75.000,-
Miðhra n 22 b, 210 G ð bæ, í i 571 4 0 granit granit.is
✝
Móðir mín,
ÁSTRÍÐUR GUÐBJÖRNSDÓTTIR
frá Rauðsgili,
lést að morgni fimmtudagsins 3. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Snorri Tómasson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ANDRÉS ÓLAFSSON
fyrrum prófastur á Hólmavík,
síðar kirkjuvörður í Dómkirkjunni
í Reykjavík,
andaðist föstudaginn 27. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 9. maí kl. 13.00.
Rögnvaldur Andrésson, Sjöfn Sóley Sveinsdóttir,
Hlynur Andrésson, Björg Sigurðardóttir,
Benedikt Andrésson, Tatiana Evgeniia Biletska,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Goðdölum,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnu-
daginn 29. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva Sjafnarstíg 1,
Akureyri, mánudaginn 7. maí kl. 14.00.
Ingimar Adólfsson, Lutzy Adolfsson,
Reynir Adólfsson, Halldóra Helgadóttir,
Friðrik Adólfsson, Kolbrún Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ANNA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
3. maí.
Birna S. Karlsdóttir,
Sigurður Karlsson, Guðrún Erla Gunnarsdóttir,
Ingibjörg M. Karlsdóttir, Sigurður Örn Kristjánsson,
Anna Mjöll Karlsdóttir,
Kristinn Karlsson, Dagný Þórólfsdóttir,
Brynjar Karlsson, Cristina Gonzalez Serrano,
barnabörn og barnabarnabörn.