Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
✝ GunnhildurAbelína Magn-
úsdóttir fæddist á
Sauðárkróki 27.
apríl 1926. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 28. apríl
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Steinunn
Ingibjörg Ólafs-
dóttir og Magnús
Konráðsson. Fóst-
urforeldrar hennar frá sex
mánaða aldri voru Gunnhildur
Andrésdóttir húsmóðir og Abel
Jónsson sjómaður, búsett á
Sauðárkróki. Gunnhildur átti
þrjú alsystkini og eina hálf-
systur. Eitt þeirra er nú látið.
Gunnhildur giftist 30. ágúst
1945 Svafari Helgasyni. Þau
eiga tvær dætur. Þær eru: 1)
Hildur Svafarsdóttir, gift Jóni
Þór Ólafssyni, börn þeirra eru:
Ólöf Ágústa Jónsdóttir, f. 5.
nóvember 1968, d. 8. febrúar
1989, Arnþór Jónsson, í sam-
búð með Öldu Jónsdóttir og
Ómar Andra Jóns-
son, í sambúð með
Örnu Ragn-
arsdóttir. Fyrir
átti Hildur soninn
Svavar Ásbjörns-
son sem var kvænt-
ur Eddu Björk
Jónsdóttir. Þau
slitu samvistum. 2)
Ólöf Svafarsdóttir
Wessman, gift Wil-
helm Wessman,
börn þeirra eru Linda Wessm-
an, gift Knúti Rúnarssyni, Ró-
bert Wessman, giftur Ýr Jens-
dóttir og Gunnhildur Wessman,
gift Arnari Haraldssyni. Lang-
ömmubörnin eru orðin tíu.
Gunnhildur starfað lengst af
hjá Pósti og síma á Sauð-
árkróki. Hún var félagi í
kirkjukór Sauðárkrókskirkju í
40 ár og virkur félagi í fé-
lagsstarfi á Sauðárkróki um
árabil.
Útför Gunnhildar fer fram
frá Sauðárkrókskirkju í dag, 5.
maí 2012 kl. 14.
Elsku amma mín, loksins þeg-
ar þú fluttir suður til okkar eftir
rúmlega 85 ára búsetu á Sauð-
arkróki, þá áttum við miklu
minni tíma saman en okkur
grunaði. Þegar þú komst til okk-
ar á föstudaginn langa þá datt
mér ekki í hug að það yrði þín
síðasta heimsókn til okkar. En
góðar minningar ylja mér um
hjartað og eru þær virkilega
búnar að leita til mín síðustu
daga.
Þegar ég var stelpa, þá var
fátt skemmtilegra en að koma á
Öldustíg 10 til ykkar afa. Ég
dvaldi þar svo vikum skipti þegar
ég var yngri og það var margt
sem maður fékk að bralla. Ég
man óglöggt eftir því þegar ég
var um þriggja ára, þá datt ég úr
vagninum hjá ykkur og fékk gat
á ennið. Skelfingarsvipurinn sem
kom á þig, amma mín, honum
kem ég aldrei til með að gleyma.
Við rifjuðum það oft upp, ég og
þú, þegar ég var hjá ykkur rétt
um 4 ára gömul og komið var að
því að senda mig heim með flug-
vél. Ég vildi ekki fara frá þér og
mér sárnaði svo mikið að þurfa
að fara að þegar ég gekk út í
flugvél í fylgd flugfreyju neitaði
ég að líta um öxl og vinka þér.
Ég elskaði það að fá að róta í
fötunum þínum og gömlu fötun-
um hennar langömmu sem voru
geymd í stólskemlinum þínum.
Einnig þegar ég fékk smá-pen-
ing hjá þér og fór sjálf upp í
Pippa búð og kaupa smá-nammi.
Að leika í garðinum á bak við hús
var alltaf gaman og gleymi ég
aldrei þegar við frændsystkinin,
Svavar og ég, tjölduðum í garð-
inum og sváfum þar ásamt kisu
sem við fundum. Svo var nú oft
klifrað uppá þak og útsýnið skoð-
að. Ógleymanlegar eru ferðirnar
upp í Grænuklauf með heima-
smurt nesti frá þér. Og hvað var
betra en ilmurinn af nýbökuðum
kleinum og köld mjólk með. Síð-
an voru þær ófáar ferðirnar sem
við fórum saman í berjamó fyrir
norðan og fengum okkur svo ber
og rjóma á eftir, það var alltaf
sérstakt í mínum huga, kannski
vegna þess að mjólkur- og
rjómafernurnar voru allt öðru-
vísi á Sauðárkróki en í Reykja-
vík. En ég verð þó að viðurkenna
að aldrei fannst mér berjasaftin
góð sem var löguð í miklu magni.
Afi kenndi mér að borða hákarl
og voru skemmtilegar stundir
þegar við vorum úti í bílskúr hjá
honum að gæða okkur á kræs-
ingunum. Og alltaf fékk maður
kvöldkaffi og það að sleppa lýsi á
sunnudögum var bara dásemd.
Þú varst fyrsti jólasveinninn sem
ég sá gefa mér í skóinn, og ég
sagði þér aldrei frá því að ég
hefði séð þig . Ég gleymi aldrei
þeirri ferð þegar við Svavar tók-
um þig með og löbbuðum upp á
Tindastól, ég var ekki viss hvort
við kæmum þér nokkurn tímann
aftur niður, amma mín, svo loft-
hrædd varstu.
Þegar ég kom til ykkar á ung-
lingsárunum þá voru byrjaðar að
koma vídeómyndir á markaðinn
og leigðum við okkur stundum
mynd til að horfa á saman. Síðan
þegar pítsurnar komu þá fengum
við okkur stundum saman pítsu
og ég man hvað þér fannst þær
góðar.
Ég vildi að við hefðum haft
meiri tíma saman, elsku amma
mín, en eins og við töluðum oft
um þá stjórnar maður ekki öllu í
þessu lífi. En ég veit að það er
gott fólk sem tekur á móti þér og
þú ert í góðum höndum hjá þeim.
Ég á eftir að sakna þín mikið
og ekki síst símtalanna okkar
sem gátu verið ansi löng stund-
um.
Elsku amma mín, hvíl í friði og
guð veri með þér, fallega kona.
Þín
Linda Wessman.
Hægt en örugglega gengur
maðurinn með ljáinn til verks.
Hann hlífir engum, ekki einu
sinni þeim merku konum og körl-
um sem byggðu upp Sauðárkrók
– gerðu lítið fátækt þorp að
blómlegum bæ.
Ég var gæfusamur í æsku.
Alltaf gat ég leitað inn í bakaríið
til afa og ömmu, og til ömmu
Unnar og Jóns afa á Aðalgötunni
til að fá eitt mjólkurglas og sír-
ópsköku. En ég átti fleiri að.
Abba var alltaf tilbúin til að
veita mér skjól, alltaf tilbúin til
að sinna ærslabelg og alltaf
reiðubúin til að taka til varna fyr-
ir óknyttadreng. Hún naut yfir-
leitt stuðnings frá sínum betri
helmingi, Svafari Helgasyni. Það
var ekki ónýtt að eiga athvarf á
Öldustíg.
Ungur drengur gengur að öllu
vísu og telur sig ekki þurfa að
vita meira en nauðsynlegt er í
daglegum leik. Þannig ólst ég
upp við að Abba væri Abba.
Aldrei kom mér til hugar að kon-
an sem alltaf var tilbúin til að
hjálpa mér héti nokkuð annað.
Löngu eftir að ég sleit barnskón-
um komst ég að því að Abba ætti
sér „alvöru“ nafn.
Abba var ein af glæsilegustu
konum á Sauðárkróki. Hún var
eins og kvikmyndastjarna. Alltaf
brosandi, augun loguðu af gleði
og þykkt hárið myndaði ramma
um fallegt andlitið.
Abba og faðir minn voru sam-
starfsmenn í mörg ár. Abba á
símstöðinni en pabbi hjá póstin-
um og síðustu árin sem stöðv-
arstjóri. Mér er sagt að karl-
menn hafi sætt lagi, þegar þeir
þurftu að nýta sér þjónustu sím-
ans, og komið inn þegar þeir
vissu að Abba væri á vakt. Bros-
ið, hláturinn og glaðværðin heill-
aði.
Abba var vinur vina sinna. Ég
mun aldrei gleyma því hvernig
hún reyndist móður minni þegar
hún þurfti á vinum að halda. Síð-
ustu ár áttum við Abba ekki
mörg samtöl, en á stundum
hringdi hún í mig, en þá fyrst og
fremst til að tryggja að ég væri
að sinna móður minni. Hún vildi
eins og alltaf halda mér við efnið
– tryggja að ég væri að sinna því
sem skipti máli.
Nú er komið að leiðarlokum.
Góð kona – vinur minn – hefur
öðlast frið. Minningin um glæsi-
lega konu, sem gaf meira en hún
vildi þiggja, mun lifa. Fyrir allt
er þakkað.
Óli Björn Kárason.
Abba, eins og við kölluðum
hana, var sóknarbarn mitt á
Sauðárkróki um meira en ellefu
ára skeið. Jafnlengi söng hún í
kirkjukórnum. Eitt sinn var stól-
versið í páskamessunni „Páska-
dagsmorgunn“ eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson. Með mikilli
bassasóló er lýst dimmri páska-
nótt í Jerúsalem. Sorgin ríkir,
tárin falla. Tvær einsöngsraddir
kvenna, alt og sópran, taka und-
ir. En skyndilega verða snögg
umskipti í laginu. Tárin hverfa
fyrir gleði upprisuvissunnar. All-
ur kórinn sameinast og syngur:
„Hann upp er risinn. Hann upp
er risinn.“
Ég er búinn að heyra þetta
æði-oft, en engin alt-söngkona
hefur gripið mig eins og Abba
gerði þarna með einstaklega
hlýrri og afar fallegri rödd sinni,
sem hún náði að beita þannig, að
við hin hlutum að hrífast.
Kynni okkar byrjuðu ekki vel.
Þá voru enn almennar prests-
kosningar og hún hafði kosið
hinn prestinn. Hún var hreinskil-
in manneskja og skaprík og lá
ekkert á skoðun sinni. En Hildur
dóttir hennar var í fyrsta ferm-
ingarbarnahópnum mínum og
lagaði þetta mikið. Þegar ég var
svo búinn að ferma Ólöfu einnig,
var vinátta okkar hjóna og þeirra
Svafars varanlega innsigluð. Við
störfuðum saman í Æskulýðsráði
Sauðárkróks og víðar og smám
saman spunnust þræðir okkar í
milli, sem urðu að ævilangri vin-
áttu og tryggð milli fjölskyldn-
anna, sem við þökkum í dag.
Svafar, hennar trausti eigin-
maður, átti þarna sinn hlut að
máli. Hann var góður drengur,
rólyndur og hlýr í framkomu.
Þau hjón stóðu sterk saman.
Hann átti við langvarandi veik-
indi að stríða, gat þó lengst af
verið heima. Það var hennar verk
og í raun mikið afrek. Við vinir
þeirra gleymum því ekki, að þeg-
ar hann komst ekki lengur millli
hæða í húsinu þeirra, lét hún
breyta aðliggjandi bílskúr í
hjónaherbergi og opna inn í stof-
una. Minningamyndir okkar af
samfélagi þeirra við hinar mjög
erfiðu aðstæður eru fagur vitn-
isburður gagnkvæms kærleika
þeirra og mikillar fórnfýsi henn-
ar.
Svavar lést 2005. Abba var svo
tengd Króknum, að það var erfitt
að flytja þaðan, en hún ákvað að
velja samfélagið við nánustu ást-
vinina hér í Reykjavík, frekar en
góðan, traustan vinahring heima,
sem hún naut þó margs með. En
hér syðra kom brátt í ljós, að
skemmra var til loka en hana
grunaði. Síðasta baráttan var
hörð en stutt. En tárin, sem þá
voru felld, þau hverfa ekki síður
hér en í Jerúsalem. Við látum lof-
söng páskahátíðarinnar, sem
Abba söng svo vel, „Hann upp er
risinn,“ þerra tárin og breyta
sorg í gleði, af því að í honum
eigum við lífið sem aldrei deyr.
Í þeirri trú kveðjum við og
biðjum Öbbu blessunar um eilífð.
Þórir Stephensen.
Gunnhildur A.
Magnúsdóttir
✝ ÞorsteinnÓskarsson
fæddist á Mýrum í
Dýrafirði 2. nóv-
ember 1925. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 23.
apríl 2012.
Foreldrar Þor-
steins voru Her-
borg Jónsdóttir og
Óskar Jóhann-
esson. Fósturforeldrar hans
voru Jón Friðrik Arason og
Ingibjörg Kristjánsdóttir.
Hálfsystkini Þorsteins sam-
mæðra: Skúli, Margrímur
Daði, Hörður, Jósep og María.
Fóstursystkini Þorsteins: Guð-
björg Arelía, Kristján Sig-
urður, Ingibjörg Bjarney, Ól-
ína Ágústa, Ingibjörg Jónína,
Guðbjörg Arelía yngri, Ari,
Soffía, Guðrún Hulda og Garð-
ar.
Eiginkona Þorsteins var
Sigríður Eðvaldsdóttir, f. 20.
desember 1934, d. 19. nóv-
ember 2005. Foreldrar hennar
voru Eðvald Jónsson og Hólm-
fríður Einarsdóttir. Börn Þor-
steins og Sigríðar
eru 1) Stefán Atli,
f. 18. maí 1956,
kvæntur Kristínu
Ásu Davíðsdóttur.
2) Ingibjörg Jóna,
f. 31. janúar 1958,
gift Hauki Erni
Jóhannessyni. 3)
Vilfríður, f. 23.
ágúst 1964, gift
Halldóri Rós-
mundi Guðjóns-
syni. 4) Ósk, f. 29. maí 1966,
gift Baldri Ísberg. Barnabörn
Þorsteins eru ellefu og lang-
afabörnin fimm.
Þorsteinn stundaði nám við
barnaskólann á Þingeyri og í
Héraðsskólanum á Núpi í
Dýrafirði. Hann hóf ungur
sjómennsku, sem hann gerði
að sínu ævistarfi. Hann starf-
aði sem matsveinn á ýmsum
skipum en lauk starfsævinni
við fjölbreytt störf í landi.
Þorsteinn og Sigríður bjuggu
flest sín hjúskaparár í Kefla-
vík.
Útför Þorsteins var gerð
frá Keflavíkurkirkju 2. maí
2012.
Hér sit ég, elsku pabbi minn,
og finnst svo sárt að kveðja
jafnvel þó ég hafi vitað að þú
þráðir þessa hvíld og að komast
til mömmu. Árin eftir að
mamma kvaddi voru þér mjög
erfið og þú varst aldrei sáttur
við að hún skyldi kveðja á und-
an. Þú varst heppinn að hafa
góða heilsu og varst svo dug-
legur að fara í göngutúrana
þína og stundum komstu við í
Njarðvíkunum og fannst gaman
að sitja á pallinum hjá okkur í
góðu veðri.
Ég man sumarið 2007 þegar
ég, Imba, Þorgils og Berg-
sveinn fórum saman vestur á
Dýrafjörð á æskustöðvarnar
þínar. Sú vika er geymd í minn-
ingum mínum um þig því þar
varstu svo glaður. Við fórum
um allt og þú varst svo dugleg-
ur að segja okkur frá æsku
þinni sem var ekki alltaf auð-
veld.
Ég finn fyrir eirðarleysi
núna. Það vantar svo mikinn
part af mínu daglega lífi að
koma til þín eftir vinnu, fara í
búðina og í kaffi til að hitta Atla
á hundahótelinu.
Ég kveð þig, elsku pabbi
minn, ég veit í mínu hjarta hvað
þú ert sáttur. Þín dóttir,
Vilfríður.
Langri vegferð er lokið,
Steini tengdapabbi er dáinn. Þó
að vitað hafi verið að hverju
stefndi, er það ekkert betra.
Tilfinningin er sú sama og sökn-
uðurinn mikill.
Á þessum stundum er oft erf-
itt að stinga niður penna og fara
yfir langan og farsælan feril
ástvinar sem fallinn er frá. Það
var á björtum og yndislegum
sumardeginum fyrsta sl., þegar
Steini var í sinni reglulegu
gönguferð, sem hann skyndi-
lega varð fyrir óhappi og hann
lést fjórum dögum síðar.
Af mörgu er að taka og mikið
yfir að fara á löngum og farsæl-
um ferli, en við þökkum fyrir
allan þann tíma og þær
skemmtilegu stundir sem okkur
lánaðist að vera með þér, Steini
minn. Sorgin og söknuður hald-
ast í hendur eftir áratuga vin-
áttutengsl. En eftir lifa minn-
ingar og svipmyndir tengdar
lífshlaupi þínu, okkar kæri
Steini.
Steini var greiðasamur, hafði
góða nærveru. Hann var einnig
gæfusamur að eiga góða og vel-
viljaða fjölskyldu sem var til
staðar, líka á erfiðari stundum.
Þú munt alltaf eiga vissan
stað í hjarta okkar og við mun-
um minnast þín að eilífu.
Ferjan hefur festar losað.
Farþegi er einn um borð.
Mér er ljúft – af mætti veikum
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakkir fyrir hlýjan huga,
handtak þétt og gleðibrag,
þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fyrir liðinn dag.
(J. Har.)
Þín minning öllu skærar skín
þó skilji leið um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn
mun sólin brjótast inn.
Við biðjum Guð að gæta þín
og greiða veginn þinn.
(G.Ö.)
Að leiðarlokum er okkur efst
í huga þakklæti fyrir hlýhug,
vináttu, ást og ræktarsemi sem
þú sýndir okkur og fjölskyld-
unni.
Amma Sigga mun fagna
komu þinni á þann stað sem
hún dvelur á og hefur beðið þín
þar, þú mætir þar á fagnaðar-
fund. Hafðu þökk fyrir allt og
allt, Steini minn.
Haukur Örn
Jóhannesson.
Elsku Steini minn. Það er
sárt að kveðja þig á þessari
stundu. Á sama tíma koma upp
í hugann ánægjulegar minning-
ar um spjall okkar um eitt og
annað skemmtilegt. Til dæmis
þegar þú sagðir okkur frá því
þegar þú varst á skútunni
Hammonu og síðan þegar þú
varst að sigla barnungur með
fisk til Englands á stríðsárun-
um þar sem þú tókst þátt í
þriggja daga hátíðarhöldum í
Liverpool í stríðslok. Af hinum
ýmsum sögum sem þú sagðir
mér úr daglegu lífi sveita-
stráksins fyrir vestan sem síð-
an fór á sjó eftir fermingu var
greinilega ljós dugnaður þinn,
ábyrgðartilfinning og ósérhlífni
í öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur.
Lífið snerist ekki um að
leika sér og mér er minnisstætt
þegar þú sagðir mér að það
hefði verið gaman þá að geta
leikið sér eins og börnin gera í
dag. Mér fannst gaman að
koma til þín í kaffi og fá þig í
heimsókn og kem til með að
sakna þess að geta ekki séð
þig. Ég sakna glettninnar sem
kom stundum í augu þín þegar
verið var að fíflast með eitt-
hvað.
Slíkar minningar og aðrar
eiga eftir að vera í hjarta mínu
um ókomin ár þegar ég hugsa
til þín. Guð geymi þig, kæri
Steini minn.
Þinn tengdasonur,
Halldór (Dóri).
Þorsteinn
Óskarsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skila-
frests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir grein-
unum.
Minningargreinar
24 tíma vakt
Sími 551 3485
Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947
ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ
ÚTFA
RARÞJÓNUSTA
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
BJARNA HELGASONAR
garðyrkjubónda á Laugalandi,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Landspítalans fyrir
hlýhug og góða umönnun.
Lea Kristín Þórhallsdóttir,
Helgi Bjarnason, Ingibjörg Friðriksdóttir,
Steinunn Bjarnadóttir, Jón G. Kristjánsson,
Þórhallur Bjarnason, Erla Gunnlaugsdóttir,
Sigrún Bjarnadóttir, Hilmar R. Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.