Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 46

Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 Bæjarlind 16 - Kópavogur - Sími 553 7100 - www.linan.is opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 Allegro 3ja sæta kr. 435.800 Edge tunguhornsófi 200x280 kr. 283.000 Simon e 3ja sæta kr. 20 6.000 Simon e 2ja sæta kr. 17 5.400 Avignon 3ja sæta kr. 232.800 Sófarstórir og smáir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur hugsanlega þurft að beita aðhaldi í fjármálum að undanförnu, líkt og margir aðrir, vegna breyttra aðstæðna. Ein- hver reynir á þolrifin í þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ættir að láta til þín taka í vinnunni í dag. Leyfðu öðrum að fylgjast með hvað þú ert að bardúsa - það er lykillinn að vináttu og völdum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Kannski nennirðu ekki að vinna af því að þú veist ekki til hvers er ætlast af þér. Reynsla annarra getur veitt okkur nýja inn- sýn í hlutina. Skoðaðu öll tilboð vel og vand- lega, lestu smáa letrið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft ekki að gera ráð fyrir öllum í áætlunum þínum. Sitt lítið af hverju hjálpar til við að jafna geðið. Þú færð óvænt skila- boð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert eitthvað annars hugar í vinnunni og verður að taka þig á áður en allt fer í hund og kött. Lítil ævintýri geta líka glatt svo þú skalt ekki fúlsa við þeim. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gild- ir. Njóttu hinna smærri sigra, þeir skipta meira máli en þú gerir þér grein fyrir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert maður að meiri ef þú fylgir sann- færingu þinni eftir og lætur meirihlutann ekki hafa áhrif á þig í ákveðnu máli. Vertu stöðugt á varðbergi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það veltur mikið á því að þú náir að notfæra þér sérstök tækifæri, sem bjóð- ast í dag. Vinna þín síðustu árin er að skila árangri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt erfitt með að gera upp hug þinn um eitthvað sem tengist vinnunni. Hugsaðu um eigin velferð fyrst og fremst. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það gengur ekki að ætla sér að halda áfram með alla enda lausa. Eitthvað sem þú óttast virkilega gæti ræst ef þú hætt- ir ekki að hugsa um það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú stendur nú á nokkrum tíma- mótum og þarft að taka ákvarðanir, sem geta skipt sköpum fyrir framtíð þína. Einhver veit- ir þér andlegan stuðning. 19. feb. - 20. mars Fiskar Spennan sem þú finnur fyrir vegna nýrra kynna við einhvern er gagnkvæm. Reyndu ekki að slá ryki í augu annarra, fólk sér auðveldlega í gegnum þig. Augun ljúga ekki. Karlinn á Laugaveginum lagði koll- húfur þegar ég sá hann og ég fann, að honum lá mikið á hjarta. „Ég var að glugga í Flateyjarbók,“ sagði hann: „Hvort er það nú fyllt, að sú hin sama gildra eður snara hefur fallið á yður sjálfa, er þér egnduð öðrum?“ Og varð hugsi: Eins og járnfrúa jafnan er siður heilsar Jóhanna: „Hér sé friður.“ Um stund síðan þegir uns við Steingrím hún segir: „Svo leggjum við Landsdóminn niður!“ „Hver er sjálfum sér næstur!“ bætti hann við. Og svo fór hann að segja mér frá því að fyrir nokkru hefði umhverfisráðherra skipað nefnd um myrkurgæði og væri Mörður Árnason alþingismaður formaður. „Ég á frænda í sjávar- plássi fyrir norðan,“ sagði karlinn, „hann skaut að mér þessari vísu.“ Ríkisstjórn Jóku er góð og glæst gæfurík eru hennar fræði. Í nýjum verkum náði hún hæst með nefndarskipun um myrkurgæði!“ Ég hitti minn gamla vin Lárus Jónsson á förnum vegi og talið barst að séra Hjálmari Jónssyni sálusorgara okkar. Lárus hafði orð á því að það væri skemmtilegt hvernig hann gæti fléttað saman gaman og alvöru við flest tækifæri, – og orti út af því: Hjálmar er svo mikill séra að sannlega finnst mér hann bera við himininn hátt og hugsa ekki flátt þó að heiminum grín vilji gera. Ólafs ríma Grænlendings birtist í Hrönnum og orti Einar Benedikts- son hana undir hætti sléttubanda eins og mönnum er kunnugt. Síð- ustu vísuna kunna flestir: Falla tímans voldug verk, varla falleg baga. Snjalla ríman stuðlasterk stendur alla daga. Kolbeinn frá Kollafirði orti sléttubönd þegar hann las rímuna: Stökum reynum hryggðarhags hrökin meina skerða. – Bökum sveina torveld taks tökin Einars verða. Og skilji hver sem má! Kobeinn átti léttari tón: Oft hef ég saman orðum hnýtt einum mér til gleði. Það er annars ekkert nýtt að Íslendingar kveði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nú leggjum við Lands- dóminn niður! G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m áf ó lk H ró lf u r hr æ ði le g i F er di n an d BARA 6 KLUKKUSTUNDIR Í STEFNUMÓTIÐ OKKAR LÍSU MÆTTI HALDA AÐ ÞIG HLAKKAÐI TIL ÉG HATA KETTI AF LÍFI OG SÁL, ÉG FYRIRLÍT MEIRA AÐ SEGJA GRASIÐ SEM ÞEIR GANGA Á! AF LYKTINNI AÐ DÆMA ÞÁ HEFUR KÖTTUR GENGIÐ Á ÞESSU GRASI SEM ÞÝÐIR AÐ ÉG HATA ÞETTA GRAS ÞAÐ ER VANDRÆÐALEGT AÐ KOMA HINGAÐ MEÐ ÞÉR ÞAÐ ER EKKI EÐLILEGT AÐ TAKA MEÐ SÉR HJÓLBÖRUR ÞEGAR MAÐUR FER Á HLAÐBORÐ ÞÚ GETUR LÁTIÐ JÖRÐINA SNÚAST AFTUR Á BAK EN ÞÚ ERT GJÖRSAMLEGA ÓFÆR UM AÐ SKIPTA UM KLÓSETTRÚLLU ÞEGAR HÚN KLÁRAST Víkverji er yfirleitt léttur í lunduog fátt sem plagar hann frá degi til dags. Þó kemur fyrir að yfir hann hellist vont skap. Oft án ástæðu. Það bara gerist. Ekki vill betur til en svo að eigi síðar en í síðustu viku hafði hann allt á hornum sér. Umsvifalaust helltust yfir hann hugsanir um að þessi og hinn væru kjánar, bensín- verðið væri óþolandi, matvælaverðið of hátt og að himinninn væri hrein- lega ívið of blár. x x x Merkilega nokk kunni Víkverjiágætlega við sig í þessu ástandi. Honum fannst gott að sjá heiminn í svörtu og hvítu. Með sannleikann í vasanum gekk hann um og nostraði við sjálfselskuna. Honum fannst gott að dæma allt og alla. Hann hugsaði með sjálfum sér: Þetta er minn heimur og þið hin bú- ið bara í honum. Mitt í storminum taldi Víkverji það góða hugmynd að skrifa niður hugleiðingar sínar. Á örskotsstundu náði hann að leiða öll heimsins mál til lykta með fartölvuna að vopni. Að mati Víkverja átti snilld hans sér engin takmörk. Í ritvímunni taldi Víkverji það meðal annars góða hugmynd að leysa taktískan vanda uppáhaldsliðs síns í enska bolt- anum. x x x Að kvöldi þessa mikilmennsku-brjálæðiskastsdags kom spúsa Víkverja heim og kvartaði yfir því hvers vegna hann hefði ekki búið um rúmið. Víkverji var síður en svo tilbúinn að taka við slíkri gagnrýni enda einn helsti hugsuðum okkar tíma. Engu að síður beit hann í tunguna, lét sig hafa það og gekk í verkið. Það reyndist meiri þraut en Víkverji hafði búið sig undir. Rúm- teppið var stórt og kröfur spús- unnar miklar um að hvergi mætti sjá misfellur á rúminu. Eftir þetta verk fann Víkverji þörf hjá sér til þess að halda tiltektinni áfram. Ryksugan var tekin fram og mopp- an fór yfir gólfið. Að verkinu loknu fékk Víkverji sér kaffibolla og opn- aði fartölvuna. Fyrir augum hans lá ritverk dagsins. Aðra eins þvælu hefur hann aldrei lesið. Víkverji Orð dagsins: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jh. 13, 35.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.