Morgunblaðið - 05.05.2012, Side 48

Morgunblaðið - 05.05.2012, Side 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 Vinafélag Gljúfrasteins og Ferðafélag Íslands bjóða upp á gönguferð um æskuslóðir Hall- dórs Laxness í Mosfellsdalnum á morgun. Mæting er við Gljúfrastein kl. 10 og ráðgert að gangan taki um þrjár klst. Stoppað verður reglulega á leiðinni og lesnar stuttar tilvitn- anir úr bókum skáldsins. Gang- an endar á Gljúfrasteini þar sem Pétur Ármannsson, arkitekt og fararstjóri göngunnar, mun segja frá Ágústi Pálssyni arkitekt, stíl hans og sjónarmiðum við hönnun Gljúfrasteins. Allir eru velkomnir og er þátttaka ókeypis sem og frír aðgangur á Gljúfrastein fyrir göngufólkið. Bókmenntir Í fótspor Laxness Halldór Laxness Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, verður með leiðsögn á morgun kl. 14 um yfirlitssýninguna á verkum Rúrí sem nú stendur yfir í safninu. Sýningin er í öllum sölum safnsins og eru á henni m.a. 100 verk, lítil og stór, innsetn- ingar, ljósmynda- og mynd- bandsverk sem og skráning á gjörningum. Hún veitir því góða yfirsýn yfir feril listamannsins. Sýningarstjóri er Christian Scho- en, listfræðingur og fyrrverandi framkvæmda- stjóri KÍM. Sýningunni lýkur á morgun. Myndlist Sýningarlok Rúrí Finnska sendiráðið á Íslandi, Forlagið Oddur og Norræna hús- ið bjóða upp á dagskrá tileinkaða Edith Södergran og ljóðum hennar í Norræna húsinu á morgun kl. 14:30. Edith Södergr- an fæddist árið 1892 og lést að- eins 31 árs að aldri. Að sögn skipuleggjenda náði hún á sinni stuttu ævi að móta stórt höfund- arverk og er þekkt sem mikill brautryðjandi og eitt af stóru módernísku ljóðskáldunum. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála, t.d. rússnesku, kínversku og ensku. Í fyrra kom út fyrsta heildar- safn íslenskra þýðinga á ljóðum hennar. Ljóðlist Ljóð Södergran Edith Södergran Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Beðið eftir Godot verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Með hlut- verkin í sýningunni fara þeir Hannes, Smári, Nonni Bö og Dóri Maack. Þessir pörupiltar lúta leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur en þýðandi er Árni Ibsen. Beðið eftir Godot þykir eitt af merkari verkum leiklistarsögunnar og olli á sínum tíma straumhvörfum í sögu leikrit- unar. Í verkinu bíða þeir Vladimir og Estra- gon eftir Godot, biðin tekur á þá félaga og margt gerist í samskiptum þeirra á milli með- an beðið er eftir Godot. Höfundur verksins, Samuel Beckett, þykir eitt af höfuðskáldum 20. aldarinnar og hlaut m.a. bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1969. Pörupiltar á sviði Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita hvernig þessir pörupiltar setja svip sinn á verkið. „Okkur strákunum finnst þetta dálítið langt verk en við gerum þetta af fullri einlægni og af heilum hug. Hannes fór auðvitað í leik- listarskóla í New York þannig að hann hefur ákveðinn grunn í leiklist og er duglegur að gefa okkur hinum ábendingar. Við gerum allt mjög spennandi,“ segir Dóri Maack. Í leikrit- inu birtast eins og áður segir þeir Hannes, Smári, Dóri Maack og Nonni Bö en þeir hafa líka fengið leiðsögn í leiklist frá leikkonunum Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Halldóru Geirharðs- dóttur, Sólveigu Guðmundsdóttur og Alexíu Björgu Jóhannesdóttur. Þær stöllur eru hluti af Kvenfélaginu Garpi, en leikhópurinn var stofnaður 2003 af nokkrum leikkonum með það í huga að skoða birtingarmyndir kvenna, hlutverk þeirra og hlutverkaleysi í heiminum sem og á leiksviði. „Þegar stelpurnar byrjuðu með Kvenfélagið Garp voru þær mikið að pæla í stöðu konunnar á sviði og í lífinu almennt. Þeim fannst að í flestum leikverkum og bíómyndum væri karl- maðurinn oftast táknmynd manneskjunnar á meðan konan væri í hlutverki móður, dóttur, eiginkonu eða ástkonu. Þær eru búnar að setja upp allskonar verk þar sem konan er í for- grunni en svo til að setja upp Godot, þá fengu þær okkur strákana til að koma og leika í verkinu því konur mega ekki leika í Beðið eftir Godot. Ég held samt að þær hafi ætlað að fá Hilmi Snæ og Ingvar til að leika hlutverkin en þeir voru víst uppteknir, við vorum næstir á listanum hjá þeim,“ segir Dóri Maack að lok- um. verkið frá upphafi til loka, enda er bannað að stytta það og ekki má nota neina tónlist, allt í verkinu verður að vera nákvæmlega eins og Sammi [Samuel Beckett] skrifaði þetta. En öðru hvoru, þegar þarf kannski að útskýra eitthvað fyrir fólki, munum við strákarnir stíga út úr verkinu, spjalla við áhorfendur og athuga hvernig þeim líkar verkið,“ segir Dóri Maack, sem leikinn er af Sólveigu Guðmunds- dóttur. Hann segir leikstjóra sýningarinnar leggja upp með að persónur verksins séu allar orðnar flóttamenn í fannferginu á Íslandi. „Hafa ekki líka allir menn verið á vergangi eða flótta síðan Adam og Eva voru gerð brottræk úr Paradís? Flóttamenn lokaðir inni í bið. Á snævi þaktri skífu í hringrás tímans.“ Áskorun fyrir strákana Aðspurður segir Dóri Maack að æfingar hafi gengið vel þó vissulega sé um mikla áskorun að ræða. „Fyrst þarf að ná utan um verkið og hugmyndirnar að baki því. Ég skildi þetta ekki alveg þegar við lásum þetta fyrst, enda mikið textaverk fyrir okkur strákana að takast á við. Leikstjórinn okkar frábæri, Kristín Jóhannesdóttir, hefur verið að leiða okkur inn í verkið smátt og smátt og nú erum við að taka yfir, undirbúningurinn hefur verið Pörupiltar bíða eftir Godot  Kvenfélagið Garpur tekst á við eitt af þekktari verkum Beckett Ljósmynd/Jorri Krefjandi Gaman verður að sjá hvernig pörupiltarnir Hannes, Smári, Nonni Bö og Dóri Maack takast á við hlutverk sín. Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti ▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigeta ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð Blásaratónlist verður allsráðandi á vortónleikum Elektra Ensemble sem fram fara á Kjarvalsstöðum annað kvöld kl. 20. Matthías Birgir Nardeau óbóleik- ari verður síðasti gestur vetrarins hjá Elektru en hann hefur vakið at- hygli fyrir óbóleik sinn bæði sem einleikari og innan Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Á efnisskrá eru verk fyrir flautu, óbó, klarínett og píanó eftir Malcolm Arnold, Jean-Michel Damase og Ca- mille Saint-Saëns. Flytjendur á tón- leikunum eru auk Matthíasar þær Ástríður Alda Sigurðardóttir, Emil- ía Rós Sigfúsdóttir og Helga Björg Arnardóttir. Elektra blæs til leiks Morgunblaðið/RAX Kammersveit Elektra á æfingu með Mattíasi Nardeau á Kjarvalsstöðum. Síðasta barnaleiðsögn vetrarins fer fram í Þjóðminja- safni Íslands á morgun kl. 14. Þá mun Helga Einars- dóttir safnkennari ganga með börnin gegnum grunn- sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld og liggur gegnum sýninguna til nútímans. Ýmsir spenn- andi munir á safninu verða skoðaðir, meðal annars beinagrindur, 1000 ára gamalt skyr og leikföng eins og þau sem börn léku sér með fyrr á öldum. Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd. Allir eru velkomnir. Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafninu Stúlka í íslenskum þjóðbúningi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.