Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 49

Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Inn í kviku nefnist sýning á verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveins- sonar sem opnuð verður í Ásmundar- safni í dag kl. 16. Við opnun sýning- arinnar verður endurtekinn gjörningur í garðinum við safnið sem ætlað er að kenna börnum að meta stytturnar á þann hátt sem Ásmund- ur kenndi. Verkin á sýningunni hafa, að sögn sýningarstjóra, flest sést áður en eru hins vegar nú skoðuð á nýjan hátt og sett fram í nýju samhengi. „Verk Ásmundar hafa mikið verið rannsökuð, t.d. í sambandi við form og fleira. Oft er búið að sýna konuna í hans verkum, t.d. sem móður, vinnu- konu og tröllskessu. Nú er erótíska konan ein af okkar áherslum,“ segir Steinunn G. Helgadóttir listamaður, sem er sýningarstjóri ásamt Kristínu G. Guðnadóttur listfræðingi. Ýmsar hliðar Ásmundar Sýningin er þríþætt og dregur fram hinar ýmsu hliðar á Ásmundi er varða inntak, form og tímaskeið. Sýn- ingin er eins og áður segir þrískipt, vígvöllurinn, hin erótíska kona og geimþrá. „Ásmundur var einn af fáum íslenskum listamönnum sem fjallaði um styrjöldina. Í garðinum inni í húsinu er fjallað um hina eró- tísku konu. Loks er það geimþrá sem eru járnskúlptúrar sem hann gerði um það leyti sem geimferðakapp- hlaupið var í hámarki.“ Verkin eru frá ýmsum tímaskeið- um á ferli Ásmundar, allt frá 1930 og áfram. Samhliða opnuninni verður gjörningur settur á svið í högg- myndagarðinum. Samkvæmt sýning- arstjóra hefur kona ein sem var ná- granni Ásmundar sagt frá því hvernig hann kenndi börnum að þykja vænt um stytturnar og sá gjörningur verður endurtekinn í dag. Á sýningunni er leitast við að nýta húsið í Sigtúni sem umgjörð og rök- réttan hluta af sýningunni ásamt því að garðurinn umhverfis húsið er felldur inn í sýninguna, en hann geymir mörg frægustu verka Ás- mundar Sveinssonar. Þess má geta að sunnudaginn 13. maí kl. 14 munu sýningarstjórar fara um sýninguna og ræða við gesti. Vígvöllurinn, hin eró- tíska kona og geimþrá Morgunblaðið/Ómar List Sýningin dregur fram ólíkar hliðar á Ásmundi að sögn sýningarstjór- anna Steinunnar G. Helgadóttur og Kristínar G. Guðnadóttur. Í vefútgáfu Guardian er um- fjöllun um Bio- philia, verkefni Bjarkar Guð- mundsdóttur, auk þess sem hún ræðir við blaða- menn um inn- blástur. Blaða- maður gerir fyrri tónleika- ferðir Bjarkar að umtalsefni og segir merkilegt að Björk sé enn að finna og þróa nýjar víddir í tónlist- arflutningi með Biophilia. Einnig er fjallað um Tónvísindasmiðju Bjarkar sem er hluti af verkefninu, blaðamaður segist hafa tekið þátt í slíku námskeiði í Reykjavík þar sem ungir krakkar lærðu um tónlist og hljóðfæri. Við sama tækifæri var rætt við Björk um hvernig hún fengi innblástur. Það kemur ekki á óvart að Björk fái innblástur úr mörgum ólíkum áttum, tilrauna- kennt rapp frá vesturströnd Banda- ríkjanna, Amelia Rodrigues, Páska- eyjar, kókosvatn og gönguferðir eru meðal þeirra atriða og aðferða sem Björk nefnir að veiti henni inn- blástur. Hún segir að hún semji mörg laga sinna í gönguferðum, að ganga í náttúrunni hjálpi henni að sjá stóru myndina. Gönguferðir veita Björk innblástur Björk Guðmundsdóttir Tómas R. Einarsson og Matthías M.D. Hemstock flytja tvö tónverk í Nor- ræna húsinu í dag kl. 16. Fyrra verkið er Quadrant eða Hringfjórðungur, mynd- og tónverk eftir Jón Sigurpálsson, samið fyrir slagverksleikara, fimm blindramma og málarabretti. Verkið var frumflutt í Amsterdam 1983, síðan flutt í Tókýó nokkrum árum síðar og svo á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík haustið 2011. Jón Sigurpálsson er myndlistar- maður og safnvörður á Ísafirði og hefur fengist við tónlist síðan á ung- lingsárum. Matthías flytur verkið. Hitt verkið er lagaflokkurinn Strengur eftir Tómas R. Einarsson, samið fyrir kontrabassa, slagverk, vatnshljóð og vídeó. Lagaflokkurinn var frumfluttur á Listahátíð í Reykja- vík 2011. Tómas spilar á kontrabassa og Matthías á slagverk en einnig hljóma með upptökur af ám, lækjum, stöðuvötnum og hafi af ættarslóðum Tómasar. Strengur kom út á geisla- diski og DVD sl. vor og var platan meðal annars valin á lista yfir bestu latin-plötur ársins 2011 hjá Desc- arga.com, sem er helsta veftímarit latin-tónlistarheimsins. Hringfjórðungur og Strengur Morgunblaðið/Sigurgeir S Tónleikar Matthías og Tómas leika í Norræna húsinu í dag. 568 8000 | borgarleikhus.is Galdrakarlinn í Oz –HHHHH KHH. Ftími Hótel Volkswagen (Stóra sviðið.) Lau 5/5 kl. 20:00 Lau 12/5 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 lokas Eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Síðustu sýningar! Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 5/5 kl. 14:00 Sun 6/5 kl. 14:00 Lau 12/5 kl. 14:00 lokas Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Síðustu sýningar! Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Fim 10/5 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Ógleymanleg uppfærsla Vesturports - hátíðarsýningar á 10 ára sýningarafmæli. NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið) Lau 19/5 kl. 20:00 lokas Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar! Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Lau 5/5 kl. 17:00 aukas Fim 17/5 kl. 20:00 9.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Sun 6/5 kl. 20:00 5.k Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Þri 8/5 kl. 20:00 aukas Lau 19/5 kl. 17:00 aukas Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Mið 9/5 kl. 20:00 aukas Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Fim 10/5 kl. 20:00 aukas Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Fös 11/5 kl. 20:00 6.k Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Lau 12/5 kl. 20:00 7.k Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Sun 13/5 kl. 20:00 aukas Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Sun 10/6 kl. 20:00 Þri 15/5 kl. 20:00 aukas Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Mið 16/5 kl. 20:00 8.k Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Tengdó (Litla sviðið) Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Mið 16/5 kl. 20:00 aukas Fös 25/5 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 5/5 kl. 20:00 frums Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 12/5 kl. 20:00 2.k Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Lau 9/6 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 3.k Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Fös 1/6 kl. 20:00 Tímamótaverk í flutningi pörupilta Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 12/5 kl. 13:00 Lau 12/5 kl. 14:30 aukas Sun 20/5 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Lau 5/5 kl. 15:00 AUKAS. Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Lau 26/5 kl. 15:00 Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 Fös 1/6 kl. 19:30 Fim 10/5 kl. 19:30 AUKAS. Lau 19/5 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Sun 20/5 kl. 19:30 Lau 12/5 kl. 15:00 AUKAS. Fim 24/5 kl. 19:30 Aukasýningar komnar í sölu - aðeins sýnt fram í júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Sun 20/5 kl. 19:30 Síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar Afmælisveislan (Kassinn) Lau 5/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 10.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 7.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Mið 9/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Fim 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Fös 11/5 kl. 19:30 AUKAS. Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Uppselt í maí - örfá sæti laus í júní. Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 6/5 kl. 13:30 Sun 6/5 kl. 15:00 Síðustu sýningar sunnudaginn 6. maí! Bliss (Stóra sviðið) Mán 21/5 kl. 12:00 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Sun 20/5 kl. 17:00 Frumsýn. Þri 22/5 kl. 19:30 Mán 21/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 17:00 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 23/5 kl. 20:00 Frumsýn. Fös 1/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Baggalútur Fös 11. maí kl 21.00 Hjálmar Lau 12. maí kl 21.00 Just Imagine - John Lennon show Mið 16. maí kl 20.00 U Fim 17. maí kl 20.00 Ö Fös 18. maí kl 20.00 Ö Lau 19. maí kl 20.00 Ö Sun 20. maí kl 20.00 Ö - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.