Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 16
SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Hún var að leika við vinkonu sína inni í íbúðarhverfi í Njarðvík. Úti var sól og blíða. Hún var að hjóla. Aðvífandi kom bíll inn íbúðargötuna á 50 km hraða og bílstjórinn var að horfa eitthvað annað. Dóttir mín sá það og reyndi að beygja til þess að koma sér undan. Það tókst ekki betur til en svo að hún lenti á bílnum. Vitni segja að við höggið hafi hún henst hátt í tvo metra upp í loftið. Í kjölfarið skellur höfuðið svo í göt- una,“ segir Gunnar Stefánsson, faðir Lilju Rósar Gunnarsdóttur sem lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi í fyrrasumar. Skólabókardæmi um mikilvægi hjálmnotkunar Hún var sjö ára þegar ekið var á hana í júní á síðasta ári. Lilja lærbeinsbrotnaði í árekstrinum auk þess sem stórsá á hjálmi sem varði höfuð hennar. „Hún slapp við heilahristing en hún var ansi mikið slösuð og fór í aðgerð um kvöldið,“ segir Gunnar. Eftir slysið lá Lilja í átta vikur á sjúkra- húsi með fætur upp í loft. Atvikið átti sér stað 15. júní en hún losnaði úr gifsi 20. ágúst. Eftir það tók við hjólastóll og hækjur áður en endurhæfing gat hafist. ,,Það var ekki fyrr en um áramótin sem hún var ról- fær, um hálfu ári seinna,“ segir Gunnar. Eðlilega tók slysið mjög á sálarlíf Lilju Rósar en nú horfir til betri vegar. „Henni líður betur í dag og er byrjuð að hjóla aft- ur. En það hefur verið töluvert mál að koma henni út í umferðina aftur. Þó að beinin grói þá tekur lengri tíma að jafna sig á sálinni. Hún er alltaf taugaveikluð í um- ferðinni,“ segir Gunnar. Hann er sviðsstjóri björgunar og slysa- varna hjá Landsbjörg og hefur að und- anförnu talað við nemendur um mikilvægi hjálmsins. ,,Ef eitthvað er skólabókardæmi um það að hjálmurinn bjargi lífi þá er það í þessu tilviki. Ef hún hefði ekki verið með hjálm í slysinu efast ég um að ég hefði hana hjá mér í dag. Hún var með splunkunýjan hjálm sem Kíwanisklúbburinn og Eimskip gáfu henni. Því langar mig að koma skýrum skilaboðum til krakka um að nota hjálm- inn.“ Bílstjórinn hafði aldrei samband Í lögregluskýrslu segir eftir ökumanni að hátt grindverk við innkeyrslu hafi leitt til þess að ökumaður sá ekki stúlkuna. ,,Ég sá hann aldrei meira eftir atvikið. Hann fór að sjálfsögðu í skýrslutöku en við fengum aldrei frá honum kveðju eða neitt. Það eina sem ég veit um hann er það sem ég las á lögregluskýrslu,“ segir Gunnar. Fjölskyldulífið fór á annan endann í fyrrasumar vegna atviksins. Til stóð að fjöl- skyldan færi í sumarfrí til útlanda en ferðin frestaðist vegna slyssins. Nú stendur til að bæta úr því. „Það breyttust allar áætlanir í fyrra en nú ætlum við að skella okkur út saman. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur að fara,“ segir Gunnar að lokum. Efast um að við hefðum hana hjá okkur nema vegna hjálmsins Ljósmynd/Víkurfréttir Feðgin og hjólið Lilja Rós er kominn aftur á hjólið eftir atvikið í fyrra. Gunnar faðir hennar segir hjálminn hafa bjargað miklu. Í hönd hans er hjálmurinn sem leiddi til þess að ekki fór verr.  Ekið var á Lilju Rós Gunnarsdóttur fyrir ári  Beinið gróið en sálin tekur lengri tíma 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Á vef Umferðar- stofu má finna skýrslu um reið- hjólaslys í umferð- inni frá árinu 2011. Þar kemur fram að 90% fjölgun hefur orðið á reiðhjóla- slysum frá árinu 2002. Þá urðu 44 reiðhjólaslys og 9 þeirra voru alvarleg. Árið 2011 voru 84 reiðhjólaslys og þar af slösuðust 19 alvarlega. Ekkert bana- slys hefur orðið vegna reiðhjólaslysa við umferðargötur frá árinu 2002. Síð- ast urðu tvö banaslys árið 1997 þegar tveir létust í hjólreiðaslysi. Þess ber að geta þess að tölur Um- ferðarstofu ná ekki til slysa á reið- hjólastígum þar sem í þeim tilvikum er lögregla ekki kölluð til. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er heildarfjöldi reiðhjólaslysa á skrá hjá heilbrigðisyfirvöldum en þau gögn eru ekki aðgengileg almenningi. Hjólreiðamönnum hefur fjölgað úr tveimur prósentum upp í fimm prósent og því má setja fjölgun reiðhjólaslysa, samkvæmt tölum Umferðarstofu, í samhengi við þá fjölgun. Árni Davíðsson er formaður Lands- samtaka reiðhjólamanna. Hann kallar eftir samgöngubótum á hjólastígum. ,,Stígakerfið er ekki hannað fyrir hjól- andi umferð. Sumir hjóla greitt á stíg- unum og eru margir staðir hættulegir þegar hraðinn er mikill. Ég held ég geti til dæmis fullyrt að öll undirgöng hér á landi séu hættuleg. Í þeim er blint horn þar sem ekki er hægt að sjá aðra koma á móti þér. Þar geta bæði verið gangandi og hjólandi vegfar- endur.“ segir Árni sem notað hefur hjólið frá 1987. ,,Eins er gróður víða þannig að erfitt er að sjá hvað er framundan. Það getur skapað var- hugaverðar aðstæður,“ segir Árni Davíðsson. Aukinn fjöldi slysa STÍGAR EKKI HANNAÐIR FYRIR HJÓLREIÐAFÓLK Árni Davíðsson 23% FLEIRI GESTIR FISKMARKAÐURINN 2012 2011 JÁKVÆÐ MERKI ÚR ATVINNULÍFINU Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Fiskmarkaðurinn er dæmi um fyrirtæki sem náði góðum árangri árið 2011. Gestum veitingahússins fjölgaði um 23% milli ára. Arion banki fagnar þessum góða árangri. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -1 0 3 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.