Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Stjórnendur Kauphallarinnar
vinna að því að bæta menninguna í
kringum markaðinn. Það er tvennt
sem þeir vilja leggja aukna áherslu
á: Að hlutabréfamarkaðurinn sé
leið fyrir fyrirtæki – líka minni
fyrirtæki – til að sækja fjármagn
og að fjárfestar horfi til langs tíma.
„Ef fjárfestar horfa til langs tíma
munu fyrirtækin í auknum mæli
miða sinn rekstur til langs tíma
líka,“ segir Páll Harðarson, for-
stjóri Kauphallarinnar Nasdaq
OMX, í samtali við Morgunblaðið.
„Við viljum skapa heilbrigða og
raunsæja menningu á markaðn-
um.“
Til að vinna að bættri menningu
hefur Kauphöllin bætt upplýsinga-
gjöf til muna; opnað nýja heima-
síðu, Facebook-síðu og blogg. Páli
þykir mikilvægt að Kauphöllin reki
lifandi upplýsingatorg til að auka
fræðsluna um markaðinn og bæta
menninguna.
Páll segir að menn hafi misst
sjónar af grundvallarhlutverki
Kauphallarinnar, sem er að hún sé
vettvangur til að sækja fjármagn.
Það má annars vegar nýta Kaup-
höllina til að auka eigið fé með
hlutafjáraukningu eða skuldabréfa-
útgáfu. Hann fagnar því að fast-
eignafélagið Reitir hyggist sækja
fé með skráningu á markað.
Stjórnendur minni fyrirtækja
hugsi til að mynda sjaldan til
Kauphallarinnar
þegar leitað er
eftir fjármagni.
Hann vill bæta
úr því og segir að
fyrir lítil fyrir-
tæki sem hafi
áhuga á að vaxa
geti þetta skipt
verulega máli.
Hann segir að
stórfyrirtækin Marel og Össur hafi
verið lítil þegar þau voru skráð á
markað. Össur var t.d. með 50
starfsmenn og 600 milljóna króna
veltu á verðlagi dagsins í dag.
Páll nefnir að Kauphöllin hér sé
ung að árum og því sé mikilvægt að
efla fræðsluna. „Hlutirnir hafa
gerst hratt en það er ekkert víst að
menningin fylgi með,“ segir Páll.
Fá fyrirtæki eru á markaðnum
núna. En fjögur fyrirtæki stefna að
skráningu á næstunni: Fasteigna-
félögin Reginn og Reitir ásamt
Eimskipi og Vodafone. Páll segir að
Advania, N1 og Sjóva hafi lýst yfir
áhuga á skráningu, og að rætt hafi
verið um möguleika á að skrá
Landsbankann á markað. Kauphöll-
in hefur auk þess rætt við fyrirtæki
sem Páll getur ekki nafngreint á
þessu stigi. „Það eru kannski 10-12
fyrirtæki sem eru að íhuga mjög
sterklega að koma inn á markað á
þessu ári eða næsta. Og svo eru
miklu fleiri að velta þessum mögu-
leika fyrir sér. En í þessari upp-
talningu sakna ég smærri fyrir-
tækja.“
Bætt menning
í Kauphöll
Páll Harðarson
Menningin þarf að halda í við hraðann
Atvinnuleysi á evrusvæðinu er það
mesta síðan mælingar hófust árið
1995. Það mældist 11% í apríl en
er óbreytt frá mánuðinum á und-
an. Mesta atvinnuleysið er á Spáni
eða 24,3% en minnst er það í
Austurríki eða 3,9%.
Á evrusvæðinu eru 17,4 millj-
ónir manna atvinnulausar, að því
er segir í frétt BCC.
Þetta mikla atvinnuleysi sýnir
að evrusvæðið þarf á því að halda
að Seðlabankinn sýni meiri lausa-
tök í stefnu sinni og að rík-
isstjórnir fari ekki jafn bratt í nið-
urskurð, að sögn Martins Van
Vliets, hagfræðings hjá ING.
„Kreppan á vinnumarkaðnum
heldur áfram að dýpka og aukast,“
segir hann.
Atvinnuleysið í Frakklandi jókst
í 10,2% úr 10,1% milli mánaða.
Aftur á móti minnkaði atvinnu-
leysið í Þýskalandi, lækkaði í 5,4%
apríl úr 5,5% í mars.
helgivifill@mbl.is
Atvinnuleysi
í methæðum á
evrusvæðinu
AFP
Vonleysi Atvinnuleysi tekur á.
Mótorhjól til sölu
Glæsilegt Thriump Thruxton mótorhjól til sölu.
Árgerð 2008, aðeins ekið 740 km,
verð 1890 þús fer á 1600 þús staðgreitt.
Upplýsingar í síma 8994888.
Landey ehf. er dótturfélag Arion banka og fer með eignarhald bankans á nýbyggingum og fasteignaþróunarverkefnum.
Hátúni 2b | 105 Reykjavík | Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | www.landey.is
Mánatún og Lýsisreitur
G
R
AN
D
AVEG
U
R
EIÐ
ISG
RA
ND
I
H
R
IN
G
B
R
A
U
T
FR
AM
NE
SV
EG
UR
Mánatún
Um er að ræða byggingarrétt
að þremur byggingum:
Mánatún 1, um 23 íbúðir (Hús C).
Mánatún 7-17, um 90 íbúðir (Hús A).
Sóltún 1-3, um 40 íbúðir (Hús D).
Lýsisreitur
Um er að ræða byggingarrétt
fyrir tvær byggingar:
Fjölbýlishús við Eiðisgranda,
stærð um 13.250 m², um 100 íbúðir.
Hjúkrunarheimili við Grandaveg,
stærð um 5.800 m².
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
félagsins að Hátúni 2b í síma 594 4210/660 4210,
netfang: landey@landey.is
Hús A
Hús D
Hús C
Leiksvæði
N
Ó
A
T
Ú
N
SÓLTÚN
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S/
L
A
E
59
93
5
06
/1
2Landey býður til sölu eftirtalin lóðarréttindi: