Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Þegar ég fór á stúfana í efnisleit fyrir pistil þennan var mér nokkur vandi á höndum. Nú á mánudag- inn koma nefnilega út tvær plötur sem kalla á smá umfjöllun. Mig rak t.a.m. í rogastans þegar ég sá að Americana, ný plata með Neil Young og sveit hans Crazy Horse kæmi út nú en þessi merku „fyrir- bæri“ hafa ekki unnið saman síðan 2003 eða þegar Greendale kom út. En það er kannski merkilegri frétt, þannig, að Beach Boys eru sömuleiðis að gefa út nýja hljóð- versplötu. Kallast hún hinu djúp- spaka nafni That‘s Why God Made the Radio og er fyrsta plata þeirr- ar gerðar í tuttugu ár eða síðan Summer in Paradise kom út árið 1992. Og miðað við blammeringar þær sem Mike gamli Love hefur látið dynja á trufluðum snillingi sveitarinnar, Brian Wilson, er ótrúlegt að þetta sé að gerast. þremur lögum, „From There and Back Again“, „Pacific Coast Highway“ og „Summer’s Gone“. Hið síðasttalda er sögufrægt, átti á tímabili að vera síðasta lagið á síðustu plötu Beach Boys en eins og við könnumst við úr poppsögunni er aldrei hægt að segja aldrei. Lagasafnið er eftir þessu, slatti af eldri lögum þarna sem eru orðin að hálfgerðum goðsögum hjá Beach Boys aðdá- endum. Johnston segir að áferðarlega minni platan á Sunflower á með- an Al Jardine tiltekur sjálfa Pet Sounds. Eigum við ekki að spyrja að leikslokum hvað slíkan samanburð varðar ;o) Gersemar vestan Atlantsála Beach Boys Strandastrákarnir reyna einu sinni sem oftar að fanga síungan anda sumarsins. Það er hægt að fara í bókmennta- lega djúpsjávarköfunarleiki með þessi tvö mál. Njáll hinn síungi leit- ar aftur í aldirnar eftir innblæstri á meðan hinir hrumu Strandadrengir, sem hafa ekki beint verið þekktir fyrir að vera leitandi í list sinni undanfarna ára- tugi eru að myndast við það að vera ferskir. Sá ferski verður gamall og hinir gömlu verða ferskir. Alltént, upplegg Neil Young og félaga að þessu sinni eru eins og nafn plötunnar gefur til kynna aldagömul amerísk þjóðlög. Á með- al laga sem þar er að finna eru „Oh! Susanna“, „Gallows Pole“ og „This Land Is Your Land“. Segir Neil Young sjálfur: „Þetta eru lög sem allir þekkja úr leikskóla. En við í Crazy Horse erum búnir að tálga þau til þannig að nú eru þau okk- ar.“ Plötunni var streymt í heild sinni fyrir tilstilli Rolling Stone í síðustu viku en það er illínáanlegt nú. Við bíðum róleg ... eða þannig. Ernir Strandadrengir Orðrómur um að Beach Boys ætl- uðu að koma saman á nýjan leik fór af stað fyrir tveimur árum. Allt var á huldu um skeið en í desember síð- astliðnum var hann svo staðfestur. Platan nýja helst í hendur við fimm- tíu ára afmæli sveitarinnar og er hún 29. hljóðversplata hennar. Strandadrengirnir eru í dag þeir Brian Wilson, Mike Love, Al Jardine, Bruce Johnston og David Marks en hann sást síðast með sveitinni í tengslum við Little Deuce Coupe árið 1963 – fyrir 49 árum! Þeir frændur, Wilson og Love, komu meira að segja fram saman í viðtali í febrúar síðastliðnum og upplýstu m.a. að platan myndi enda með svítu sem samanstæði af » Og miðað við blammeringar þær sem Mikegamli Love hefur látið dynja á trufluðum snill- ingi sveitarinnar, Brian Wilson, er ótrúlegt að þetta sé að gerast.  Neil Young og Beach Boys senda frá sér nýjar plötur á mánudaginn  Amerísk djásn, af ólíku tagi þó TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Léttir klassískir vortónar er yfirskrift tónleika Kammerhópsins Camer- arctica og Ingibjargar Guð- jónsdóttur sönkonu sem haldnir verða í Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnar- fjarðar, annað kvöld kl. 20. Þetta eru lokatónleikar menningarhátíðarinnar Bjartra daga en flutt verð- ur léttlynd kammertónlist og klassísk sönglög þar sem saman fer ljóðræna og léttleiki í tónlist eftir Mozart, Rossini, Spohr, Meyerbeer og Schubert. Camerarctica skipa þau Ármann Helgason klarínettuleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Miðar eru seldir við innganginn. Camerarctica býður upp á létta, klassíska vortóna í Hafnarborg Yndi Sigurður, Hallfríður, Hildigunnur, Ingibjörg, Svava, Bryndís og Ármann. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýndkl.2-4-7-10(Power) MEN IN BLACK 3 3D Sýndkl.2-5-8-10:15 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýndkl.5-8-10:25 LORAX 3D ÍSL TAL Sýndkl.2 AFTUR TIL FORTÍÐAR... TIL AÐ BJARGA FRAMTÍÐINNI BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ FRAMLEIÐENDA BRIDESMAIDS -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU EFTIR WES ANDERSON MORGUNBLAÐIÐFRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SNOW WHITE... KL. 3.20 - 5.20 - 8 - 10.40 12 SNOW WHITE...LÚXUS KL. 2 -5.20 -8 -10.40 12 MIB 3 3D KL. 1 (TILB) -3 - 5.30- 8- 10.30 10 MIB 3 2D KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 10 THE DICTATOR KL. 1 (TILB) -3.10 - 6 - 8 - 10 12 LORAX – ÍSL TAL 3D KL. 1 (TILB) L LORAX – ÍSL TAL 2D KL. 1 (TILB) L MOONRISE KINGDOM KL. 5.50 - 8 - 10.10 L SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 6 - 9 12 MIB 3 3D KL. 3.30 (TILB) -6 -9 10 SALMON FISHING IN THE YEMEN KL. 8 10 GRIMMD:SÖGUR AF EINELTI KL. 3.30 (TILB) -5.45 10 LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 (TILB) L LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 (TILB) L SVARTUR Á LEIK KL. 10.30 16 SNOW WHITE AND THE... KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 MIB 3 3D KL. 3.50 - 8 - 10 10 THE DICTATOR KL. 6 12 THE LORAX KL. 3.50 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.