Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 56
56 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Brynja Eiríksdóttir verður tvítug í dag og af því tilefni ákvað blaðamaður að taka púlsinn á henni og fræðast um hvaðhún hygðist gera í tilefni dagsins. Brynja fæddist 2. júní 1992 og er uppalin í Reykjavík. Hún stundaði nám við Álftamýrar- skóla sem barn og stundar nú nám við Fjölbraut í Ármúla. Brynja er mikil hestamanneskja og hefur gaman af að skella sér í reiðtúra. Brynja er að vinna fyrir Eldhesta sem reiðkennari og leiðsögumaður í sumar, en hestar eru hennar helsta áhugamál og í raun allt sem viðkemur útivist og má því segja að hún hafi dottið í lukkupottinn að landa því starfi. Brynja hefur einnig mikinn áhuga á tónlist og öllu sem henni viðkemur og býr yfir þeim sjaldgæfa hæfileika að geta spilað á ukulele, sem er vel þekkt strengja- hljóðfæri frá Hawaii. Brynja er mjög spennt fyrir deginum, en hún ætlar að nýta tækifærið á morgun í góða veðrinu og gera það sem hún hefur mest yndi af og skella sér í reiðtúr úti á landi í hópi vinnu- félaga og vina. Morgundagurinn verður því ósköp rólegur, en hún reiknar svo með því að kíkja út á lífið í höfuðborginni seinna um kvöldið og fagna stórafmælinu, enda ekki á hverjum degi sem menn verða tvítugir. Blaðamaður óskar Brynju til hamingju með afmælið og vonar að henni gangi allt í haginn. Brynja Eiríksdóttir 20 ára Hestakona Brynja Eiríksdóttir er reiðkennari og leiðsögumaður, ásamt því að stunda nám við Fjölbraut í Ármúla. Hestakona sem spilar á ukulele P áll fæddist í Reykjavík en ólst upp á Þingeyri. Fað- ir hans átti bátana Fjölni og Hilmi sem hann fórst með 1943. Móðir Páls gerði þá áfram út bátinn Fjölni til síldveiða og fiskflutninga þar til hann fórst 1945. Þar sem lífið snerist um fisk Páll fór fyrst til sjós níu ára, er hann var léttadrengur á Fjölni. Hann stundaði síðan sjómennsku á ýmsum bátum og togurum, var einn vetur á Núpi og lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum 1953. Það ár keypti hann, ásamt fleirum, 100 tonna bát sem fékk nafnið Fjölnir ÍS 177 og var gerður út frá Þingeyri. Páll var stýrimaður á m/b Voninni KE og á m/b Hilmi KE, var skipstjóri á m/b Nonna og síðan á m/b Bárunni. Páll keypti m/b Farsæl 1963 og 1964 keypti hann, ásamt fleirum, vél- bátinn Vísi KE 70 og fiskverk- Páll H. Pálsson, stjórnarformaður Vísis í Grindavík 80 ára Börnin og tengdabörn Frá vinstri: Páll Jóhann Pálsson og eiginkona hans, Guðmunda Kristjánsdóttir, hjónin Sól- veig Pálsdóttir og Sveinn Ari Guðjónsson, afmælisbarnið og Margrét Sighvatsdóttir, kona hans sem lést í febrúar sl., þá Pétur Hafsteinn Pálsson og eiginkona hans, Ágústa Óskarsdóttir, þá Ágúst Ingólfsson sem er kvæntur Krist- ínu Pálsdóttur, og loks Svanhvít D. Pálsdóttir og Albert Sigurjónsson. Á myndina vantar Margréti Pálsdóttur, elsta barn Páls og Margrétar. Fór fyrst til sjós níu ára Feðgar Páll H.Pálsson og Pétur Hafsteinn með væna karfa. Dýrleif Una Ing- þórsdóttir, Erla Hlín Guðmunds- dóttir og Líf Hlavackova héldu tombólu á Eiðistorgi. Þær söfnuðu 4.859 kr. sem þær gáfu Rauða krossi Ís- lands. Hlutavelta Hafnarfjörður Kristófer Leví fæddist 8. apríl kl. 12. Hann vó 3.845 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Katr- ín Ísafold Guðnadóttir og Pétur Pét- ursson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Nethyl 3-3a ▪ 110 Reykjavík Sími 535 3600 ▪ hillur.is SKOÐIÐ ÚRVALIÐ Á HILLUR.IS 20 ára HILLUREKKAR Í BÍLSKÚRINN, GEYMSLUNA, HEIMILIÐ OG FYRIRTÆKIÐ ENGAR SKRÚFUR - SMELLT SAMAN Kolbrún Krist- insdóttir til heimilis í Sand- gerði verður sextug á morg- un, 3. júní. Hún og eiginmaður hennar Einar Sveinsson verða að heim- an en verða með opið hús fyrir ætt- ingja og vini í sumarhúsi nr. 12 í Skóg- arnesi við Apavatn á afmælisdaginn. Árnað heilla 60 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.